Vikan


Vikan - 04.05.1989, Blaðsíða 42

Vikan - 04.05.1989, Blaðsíða 42
5MA5AC5A Pað var gefið mál, að kona eins og k Sally Prentice mundi fyrr eða * síðar birtast í rólegu og reglu- sömu lífi Antonys Blackstones. Það var ekkert nema tímaspursmál. Það voru fáir sem höfðu eins mikla þörf fyrir hress- andi lost og hann. En það hafði hann sjálf- ur auðvitað ekki hugmynd um. Antony gat sagt nákvæmlega fyrir, hvað hann mundi gera á hverri stund dagsins. Það höfðu frænkur hans, Charlotta og Sop- hia, séð um. Þær höfðu nefhilega alið hann upp. Nú var Antony orðinn þrjátíu ára, hár, dökkhærður og laglegur, góður við gamlar konur, smábörn og álíka spennandi og hörð brauðskorpa. Það hefði verið þörf fyrir konu eins og Sally í lífi hans mörgum árum fyrr. Án þess að renna grun í, að þýðingar- mesta augnablik lífs hans væri í nánd, opn- aði hann hurðina að leiguhúsinu, þar sem hann hafði búið frá því hann fór frá Sel- mouth og frænkunum. Hann hélt á skjala- töskunni í annarri hendi og regnhlífinni í hinni og algjör lognmolla ríkti í huga hans. Hann lokaði vandlega hurðinni á eftir sér og sneri sér við til að fara upp stigann að íbúðinni á annarri hæð. Á sömu stundu kom Sally Prentice þjót- andi fyrir bogann á stiganum, í peysu og víðu pilsi, í háhæluðum skóm. Hún hrasaði í fjórðu tröppu ofan frá og valt niður það sem eftir var stigans. Hlægilega lítil taska og stór hlaði af vikublöðum þeyttist í allar áttir og lenti á gólfinu fyrir framan fætur hans og Sally lenti beint í fanginu á honum. Þar sem Antony var einn metri og átta- tíu og fimm sm á sokkaleistunum og hafði vel útilátna vöðva á réttum stöðum, og Sally var grönn stúlka, tæplega einn og sextíu á hæð, var engin hætta á að hann Róleg prýdd slasaðist við áreksturinn. Hann steig að- eins eitt skref aftur á bak, þandi vöðvana og þrýsti ungu stúlkunni að breiðum barmi sínum. Stutta, örlagaþrungna stund hélt hann henni í faðmi sínum, en svo reif hún sig lausa og féll á kné fyrir framan hann og kallaði eyðilögð: Æ, nei, æ nei! Antony stóð eins og negldur við gólfið, umvafinn sætum rósailmi, og starði ffá sér numinn á gyllta lokka og töfrandi hnakka, sem minnti hann á nýþvegið ungbarn. — Þetta var hræðilegt, hélt þessi óham- ingjusama rödd áfram. — Öll blöðin mín og taskan... Frú Mortimer, forstöðukona leiguhúss- ins kom út úr skrifstofu sinni. - Fröken Prentice, hvað hefúr komið fyrir? Nu var Antony orðinn þrjátíu ára, hár dökkhærður og laglegur, og góður við gamlar konur, smábörn og álíka spennandi og hörð brauðskorpa. — Ég hrasaði í stiganum, svaraði Sally hratt — og þessi herra tók á móti mér. Hún brosti sólskinsbrosi til Antonys og hann sundlaði. — Og ég, sem var með þrjá vara- liti og tvær púðurdósir, héft hún móð áfram, — en það fór auðvitað allt úr tösk- unni minni. Ég hafði auðvitað gleymt að loka henni. — Fröken Prentice, sagði frú Mortimer kuldalega, — þetta er herra Blackstone, einn af elstu leigendunum okkar. Hún sneri sér að Antony með afsökunarsvip. — Fröken Prentice, útskýrði hún, — er nýflutt hér inn. Hún býr á fýrstu hæð. Fröken Prentice er listamaður. Sally brosti aftur til Antonys. - Ég teikna myndir með smásögum. Það er ákaflega skemmtilegt... Henni varð litið á stóru klukkuna yfir öxl Antonys. — Drottinn minn dýri! Er klukkan orðin svona margt? Ég verð að þjóta. Ég biðst innilega afsök- unar á þessu. Bless! Hún hvarf út úr ganginum með blöðin í annarri hendi og sveiflaði töskunni með hinni. Antony gekk hægt upp stigann að íbúð sinni. Þegar hann var kominn inn, hallaði hann sér upp að veggnum og dró djúpt andann. Þannig gekk þetta fyrir sig, hugs- aði hann. Eins og þruma úr heiðskíru lofti. Maður opnaði hurð og þar var hún — h ú n, sú eina. Hún var sjálfsagt að fara út með einhverjum öðrum manni. Og hér stóð hann og gerði ekki einu sinni tilraun til að hindra það. Hann var kominn hálfa leið niður stigann, þegar heilbrigð skynsemi fékk aft- ur yfirhöndina. Þetta var ekki rétti tíminn til að hlaupa á eftir fröken Prentice og segja henni, að hún væri eina konan í lífi hans. Hægt gekk hann aftur inn til sín, sett- ist í besta stólinn sinn og reyndi að hugsa skýrt. Honum varð skyndilega ljóst, að hann hafði ekki sagt orð við hana. Það fyrsta, sem hann varð að gera á morgun, var að kynnast henni nánar. Hann fór á fætur í grárri morgunskím- unni, læddist niður stigann og las á nafh- spjaldið á dyrunum hjá henni. Sally, hugsaði hann í leiðslu. Það var miklu fallegra nafn en t.d. Sophia eða Charlotta... Hann læddist varlega upp stigann aftur og byrjaði eins og í draumi að steikja sér egg. En allt í einu hrökk hann upp við högg frá hæðinni fýrir neðan, hæðinni, sem Sally bjó á. Antony gaf sér rétt tíma til að slökkva á suðuplötunni áður en hann þaut niður stigann. Hann stansaði fyrir utan dyrnar hjá Sally. Það heyrðist ekkert hljóð innan ffá. Hann ýtti varlega á dyrnar og fann að þær voru ekki læstar og gekk inn. Þarna sat Sally á miðju gólfi starði illilega á einhvern hlut, sem minnti á körfú úti i einu horn- inu. Hún hafði augsýnilega verið að reyna að festa þetta á rafmagnsperuna í loftinu. — Ég er búin að eyðileggja gamla skerminn, sagði Sally hálfgrátandi, — og mér tekst ekki að festa þann nýja á, sem ég keypti. Frú Mortimer verður bálill. — I.eyfið mér að hjálpa yður, sagði Ant- ony fljótt. Hann hljóp til hennar og hjálp- aði henni að standa á fætur. Síðan teygði hann sig upp og festi nýja lampaskerminn, og dyggðum eiginkona 40 VIKAN 9. TBL. 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.