Vikan


Vikan - 04.05.1989, Blaðsíða 27

Vikan - 04.05.1989, Blaðsíða 27
Nemendum Sigurðar gengur vanalega afburða vel á íslandsniótinu í dansi. í ár hrepptu nemendur hans 26 fyrstu verðlaunin af 52. Þessi mynd er af vinningsliði hans árið 1987. Gfys og skraulegir búningar lyfta dansinum á hærra plan, segir Sigurður. Undantekning ef fólk getur ekki lægt að dansa „Tómstundir fyrir utan dansinn eru ekki til. Eins og ég sagði áðan þá kenni ég alla daga vikunnar og annað kemst ekki að. Auk þess er minn vinnudagur að byrja þegar annarra lýkur og fyrri hluta dags er ég yfirleitt að útrétta eða stússa í kringum dansinn. Dansinn er mjög krefjandi starf og ef þú ætlar að ná árangri verður þú að gefa heilmikið af sjálfúm þér. Ég er oft eins og sprungin blaðra þegar kennsludegi er lok- ið svo ekki sé meira sagt. Það er hægt að kenna án þess að gefa af sér og sýna nem- endum áhuga en þá er líka lítill sem eng- inn árangur. Fólk finnur hvort kennari hef- ur áhuga á því sem hann er að gera, það er ekki nóg að hafa bara áhuga á sjálfúm sér. Það er undantekning ef fólk getur ekki lært að dansa. Það þarf auðvitað mislangan tíma og fólk hefur mismikla hæfileika en það geta allir, held ég, orðið danshæfir. Það er einmitt það sem ég byrja á að gera þegar fólk kemur til mín og ég legg hvað mest uppúr því að fólk nái góðri tækni, því það er algjör undirstaða. Mér þykir verst að það skuli ekki vera neinir staðir af viti fyrir þetta fólk til að koma saman og æfa sig. Og svo vill það oft vera svo að ef einn I skóli stendur fyrir dansleik þá mætir eng- inn frá öðrum skólum vegna þess hve mórallinn er lélegur. Og ég sem hélt að fólk væri að gera þetta sér til ánægju. Það er að mínu viti mikið atriði að vera léttur og jákvæður, reyna að fá nemendur til að skapa þægilegt andrúmsloft og láta þá hafa gaman af þessu. Fólk er oft mjög stressað þegar það er að byrja og sérstak- lega þó karlmenn. En ég verð að viður- kenna það að þeir hafa mikið opnast undanfarin ár og yngra fólk er einnig að taka við sér. Hér áður fyrr voru það svo til eingöngu börn og fúllorðið fólk sem stundaði samkvæmisdansa en nú er breiddin orðin miklu meiri. Allt mjakast þetta hægt og sígandi uppá við. Ég má vel við una eins og staðan er í dag. Mér hefúr tekist með góðri hjálp að ná góðum árangri og byggt upp góðan dansskóla og það með því að láta verkin tala en ekki með auglýsingaskrumi." Við sitjum inni á skrifetofú hans í Auð- brekkunni en fyrir utan eru kennarar og nemendur í óða önn því engan tíma má missa og sí og æ er verið að opna dyrnar og biðja Sigga um að redda hinu og þessu. Rétt áður en spjalli okkar lýkur kemur til hans ungur nemandi, réttir honum páska- egg og páskaliljur og óskar honum gleði- legra páska. Það segir nú nokkuð. □ jennifer Ames Á AFVIKNUM Hann lýsti í kring með sínu vasaljósi. Þama vom fót- spor altt um kring og virt- ust ný. Ein spor frá veggnum að Ijósinu en síðan mörk í kringum það og loks tvenn spor milli vasa- Ijóssins og kvíslarinnar, sem þama var skammt frá. Hugh rakti sporin. Þau enduðú í mikilli upp- rótaðrí leðju á kvíslarbakkanum. Hann lýsti niður í kvíslina og stirðnaði upp. Leigh liðþjálfi lá upp í loft á botninum á kvíslinni. Hann var dauður. Höfuðkúpan hafði verið moluð öðru megin af þungu höggi. BÓKAÚTGÁFAN raudskinna Raudskinna Sími: 651099 9. TBL.1989 VIKAN 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.