Vikan


Vikan - 04.05.1989, Blaðsíða 23

Vikan - 04.05.1989, Blaðsíða 23
sínum fegurstu sumarklæðum og mikið er um írumleg höfuðföt. Faðir og tvær dætur koma klædd eins og brúðhjón frá Suður- ríkjunum með brúðarmær og þau eru stöðvuð í þriðja hverju skrefl af ljós- myndaglöðum túristum. Þegar minnst er á Fimmtu tröð er ekki úr vegi að nefna hinar ífægu og svoköll- uðu gyðingabúðir, sem selja myndavélar og ýmsar skyldar græjur. Þær eru ffægar eða alræmdar fyrir það að hleypa fólki ekki út án þess að það kaupi og kom greinar- höfúndur við í einni slíkri í leit að vasa- segulbandi. Afgreiðslumaðurinn tekur fram lítið Sony-tæki og kveður það kosta 139 dali. Þegar sagt er nei takk flýtir hann sér að lækka verðið um helming og er þá fallist á kaupin. Þegar ég svo tek upp greiðslukortið mitt í bláa plasthulstrinu sem ég fékk í Hárstúdíói Hallgerðar, æsist maðurinn mjög og vill vita hvar hægt sé að fá slíkan kostagrip, svona séu allir Evróp- ubúar með! Ekki flnnst honum árennilegt að fá sér klippingu hjá Gauja á Hallgerði en grátbiður nú greinarhöfund um hulstr- ið góða og bendir henni á að hún hafl ekki hugmynd um hversu lengi hann hafi óskað sér slíks grips, hvað vissulega var laukrétt. Þegar honum svo var afhent hulstrið eftir mikið japl og jaml og fuður, dansaði hann sem snöggvast stríðsdans af gleði og hljóp síðan til hinna afgreiðslumannanna með feng sinn sem upphófú samstundis sama grátsönginn um plastið og hann hafði við- haff áður. í sirkus — Barnum & Baileys Á annan í páskum þykir upplagt að sigla út að Frelsisstyttu. Við förum á Staten Is- land ferjunni, sá rúntur er enn á sama góða verðinu og hann var fyrir flmm árum, eða á 25 cent (svona 15 krónur). Það er hvasst úti á flóanum en þó alltaf gaman að fara þessa ferð, vingjarnlegur efitirlitsmaður leyflr okkur að bíða um borð í stað þess að stíga í land á Staten-eyju eins og lög gera ráð fyrir. Á leiðinni heim komum við við í Madison Square Garden og stöndum þar í hálftíma biðröð, því á morgun ætlum við í sirkus — Barnum og Baileys, the greatest show on earth! Við fáum miða á fyrsta bekk og komum inn í því að sýningin er að hefjast. Þetta er sirkus, það er ekki um að villast. Hin hefð- bundnu sviffáaratriði heilla drenginn og móðurina svo að segja jafnlítið, og hjarta sveinsins unga tekur ekki kipp fyrr en farið er að draga fjöldann allan af rimlabúrum inn á sviðið. Þarna eru þá að koma ástæð- urnar fýrir sirkusferðinni — 18 Bengal- tígrisdýr, sem hvert og eitt út af fyrir sig virðist alveg nógu illvígt. En dýratemjar- inn Gunther Gebel-Williams, sem reyndar er að kveðja sirkusinn, er hvergi smeykur heldur fer inn í miðjan hóp tígranna og lætur þá ffamkvæma ótrúleg brögð gegn að því er virðist einhvers konar bónus- kerfl. Þegar sagt er að eitthvað sé fyrir alla í þessari óopinberu höfúðborg Bandaríkj- Að fara í skoðunarferð um New York í svona hestakerru er sérlega skemmtilegt, að ekki sé talað um afslappandi. anna á það ekki síst við um matargerð, það eina sem vefst fyrir manni í því sambandi er að gefa fólki góð ráð um hvaða veitinga- staði á að sækja heim vegna fjölda þeirra og lygilega jafnra gæða. Þó er þjóðráð að kaupa vikublaðið New York sem birtir í hverju tölublaði lista yfir veitingahús sam- kvæmt hverfum og tekur fram sérkenni hvers og eins, hvaða greiðslukortum þau taka við og hvort kraflst er einhvers sér- staks klæðnaðar, auk þess að gefa vísbend- ingu um verðlagið. Ég nefni þó tvo nýlega matstaði, Sfúzzi, á 58 West 65. götu (sími 873-3700) rétt hjá Lincoln Center, sé fólk á leiðinni í Óperuna, en hann er nýr tískustaður hinna einhleypu á uppleið sem flykkjast þangað inn er kvölda og skyggja fer í sérhannaðar pizzur, t.d. með grilluðum laxi (hljómar skringilega, bragðast vel) og drykki. Sé fólk með börn með sér, mæli ég með Mickey Mantle’s á númer 42 Central Park South (sími 688-7777). Þar geta börnin horft á íþróttaþætti á meðan þau háma í sig hamborgara og það þarf ekki að hlekkja þau við borðið ef þau fá ís með sósu á eftir. ur dansa, tónlistin er rapp og stemmningin er með afbrigðum skemmtileg. Á Chevy’s er næstum því pottþétt stuð en þar er eingöngu spiluð rokktónlist frá sjötta og sjöunda áratugnum. Chevy’s er á 27 West 20. götu (sími 924-0205), þeir taka við greiðslukortum og þar er opið til fjögur um helgar. Enn er margt ótalið og verður að bíða; söfnin í New York eru dýrgripir sem verð- skulda umfjöllun, hverfi á borð við Village, Soho og Chinatown sömuleiðis, ferð upp í Cloisters og leikhúslífið „Off Broadway." Við ljúkum ferðinni eins og við hófúm hana, í Flugleiðavél. Þó að þessari grein sé engan veginn ætlað að vera auglýsing fyrir það annars ágæta félag, þá verður að segj- ast að alltaf er jafn gott að ferðast með ís- lenskum flugfreyjum, greiðviknum og málefnalegum. Þær fá stjörnu. Leyniklúbbur sem vikulega færist um set Af næturklúbbum er ekki hægt að kom- ast hjá því að nefna hinn sérkennilega Payday, en ekki er þó heiglum hent að flnna hann; þar eð hann er ólöglegur er heimilisfangið ekki gefið upp, og hann flyt- ur sig um set allt að því vikulega. Payday hefúr verið starfræktur í eitt ár og starf- semin er rekin á útborgunardögum, þ.e.a.s. föstudagskvöldum. Skröllin eru haldin í auðu og yfirgefnu húsnæði og til þess að komast að því hvar Payday verður það kvöldið verður maður að þekkja mann sem þekkir mann, en við íslendingar erum jú einmitt sérfræðingar í þeim efnum. Þarna kemur hver klæddur eins og honum sýnist og þess gerist engin þörf að dubba sig upp í neinn glansgalla eins og á Studio 54 forðum. Fólk kemur til að dansa og aft- Ungur ferðalangur í New York getur far- ið i dýragarðinn og sirkus. Á eftir er um óteljandi staði að ræða til að fá sér í gogginn, fyrir utan alla matarvagnana sem eru á nærri hverju götuhomi. 9. TBL. 1989 VIKAN 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.