Vikan


Vikan - 04.05.1989, Blaðsíða 38

Vikan - 04.05.1989, Blaðsíða 38
Hvað gerðist Guðlaug Maria Bjamadóttir i hlutverki Isabellu. Endurminningar konu sem lifði af hörmungarnar í útrýmingarbúðum nasista í Auschwitz TEXTI: GUÐNÝ DÓRA GESTSDÓTTIR LJÓSM.: EIRÍKUR GUÐJÓNSSON „Hvað gerðist í gær?“ er heiti á nýju leikriti í þýðingu Guðrúnar Bachmann, sem Alþýðuleikhúsið sýnir í hlaðvarpanum, Vesturgötu 3. Leikritið byggir á endurminningum ungversks gyðings, Isabellu Leitner. Hún lifði af hörmungarnar í Auschwitz og var meðal þeirra fyrstu sem komust lífs af til Bandaríkjanna. Þá upplifði hún það að sögu hennar var ekki trúað. Það var svo ekki fyrr en þrjátíu árum síðar að hún treysti sér til að gefa endurminningar sínar út. Þar segir hún: „Hvert orð stendur fyrir þúsund önnur orð sem eru of sársaukafull til að lýsa.“ Isabella bjó ásamt fjölskyldu sinni í Kis- varda í Ungverjalandi þegar Hitler hernam landið. Öllum gyðingum var smalað saman og þeir fluttir í gripavögnum til Ausch- witz. í leikritinu rifjar Isabellaupp hvern- ig hún og systur hennar börðust við hungrið og dauðann. Systumar bundust samtökum og þannig tókst þeim að finna einhvem tilgang í lífinu. Þær höfðu að leiðarljósi það sem móðir þeirra hafði inn- rætt þeim, nefhilega „...að elska lífið og virða manneskjuna. Að hata aðeins eitt — stríð“. í stríðslok lentu Isabella og þrjár systur hennar í göngunni löngu í gegnum Þýska- land til Bergen - Belsen fangabúðanna. Á leiðinni tókst henni og tveimur systmm hennar að flýja. Nú býr Isabella í Banda- ríkjunum ásamt eiginmanni sínum og tveimur sonum. Hún ferðast um Bandarík- in og flytur fyrirlestra um vem sína í Auschwitz því henni finnst það vera skylda sína að opna augu fólks fyrir því sem þarna gerðist í þeirri von að svona hörmungar gerist ekki aftur. Guðlaug María Bjamadóttir fer með hlutverk Isabellu í leikritinu og er hún jafnffamt eini leikarinn í sýningunni. „Það segir í leikritinu að einsemdin sé kvala- fyllri en dauðinn. Ég segi nú ekki að ég deyi af þessu en það er náttúrlega erfitt að vera ein á sviðinu heila sýningu og vissum erfiðleikum háð að byggja upp samkennd með sjálfri sér, eins og maður er vanur að gera þegar maður hefur mótleikara. En Erla og Gerla em nú með mér á sýningum þannig að ég er ekki alveg ein.“ - Hvað hafið þið æft lengi? „Við höfúm verið með þetta í æfingu í 9 vikur og þar af fór mjög mikill tími í texta- lærdóm. Þegar bara er um einn leikara að ræða þá eru takmörk fyrir því hvað hægt er að þræla honum út og vegna þessa fer lengri tími í æfingar." Gerla er leikstjóri leikritsins „Hvað gerðist í gær?“ — Hvers vegna völduð þið þetta verk til sýninga? „Ég sá það fyrir þremur ámm á leiklist- arhátíð í Avignon í leikgerð Michael Scott, sem leikstýrði „Ellu“ og Egg leikhúsið sýndi á sínum tíma. Mér fannst leikritið mjög gott og við notum að miklum hluta texta sem Michael Scott valdi, en bætum líka inn í og tökum örlítið út. í rauninni ætluðum við að vera búin að setja það upp fýrir löngu. Við Viðar Eggertsson, leikari og leikstjóri, sóttum tvisvar sinnum um styrk til Leiklistarráðs til að setja leikritið upp, en hafnað. Leiklistarráð hefúr nefúilega sett sér þær reglur að hver mað- ur verði að gegna sínu hefðbundna hlut- verki. Ég ætlaði að leikstýra en Viðar að gera leikmynd. Við ætluðum sem sagt að prófa að skipta um hlutverk svona einu sinni. Svo var það í vetur að stjórn Alþýðu- leikhússins samþykkti að taka verkið til sýninga. — Þú ert myndlistarkona og leikmynda- hönnuður, en leikstýrir þessu verki. „Það hafa margir furðað sig á því hvers vegna ég sé að leikstýra. Ég er búin að vinna í leikhúsi í mörg ár sem leikmynda- teiknari og þekki vinnuna þar mjög vel. Leikhúsið er ekki bara texti, það er líka mynd þannig að leikstjórnin er ekki svo fjarri því sem ég hef verið að gera. Ég hef unnið talsvert mikið í gjörningum sem má segja að séu einhvers staðar mitt á milli leikhússins og myndlistarinnar. Þetta er ofboðslega skemmtileg vinna. Mér finnst ég bara vera að mála mynd — legg grunn- liti, blanda rauðu eða gráu í hverja og eina senu, þannig að úr verður heilleg mynd.“ Kemur eitthvað í þessu verki okkur við í dag? „Þetta verk á erindi til okkar nú. Það segir okkur hvernig við megum ekki koma ffam við meðbræður okkar. Við verðum að elska lífið og ekki hatast út í hvert annað. Endurminningar Isabellu eru dæmigert kvennaverk. Við fáum öðruvísi sjónarhom á hörmungarnar í Þýskalandi en það sem við þekkjum úr kvikmyndum og bókum. Sjónarhorn mannúðar, ástar og trúar á lífið. Það sem er gegnumgangandi í verkinu er mjög sterkt samband Isabellu við móður sína sem dó daginn eftir að fjöl- skyldan kom til Auschwitz. Hún er allan tímann að heiðra minningu móður sinnar sem hafði innrætt henni þá fallegu lífs- speki sem fram kemur í verkinu." Auk Gerlu og Guðlaugar Maríu Bjarna- dóttur standa að sýningunni Lárus H. Grímsson sem samdi tónlist, Viðar Egg- ertsson gerði leikmynd, EgiU Örn Árnason annaðist lýsingu og aðstoðarmaður leik- stjóra er Erla B. Skúladóttir. Þess má geta að Alþýðuleikhúsið gefúr út bókina sem verkið byggir á. J 36 VIKAN 9.TBL. 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.