Vikan


Vikan - 04.05.1989, Blaðsíða 39

Vikan - 04.05.1989, Blaðsíða 39
LEIKLI5T Bæði Hlhlökkun og kvíði - segja leikaraefnin í útskriffarhópi Leiklistarskólans TEXTI: GUÐNÝ DÓRA GESTSDÓTTIR MYNDIR: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON Lokaverkefni Nemendaleikhúss- ins að þessu sinni heitir „Hund- heppinn“ og er eftir Ólaf Hauk Sím- onarson. Þetta er þriðja verkið sem þessi hópur stendur að. Alls eru nemendur Nemendaleikhússins átta talsins, 5 stelpur og 3 strákar. Þau Bára Magnúsdóttir, Christine Carr, Elva Ósk Ólafsdóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Ólafur Guðmundsson, Sigurþór Albert Heimisson, Steinn Ármann Magnússon og Steinunn Ólafsdóttir. Við hittumst öll í eldhúsinu í Lindarbæ þegar æfingar stóðu yfir á verkinu. Þessum verðandi leikurum lá mikið á hjarta. Allir höfðu mikið til málanna að leggja. — Um hvað fjallar leikritið? „Það er um ungan mann, Ara að nafni. Við fylgjumst með honum frá 9 ára aldri. Þetta er eiginlega dæmigerður íslending- ur. Hann byrjar á föstu, trúlofast, fer í sagn- ffæði í Háskólanum byrjar að vinna á út- varpsstöð, vinnur í pabbafyrirtæki. í gegn- um lífshlaup Ara fáum við grátbroslegar og jafhvel kaldhæðnislegar myndir af samfé- lagi okkar nú. Þema verksins er eiginlega: Þekktu sjálfan þig.“ — Er leikritið skrifað sérstaklega íyrir þennan hóp? „Kannski ekki sérstaklega fyrir okkur, en fyrir átta leikara. Hlutverkin eru t.a.m. ekki öll jafn stór. Það er í rauninni erfitt að skrifa leikrit beinlínis fyrir hvern og einn nemanda. Það sem skiptir máli er að leikritið sé gott og þá eru allir sáttir jafnvel þó hlutverkin séu misstór." — Nú tekur alvara lífsins við í vor, þegar þið útskrifist og hvað tekur þá við? „Það er náttúrlega númer eitt að kaupa sér bíl og farsíma því við komum til með að hafa svo mikið að gera. Sífelldur þeyt- ingur niður í útvarp, upp á Stöð 2, leik- stýra í Menntaskólanum og svo taka nátt- úrlega rullurnar í leikhúsunum sinn tíma.“ Þetta fannst þeim hlægilegt því kaldur veruleikinn er langt ffá því að vera svona. Þau halda áfram: „Nei, ætli við verðum ekki atvinnulaus næstu árin eins og svo margir sem lokið hafa leiklistarnámi." Þá sagði einhver: „Nú, þá fer maður bara í bakarann, er eitthvað að því?“ — En hvernig leggst þetta í ykkur í al- vöru? „Það er náttúrlega viss kvíði í okkur, en einhver tilhlökkun líka. Það má eiginlega segja að við stöndum á krossgötum, en vit- um bara ekki í hvaða átt við komum til með að fara. Óvissan er óþægileg. Auðvit- að langar okkur öll til að leika sem mest. Við verðum bara að halda í vonina um að einhver vilji okkur. Það er sorglegt að vita til þess að það er mikið af fantagóðum leikurum sem ganga um atvinnulausir. Það sem við verðum að gera er að sækja um í leikhúsunum og láta leikstjóra vita af okkur; að við séum til. Við erum nefnilega öll alveg rosalega góðir leikarar," segja þau hlæjandi. — Hvað er góður leikari? „Góður leikari?" Þau hugsa sig um. „Hann þarf að hafa til að bera ákveðna hógværð, góða hlustun og yfirsýn. Eitt- hvert streymi. Hann þarf líka að vera mót- tækilegur og tilbúinn að bæta sífellt við sig. Hann verður að gæta þess að staðna ekki. Það er nefhilega viss hætta á því þeg- ar fólk lendir í því að fá ekkert að gera. Að- stæður geta orðið þannig. Góður Ieikari verður líka að búa yfir tækni. Tæknin þroskar mann og gerir mann hæfari til að fást við hlutina." — En hvað haldið þið að ráði því hverjir fá vinnu og hverjir ekki? „Leikstjórar hafa mikið um það að segja. Þeir velja fólk sem þeim líst vel á og sem þeir treysta. Það fer oft eftir útliti. Þeir leita að einhverri típu, en ekki mann- eskju." Hópurinn var greinilega ekki alveg sáttur við þessar starfsaðferðir leikstjóra. Einhver sagði: ,Já, maður er orðinn ansi leiður á þessari „Ungffú ísland típu“. Til- hneigingin er sú að leikarar festast í ákveðnum karakterum t.d. töffaranum eða í grínaranum. Þannig að það getur verið mjög erfitt að rífa sig út úr þeirri írnynd." Þeim var mikið niðri fyrir og skoðanir voru skiptar á þessu máli. .Auðvitað eru leikstjórar misjafhir, við getum ekki dæmt alla línuna." Nú þurffu þau að rjúka því æfing var að hefjast. Sjálfsagt hefðum við getað spjallað miklu lengur saman, en skyldan kallar. Leikstjóri lokaverkefnis Nemenda- leikhússins er Pétur Einarsson, Ólafur Örn Thoroddsen sér um alla tæknivinnu, Guð- rún Sigríður Haraldsdóttir sér um leik- mynd og búninga og aðstoðarmaður hennar er Þórunn Sveinsdóttir. Auk þess aðstoða annar og þriðji bekkur Leiklistar- skólans við uppfærslu sýningarinnar. □
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.