Vikan


Vikan - 04.05.1989, Blaðsíða 20

Vikan - 04.05.1989, Blaðsíða 20
Á FERÐINNI TEXTI: ÞÓRDlS BACHMANN Leggið New York ad fótum ylckar Um New York borg er gjarnan talað sem borgina þar sem enginn er óhultur fyrir morðingjum og ræn- ingjum. — En hér kynnistu hinni hlið- inni: New York borg barnanna og skemmtana. Borgin við Hudson flóann hefur fengið ýmis viðurnefni, þeirra á meðal „Borgin sem aldrei sefur“, en sjaldan er minnst á að New York er ein skemmtilegasta gönguborg Bandaríkjanna og þó víðar væri leitað. Þessi ævintýri sem hér verða rakin eiga sér því mörg hver stað á gönguför um heimsborgina sem er svo frábær að nefna verður hana tvisvar: New York, New York. Vegna þess að yngri aðili okkar mæðgin- anna er aðeins þriggja ára þótti þó ástæða til að taka með sér fararskjóta að heiman — regnhlífarkerru eina gráteinótta. Reyndist hún ómissandi hvert sem farið var og það þó ferðalangarnir íslensku notuðu sér hið skilvirka lesta- og strætisvagnakerfi borg- arinnar til fullnustu. Eins og margar aðrar góðar ferðir hófst þessi á Keflavíkurflugvelli í páskavikunni. Það reyndist vera óvenju mikill mótvindur á leiðinni vestur svo flugið, sem yfirleitt tekur um um fimm stundir, tók sex og hálfan tíma en gekk þó ævintýralega vel og stóð sá stutti sig með miklum sóma í sinni fyrstu flugferð. Við Katý í World Class áttum samleið og ákváðum því að taka leigubíl saman inn á Manhattan. Á hominu á Broadway og 96. Street kemur tötralegur betlari upp að bílnum þá er hann bíður eftir grænu ljósi og var leigubílstjórinn eldsnöggur að læsa öllum bílhurðunum. „Aumingja maður- inn,“ verður Katý á orði en leiðréttir sjálfa sig strax og bætir við, „Nei, ég ætti ekki að segja það. Við eigum aðeins eitt líf og ráð- um hvernig við lifúm þvt.“ Heimspekilega mælt, í anda Gestalt-meðferðarinnar sem byggir á því að hver og einn beri 100 prósent ábyrgð á vegferð sinni. Greinarhöfundur og sonurinn ungi á gangi um götur New York borgar vísu getur verið borg barnanna og þeirra gönguglöðu. — sem á sína 20 VIKAN 9. m. 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.