Vikan


Vikan - 04.05.1989, Blaðsíða 60

Vikan - 04.05.1989, Blaðsíða 60
FERÐAL0C5 FLO-JO Frh. af bls. 56 sannar tilfinningar. Og hún lét líka stjórn- ast af tilflnningunum þegar hún faðmaði og kyssti eiginmanninn A1 áður en hún hljóp af stað með bandaríska þjóðfánann um leikvanginn. Andleg og líkamleg þjálfun Á blaðamannafúndi efitir sigurinn út- skýrði hún þann aga sem lægi að baki vel- gengni sinni: „Það er aðeins eitt sem skýrir velgengni mína — ég hef æft af miklu kappi, betur en ég hef gert nokkru sinni áður. Þetta er ekki síður andleg en líkamleg þjálfun, því það verður að undirbúa sig í öllum skilningi. Það eina sem ég lagði áherslu á var að byrja vel og hlaupa á af- slappaðan hátt, án þess að þurfa að hafa áhyggjur af að slá met. Á ólympíuleikun- um keppa menn til að vinna, ekki til að setja met.“ Keppinautar Flo-Jo dá hana mjög. Silfúrverðlaunahafinn í Los Angeles, Evelyn Ashford, sem var í öðru sæti á eftir Florence í Seoul segir: ,Aðeins karlmaður getur hlaupið hraðar en Flo-Jo. Hraði hennar er ótrúlegur. Endaspretturinn var ekki mjög góður hjá mér en ég hef sætt mig við það því ég hef átt við það vanda- mál að stríða í 13 ár.“ Þótt Florence sé líkt við karlmann í hlaupinu þá er hún mjög kvenleg, tilfinn- inganæm og hefur mjög gaman af að vera heima hjá sér. „Samband mitt við eiginmann minn A1 er mér mjög mikilsvert. Hann skilur að við getum ekki lifað venjulegu lífi af því að hann er líka íþróttamaður. Eftir að hafa æft allan daginn fæ ég fagmannlegt nudd og við ræðum framför mína. Ég þarf mjög mikið á því að halda að geta talað við ein- hvem sem skilur hvað um er að ræða.“ Flo-Jo segist fara með bænirnar sínar fýrir hvert hlaup og að örlögin hafi verið henni hliðholl fram að þessu. Þegar rætt er um hvað bíði hennar eftir að íþróttaferlin- um lýkur, segir hún: „Það er margt annað sem ég hef áhuga á. Ég yrki og ég hef þegar skrifað 10 barnabækur um persónu sem heitir Barry og er sífellt að koma sér í klípu. Nú er ég að vinna að ástarsögu sem er um tvær persónur sem verða ástfangnar o.s.frv... Að sjálfsögðu endar allt vel...“ Hrifin af Diönu Ross Ef Florence Griffith ætti að velja ein- hvern til að hafa viðtal við, yrði söngkonan Diana Ross án efa fyrir valinu. „Ég er mjög hrifin af tónlist hennar og ekki síst boð- skapnum í textunum. Mér finnst stórkost- Iegt hvernig henni tekst að tjá tilfinningar sínar, bæði ást og sorg.“ Flo-Jo viðurkennir fúslega að hún sé ekki döpur manneskja að eðlisfari, þó seg- ist hún hafa fengið að kynnast sorginni. „Ég notfæri mér þessa reynslu í skrifúm mínum,“ segir hún. Það er þó varla hægt að segja annað en að hún sé nú á hápunkti lífsins, með gullverðlaun í fórum sínum og eftir að hafa lagt heiminn að fótum sér. HOTELHEIMILI I ENGLANDI TEXTI: SIGRÚN HARÐARDÓTTIR IDorset héraði í Englandi hafa hjónin Bryan og Elisabeth Ferriss endurvak- ið gamla enska hefð, sem íslendingar hafa m.a. kynnst í Agatha Christie bókum, „the House Party“. Heldra fólk bauð ósjaldan vinum og kunningjum heim til sín á sveitasetrin, og vegna fjarlægðanna gistu þeir á heimilinu um helgina. Maiden Newton House í Dorset heitir þetta nýstárlega hótel. Það hefur sex svefnherbergi og hýsir tiu manns. Vinir og ^ölskyldur hafa því kjörin stað til þess að GISTIHEIMILI í FRAKKLANDI Fyrir ferðalanga sem ætla að aka um Frakkland í sumar er upplagt að gista á „Logis“ eða „Auberge", sem eru gistiheimili. Það eru meira en 5000 slík gistiheimli um allt Frakkland. Þá er garnan að sækja heim Limousin héraðið í hjarta Frakklands. Limousin liggur í Dor- dogne dalnum sem einkennist af granít- hæðum og kastaníuskógum, stöðuvötnum og árgiljum. í smáþorpunum eru hefð- bundnar hátíðir og útimarkaðir, en Limoges, höfuðborg héraðsins er þekkt fýrir postulín. Gisting á „Logis" er mjög ódýr, og nóg er að skoða á hestbaki, á hjóli eða á göngu, og gaman að renna fyrir fisk. njóta samvistar í fallegu umhverfi. Máltíð- arnar, þar á meðal fjórréttaður kvöldmatur á degi hverjum, eru lagðar „en famille" á stóra borðstofuborðið, rétt eins og væri um stóra fjölskyldu að ræða. Drykkina fær maður sér sjálftir, og gestum er frjálst að nota bókaherbergið, flygilinn, leikina og hljómplöturnar á staðnum. Héraðið býður auk þess upp á fjölda tækifæra til útivistar. Verðið er 550 pund á dag fyrir allt húsið og þá er allt innifalið nema hádegisverður og drykkir. Þeir sem áhuga hafa geta feng- ið fleiri upplýsingar hjá Ferris hjónunum í síma (0)300-20336. 58 VIKAN 9. TBL. 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.