Vikan


Vikan - 04.05.1989, Page 20

Vikan - 04.05.1989, Page 20
Á FERÐINNI TEXTI: ÞÓRDlS BACHMANN Leggið New York ad fótum ylckar Um New York borg er gjarnan talað sem borgina þar sem enginn er óhultur fyrir morðingjum og ræn- ingjum. — En hér kynnistu hinni hlið- inni: New York borg barnanna og skemmtana. Borgin við Hudson flóann hefur fengið ýmis viðurnefni, þeirra á meðal „Borgin sem aldrei sefur“, en sjaldan er minnst á að New York er ein skemmtilegasta gönguborg Bandaríkjanna og þó víðar væri leitað. Þessi ævintýri sem hér verða rakin eiga sér því mörg hver stað á gönguför um heimsborgina sem er svo frábær að nefna verður hana tvisvar: New York, New York. Vegna þess að yngri aðili okkar mæðgin- anna er aðeins þriggja ára þótti þó ástæða til að taka með sér fararskjóta að heiman — regnhlífarkerru eina gráteinótta. Reyndist hún ómissandi hvert sem farið var og það þó ferðalangarnir íslensku notuðu sér hið skilvirka lesta- og strætisvagnakerfi borg- arinnar til fullnustu. Eins og margar aðrar góðar ferðir hófst þessi á Keflavíkurflugvelli í páskavikunni. Það reyndist vera óvenju mikill mótvindur á leiðinni vestur svo flugið, sem yfirleitt tekur um um fimm stundir, tók sex og hálfan tíma en gekk þó ævintýralega vel og stóð sá stutti sig með miklum sóma í sinni fyrstu flugferð. Við Katý í World Class áttum samleið og ákváðum því að taka leigubíl saman inn á Manhattan. Á hominu á Broadway og 96. Street kemur tötralegur betlari upp að bílnum þá er hann bíður eftir grænu ljósi og var leigubílstjórinn eldsnöggur að læsa öllum bílhurðunum. „Aumingja maður- inn,“ verður Katý á orði en leiðréttir sjálfa sig strax og bætir við, „Nei, ég ætti ekki að segja það. Við eigum aðeins eitt líf og ráð- um hvernig við lifúm þvt.“ Heimspekilega mælt, í anda Gestalt-meðferðarinnar sem byggir á því að hver og einn beri 100 prósent ábyrgð á vegferð sinni. Greinarhöfundur og sonurinn ungi á gangi um götur New York borgar vísu getur verið borg barnanna og þeirra gönguglöðu. — sem á sína 20 VIKAN 9. m. 1989

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.