Vikan - 23.02.1989, Síða 69
FYRRI HLUTI:
Þannig eru fískarnir
Fiskarnir eru, þegar
öllu er á botninn
hvolft, vingjarnleg-
ustu og tilfinningarík-
ustu mannverur á þessari jörð.
Pað þarf ekki nema rétt að líta
í augu fisksins til þess að kom-
ast að raun um að tár — hvort
heldur er gleði- eða sorgartár
— er ekki langt undan. Þetta er
svo einkennandi fyrir fiskinn,
að það eitt nægir til þess að sjá
að um fisk er að ræða. Fiskarn-
ir bera utan á sér tilfinninga-
næmið enda er það engin
uppgerð.
Sé tilfinninganæmi fiskanna
beislað og því beint inn á svið
lista og sköpunargáfu koma í
ljós ótrúlega miklir listrænir
hæfileikar, hvort heldur sem
er hjá dönsurum, málurum
eða skáldum.
Listrænir hæfileikar fiskanna
birtast því miður ekki alltaf
með því að þeir skapi eitthvað,
en eðli þeirra er gegnsýrt af
listrænum anda. Stundum
kemur hann aðeins fram í
flótta inn í heim óraunveru-
leikans eða hann fær alls ekki
að njóta sín vegna minnimátt-
arkenndar, en það er mikill
skaði. Ef fiskarnir eru svo
heppnir að eiga sér sterkari
vini, sem skilja hæfileika þeirra
getur það orðið til þess að þeir
ýti þeim fram á rétta braut.
Fiskarnir verða þá ekki aðeins
starfssamir og skapandi lista-
menn heldur fer svo að þeir
verða að leiðtogum annarra
fiska. Aðrir eiginleikar, auð-
mýkt og samúð geta þá tekið á
sig jákvætt og uppbyggilegt
snið - í stað þess að leiða til
formleysis og óreiðu, sem
einnig er dæmigerð fýrir fisk-
ana. Sé fiskunum ekki stjórnað
á þennan hátt af öðrum getur
það orðið til þess að þeir vinni
allan sólarhringinn án þess að
ná nokkrum árangri vegna
skorts á skipulagshæfileikum.
Stærsta vandamál fiskanna
er að þeim hættir til að mis-
túlka aðstæður. t>að getur vald-
ið miklum vandræðum geri
þeir ekki eitthvað til þess að
koma í veg fýrir þetta. Sjálfs-
blekking er þeim í blóð borin
og fiskarnir eiga allt of auðvelt
með að sannfæra sjálfa sig um
að þeir séu ekki eins og þeir
hafi verið og að ástandið sé
ekki eins og það sýnist vera.
Tilgangur fiskanna getur verið
fullkomlega heiðarlegur og
þeir geta blekkt sjálfa sig hvort
heldur sem þeir eru í bjart-
sýniskasti eða fullir vantrausts
á sjálfa sig og umhverfið. Fisk-
arnir ættu að leita ráða hjá
öðrum, og það sem meira er,
þeir ættu að fara að ráðum
annarra.
Lífið og tilveran
Fiskarnir eiga ekki auðvelt
með að skilja lífið og tilveruna
og þyrftu að reyna að þroska
með sér meiri skilning. Þeir
eru yfirleitt ekki sérlega skipu-
lagðir og oft er nánasta um-
hverfi þeirra, ástarlífið og hvað
eina í algjörri ringulreið og
þeir eiga sér ekkert markmið.
Fiskarnir finna tilgang í því
að lina þjáningar annarra.
Þetta gera þeir á margvíslegan
hátt, hjálpa sjúkum granna eða
þeir ganga svo langt að gerast
félagar í kristilegum samtök-
um, ganga jafnvel í klaustur, til
þess að helga sig bæn og hug-
leiðslu til þess eins að senda
ffá sér jákvæðar hugsanir sem
gætu orðið til að létta öðrum
lífið.
Draumóraheimurinn
Fiskarnir vilja hjálpa öllum,
ekkert verk er svo lítilsvert,
engin vinna svo sóðalega eða
óþægileg að þeir vilji ekki
vinna hana ef hún gæti linað
þjáningar annarra. Þeir geta
líka gert mönnum lífið létt
með því að vera skemmtilegir
og eiga auðvelt með að fá fólk
til að opna sig. Listrænir hæfi-
leikar þeirra verða einnig til
þess að þeir geta lyft öðrum
inn í sinn eigin draumóraheim,
þar sem gjarnan gætu búið
álfar, tröll og forynjur. Þeir
veikgeðja meðal fiskanna vilja
leita auðveldustu leiðanna á
flóttanum frá raunveruleikan-
um og þeir þurfa að gera sér
grein fyrir þessum veikleika
sínum.
