Vikan


Vikan - 04.05.1989, Blaðsíða 51

Vikan - 04.05.1989, Blaðsíða 51
AF 5TR0NDUM Prjár fermingarveislur k eru að baki í sveitinni " án þess að maður fengi rönd við reist. Talsverð samkeppni ríkir á meðal fjölskyldna að afkvæmi þeirra meðtaki sinn kristin- dóm á viðeigandi hátt. Síðasta veislan var inni á Stóra-Krossi en fermingardrengurinn heimtaði af foreldrunum mat- arboð því hann er að safha fyr- ir utanlandsferð. Blessaður drengurinn fulsaði við pökk- um en það glaðnaði heldur yfir honum í hvert sinn sem hann fékk umslag með peningum í. Honum þótti víst heldur lítið til koma þegar hann opnaði umslagið frá okkur Boggu því að ég taldi að þúsundkall myndi nægja handa dreng sem ég hefði ekki einu sinni þekkt í sjón. Fermingardrengurinn stakk þúsundkallinum í veskið sitt en ég sá ekki að hann læsi á kortið sem ég hafði þó vandað míg við að skrifa á með tilheyr- andi heillaóskum. Líklega hef- ur honum fundist þetta smá- smugulega lítið því hann skáskaut á mig augunum rann- sakandi. Við Bogga fengum ekkert þakklætisbros eins og margir aðrir. Enda var Bogga búin að fjasa yfir því að ég væri nirfill og sagði margsinnis að það sæmdi ekki stöðu minni í sveitinni að gefa minna en aðrir. Mér fannst þetta bara fjandans nóg og var búinn að segja henni að ég hefði bara ekki efhi á því að gefa meira hvað sem hver segði. Bogga benti á að svona mat- ur myndi kosta á annað þús- und á mann á fínu hóteli fyrir sunnan og það væri lágmark að blessað barnið fengi sem svar- aði matarkostnaðinum. Mér fór að finnast eins og ég væri að borga aðgangseyri að veisl- unni. Hróbjartur Lúðvíksson skrifar úr sveitinni: Fermmgarveisl - ur og fjárútflát Félagar og leikbræður ferm- ingardrengsins hlupu til í hvert skipti sem gestir komu í dyragættina og réttu fram umslag. fieir biðu spenntir yfir því hve margir þúsundkallar væru í hverju umslagi. Utan- landsferðin var í húfi. Fatnaði og bókum var stafl- að á borð í ganginum. Ég sá skíðagalla fá fljóta afgreiðslu með alvarlegu þakklæti og var síðan fleygt á borðið. Biblían frá prestinum fór sömu leið. Það var fjöldi manns í þess- ari fermingarveislu svo að varla var þverfótað. Ég heyrði útundan mér að fermingar- drengurinn tilkynnti félögum sínum að hann væri búinn að fá fyrir farmiðanum til útlanda enda var hann giaðlegur á svipinn. Ýmsir góðbændur úr sveit- inni höfðu króað af prestinn og ég heyrði að umræðan snerist um sáluhjálp. Það vant- aði nú bara og ég sneri ffá og leitaði uppi annan samræðu- hóp. f hinu hominu á stofunni var Tóti á Nesi að þvarga um pólitík. Hann var á móti ríkis- stjórninni og býsnaðist yfir lágum uppbótum á landbúnað- arvömr og háu kaupi hjá opin- bemm starfsmönnum. Ég var ekki í skapi til að þvarga um pólitík enda var ég hálf miður mín og farinn að dauðsjá eftir því að hafa ekki látið tvo þús- undkalla í umslagið handa stráknum eins og Bogga vildi. Bogga gaf mér fast olnboga- skot og fhæsti út á milli saman- bitinna varanna að ég yrði áreiðanlega ekki kosinn í hreppsnefnd aftur því ég væri svo mikill grútur. Það vissu nú þegar allir í sveitinni, sagði hún. Ég var víst ekki beint glað- legur í þessari fermingarveislu og hrökklaðist með kaffiboll- ann og kökubitann inn í hliðar- herbergi sem var uppbúið barnakames. Þar vom engir inni. Bogga settist í hitt hornið og sagði ekki mikið. Ég var víst blóraböggull þessa dags. Boggu fannst að hinar frúrnar í stjóm kvenfélagsins forðuðust sig og kenndi mér um því hún taldi að allir hlytu að vita hvað ég væri mikil nánös. Við sáum lítið af gestgjöfun- um enda vom þeir uppteknir við að snúast í kringum prest- inn og bættu oft kaffi í bollann hjá honum þó hann segði „nei takk“ í hvert skipti. Ég var víst alveg búinn að eyðileggja daginn fyrir Boggu minni enda lét hún mig óspart finna fyrir því. Bogga þagði alla leiðina heim í jeppanum. Ég var líka í þungum þönkum og hugsaði um fermingarnar og kristin- dóminn eins og hæfði alvar- lega þenkjandi manni. Ég hug- leiddi hvort skyldi vera ferm- ingarbarninu minnisstæðara athöfnin í kirkjunni eða veislu- höldin og afraksturinn. En lík- lega er þetta allt bráðnauðsyn- legt fyrir kristnina í landinu. Mér varð einnig hugsað til þess ef framkoma mín og að- gætni í peningamálum yrði til þess að pólitísk velgegni mín í sveitarstjórnarmálum biði vemlegan hnekki - og það allt út af fermingargjöf. Mér finnst nú fjandi hart ef mannvirðing- ar eiga að mælast í örlátum peningagjöfum til fermingar- barna. Þá held ég bara að ég gefi skit í hreppsnefhdina. Ég var alinn upp við að passa upp á peningana. Sparsemi var talin dyggð í mínu ungdæmi. Bogga skyldi þó aldrei hafa haft á réttu að standa. Mér varð hugsað til þess að valt er ver- aldargengi. 9. TBL. 1989 VIKAN 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.