Vikan


Vikan - 04.05.1989, Blaðsíða 9

Vikan - 04.05.1989, Blaðsíða 9
A Lúdósextett á hestbaki 1962. Á myndinni eru, £rá vinstri, Sigurður Þórarinsson, Ólafur Gunnarsson, Hans Kragh, Stefán, Amtýr Moon og Hans Jensson. Stefán kom fyrst frarn opinberlega á skóiaballi með SAS tríóinu. Sigurður EUsson prentari er lengst til vinstri, Stefán í miðið og sá þriðji er Ásbjöm Egilsson, sem í dag er framkvæmdastjóri Laugavegssamtakanna. Hann stundaði kaupmennsku við Grettisgötuna í Reykjavík um nokkurt skeið og síðar í Grindavík. TÓNLI5T andi á staðnum fyrri hluta vikunnar. Margir hneyksluðust á sjómönnunum fyrir að drekka vín í miðri viku og kölluðu þá alls kyns drykkjunöfhum. Þetta var ekki réttfátt þar sem þeir drukku ekki oftar en aðrir heldur voru þeir í landi, í fríi, og notuðu tækifærið til að fara út að skemmta sér líkt og aðrir gerðu um helgar. Oftar en ekki var það líka svo að fólk sem hafði verið á Röðli eða öðrum vínveitingastöðum þar sem opið var til hálftólf á kvöldin kom yfir í Þórskaffi en þar var ætíð opið til eitt á þess- um tíma.“ Landgönguliðið mætti og allt logaði í slagsmálum — Fylgdu slagsmál pelafylliríunum? „Nei, ekkert frekar. Það var oft ótrúlegt fjör innandyra en slagsmál voru ekki tíð. En þau komu þó auðvitað fyrir annað slagið. Á mínum þrjátíu ára ferli í skemmtanabrans- anum man ég eiginlega aðeins eftir einum alvarlegum slagsmálum og þau voru raunar hrikaleg. Með því allra versta sem hægt er að hugsa sér. Þetta var á miðvikudagskvöldi en Varnarliðsmenn af Keflavíkurflugvelli fjölmenntu ævinlega í Þórskafii á þessum kvöldum. Miðvikudagskvöldin voru einu kvöldin sem þeir máttu vera ffameftir á kvöldin í höfuðborginni. Ef ég man rétt átti landgönguliðið afmæli þennan miðvikudag og því var mikið um að vera í Þórskaffi þetta kvöld. En þegar Kanarnir í land- gönguliðinu mættu uppdubbaðir á staðinn voru þar fyrir Filippseyingar, eða Flippar eins og þeir voru alltaf kallaðir. Fljótlega logaði allt í slagsmálum. Stólar flugu um salinn, borð og glös brotnuðu. Þetta var eins og það gerist verst í bíómyndum. Við gátum forðað okkur af sviðinu. Það var svo ekki fyrr en fjölmennt lið lögreglunnar kom á staðinn sem ró færðist yfir. Það var mjög sjaldgæft að það væri læti en í þetta skipti urðu þau líka svo að um munaði." Olsen, Olsen — Lúdó og Stefán hafa gefið út fimm hljómplötur á ferlinum, tvær stórar og þrjár litlar. Á fyrstu stóru pfötunni var að finna lögin Átján rauðar rósir, Olsen, Olsen og Úti í garði, kartöflusönginn, en þessi lög hafa fylgt þeim félögum á dansleikjum í gegnum tíðina. — En hvaða lag telur Stefán sig hafa spil- að oftast allra laga? „Ég á mér í raun ekkert uppáhaldslag. En ég held að gamla Fats Domino lagið Jamb- alaya hafi fylgt mér lengst allra laga á dans- leikjum. Það er sívinsælt." Selur Benz á daginn — Stefán hefúr unnið hjá Benzumboðinu Ræsi síðastliðin tuttugu ár. Hann vann fyrst í varahlutaversluninni en síðan lá leiðin í sölumennskuna. Hann er því maðurinn sem syngur í vinsælli hljómsveit um helgar en selur milljónabílinn Benz á daginn. Ólík störf. Og þó. Viðfangsefnið er í báðum til- vikum fólk. — Hvor vinnan hvílir hina þegar um svo gjörólík störf er að ræða. Ólík störff félaganna — Félagar Stefáns í Lúdó eru menn sem vinna líka gjörólík störf. Berti Möller, gítar, hefúr verið í lögreglunni í áraraðir. Elfar Berg, hljómborð, er og hefúr verið kaup- maður í Hafharfirði þar sem hann hefúr rekið matvöruverslun. Arthur Moon, bassi, er annar eigenda Sjónvarpsmiðstöðvarinn- ar, Júlíus Sigurðsson, saxafónn, er pípu- lagningameistari og Stefán Jökulsson, trommur, er þekktur sem útvarpsmaður, lengst af sem morgunútvarpsmaður. Þessar kempur eru núna með fílinginn í góðu lagi um helgar í Þórskaffi eftir daglega amstrið í miðri viku. Tjúttið var allsráðandi Um það hvort það sé munur að skemmta landanum í dag eða fyrir 30 árum segir Stef- án að í gamla daga hafi tjúttið. verið allsráð- andi sem þýddi að danspör héldu hvort utan um annað í dansinum. „Síðan kom popptónlistin þar sem fólk dansaði sitt í hvoru lagi. Þá þurfiti enginn að kunna að dansa til að fara út á gólf. En mér sýnist tjúttið vera að koma aftur og fólk dansi miklu meira saman með því að halda hvort utan um annað í dansinum.“ Búið að teygja og toga rokknaffnið Að sögn Stefáns er rokkið uppáhaldstón- list hans. „Rokkið höfðar mest til mín. En ég get sagt eins og vinur minn Berti Möller sagði einhvern tímann: Það er búið að teygja og toga rokknafnið svo mikið að það er eiginlega flest kallað rokk. Það sem ég kalla rokk er eins og það var spilað á árun- um 1955 til 1965. Það er hið eina sanna rokk.“ Þrátt fyrir að saga Lúdó og Stefáns tengist hvað mest Þórskaffi fer því fjarri að hljóm- sveitin hafi ekki verið fastráðin á öðrum stöðum og jafnvel hliðarspor tekin þegar Lúdó hefúr legið í láginni. Þannig spiluðu Stefán og fleiri úr Lúdókjarnanum með hljómsveit Jóns Sigurðssonar, Jóns bassa, um hríð á Keflavíkurflugvelli. Og þegar sú hljómsveit hætti var Stefán og Lúdókjarn- inn í hljómsveit sem spilaði mikið á Vellin- um og kallaði sig Robots eða Vélmennin, Róbótar, eins og það útleggst á íslensku. Lúdókjarninn var líka fastráðinn í einka- samkvæmum í Átthagasal Hótels Sögu á tímabili. Þaðan lá leiðin aftur í Þðrskafii en undanfarin tíu ár hafa þeir Lúdómenn meira og minna spilað í lausamennsku hér og þar. Segja má að núna séu þeir komnfr heim aftur. Þú ánetjast spilamennskunni Og þeir eru svo sannarlega ekki að hætta þótt árin í spilamennskunni séu orðin þrjátíu. „Það hefur svo sem oft staðið til að hætta og sinna eingöngu þeirri vinnu sem við erum í á daginn. Sumir okkar hafa meira að segja gengið svo langt að selja hljóðfær- in. En það hefur ekki dugað til. Það er líka svo að ef þú byrjar einu sinni í spila- mennskunni, þá ánetjastu henni fyrir fullt og fast.“ 9.TBL. 1989 VIKAN 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.