STJÖRNUSPÁIN
Hrúturinn
21. mars - 19. apríl
Næstu dagar verða með
nokkru öðru móti en þú hafðir
gert ráð fyrir. Innan skamms
kemur til þín tortryggileg per-
sóna, sem þú skalt þó ekki vísa
frá þér í bili. Þú skalt ekki
skemmta þér á almennum
skemmtistöðum.
\ Nautið
20. apríl - 20. maí
Vikan verður einkar hag-
stæð þeim sem fæddir eru milli
2. og 14. maí. Þú færð auðvelt
tækifæri til að afla þér fjár. Einn
vina þinna biður þig um ráðlegg-
ingar, sem þú átt auðvelt með að
veita honum ef vilji er fyrir hendi.
Tvíburarnir
21. maí - 21. júní
Kunningjar þínir hafa
orðið fyrir miklu happi, sem hefur
einhver áhrif á þig. Þú verður að
umgangast eldri kynslóðina
meira en þú hefur löngun til, en
sýndu ekki óþolinmæði, það
gæti valdið töluverðum leiðind-
um.
Krabbinn
22. júní - 22. júlí
Dagarnir verða að ýmsu
leyti eins og þú hafðir áformað.
Þó skeður nokkuð sem kemur
þér mjög á óvart. Þú eyðir ein-
hverju af frítíma þínum við úti-
skemmtanir. Gömul kona biður
þig um hjálp. Heillatölur eru 2,
19 og 33.
Ljónið
23. júlí - 22. ágúst
Þér sinnast við einn
kunningja þinn og veldur það því
að þú missir af einhverju sem
ráðgert hafði verið. Einhver kem-
ur og truflar þig við verkefni þín.
Eitthvað sem þú gerðir um dag-
inn veldur smá óþægindum.
Meyjan
24. ágúst - 23. sept.
Þér býðst tækifæri sem
þú átt mjög hægt með að hag-
nýta þér. Þú eignast tvo nýja fé-
laga sem eiga eftir að stytta þér
margar stundir. Þú skalt fara að
ráðum þeirra sem eldri eru.
Dveldu sem mest heima við.
Vogin
23. sept. - 23. okt.
Það er hætt við einhverri
misklíð innan fjölskyldunnar, svo
þú skalt varast að hafa þig mikið
í frammi á þeim vettvangi. Þú
mátt eiga von á einhverjum trufl-
unum og töfum á framvindu viss
málefnis.
Sporðdrekinn
24. okt. - 21. nóv.
Þessi vika verður ekki
nærri því eins daufleg og þú áttir
von á. Líkur benda til að þú farir
í ferðalag sem geturtekið nokkra
daga. Ungur meðlimur fjölskyld-
unnar veitir þér skemmtilegan
félagsskap.
Bogmaðurinn
22. nóv. - 21. des.
Þú hefur nóg fyrir stafni í
þessari viku. Reyndu að finna þér
einhverja tilbreytingu í gráum
hversdagsleikanum og gefðu þér
tíma til lestrar. Þú ættir að kynna
þér betur ýmiss konar félagsstörf.
Heillatölur eru 5, 8 og 22.
Steingeitin
22. des. - 19. janúar
Vikan verður viðburðarík
en þó þarftu ekki að hafast mikið
að. Þú veitir einhverjum félaga
þínum aðstoð, sem tekur dags-
stund eða svo. Þú færð verkefni í
hendurnar nú um helgina, sem
þú hefur mikinn áhuga á.
Vatnsberinn
20. janúar - 18. febrúar
Þú færð hrós fyrir störf
þín hjá yfirboðurum þínum. Þú
kemst snilldarlega framhjá gildru,
sem lögð var fyrir þig. Þú verður
fyrir nokkrum freistingum um
helgina, en skalt þó ekki láta
undan þeim. Heillatölur eru 8, 13
og 15.
Fiskarnir
19. febrúar - 20. mars
Kunningjar þínir koma
þér nokkuð á óvart með ráða-
gerðum sínum, sem eru mjög
óvenjulegar. Þú færð ómetan-
lega hjálp ákveðinnar persónu,
sem hefur yfirráð yfir einhverju í
starfi þínu. Taktu skemmtiboði
sem þér býðst bráðlega.
66 VIKAN 4. TBL.1989
mmm
NJÓTTU LÍFSINS MEÐ STJÖRNUNNI, ALLAN DAGINN
Líflegir laugardagar og sunnudagar Rocta tnnliotín a
til sælu með Gulla Helga og Jóni Axel JvðlQ lUiIlldllli ^
Lögin við vinnuna
Stjörnufréttir
\) Líflegir laugardagar r
Sunnudagar til sælu //%
ALLA DAGA