Vikan


Vikan - 04.05.1989, Side 9

Vikan - 04.05.1989, Side 9
A Lúdósextett á hestbaki 1962. Á myndinni eru, £rá vinstri, Sigurður Þórarinsson, Ólafur Gunnarsson, Hans Kragh, Stefán, Amtýr Moon og Hans Jensson. Stefán kom fyrst frarn opinberlega á skóiaballi með SAS tríóinu. Sigurður EUsson prentari er lengst til vinstri, Stefán í miðið og sá þriðji er Ásbjöm Egilsson, sem í dag er framkvæmdastjóri Laugavegssamtakanna. Hann stundaði kaupmennsku við Grettisgötuna í Reykjavík um nokkurt skeið og síðar í Grindavík. TÓNLI5T andi á staðnum fyrri hluta vikunnar. Margir hneyksluðust á sjómönnunum fyrir að drekka vín í miðri viku og kölluðu þá alls kyns drykkjunöfhum. Þetta var ekki réttfátt þar sem þeir drukku ekki oftar en aðrir heldur voru þeir í landi, í fríi, og notuðu tækifærið til að fara út að skemmta sér líkt og aðrir gerðu um helgar. Oftar en ekki var það líka svo að fólk sem hafði verið á Röðli eða öðrum vínveitingastöðum þar sem opið var til hálftólf á kvöldin kom yfir í Þórskaffi en þar var ætíð opið til eitt á þess- um tíma.“ Landgönguliðið mætti og allt logaði í slagsmálum — Fylgdu slagsmál pelafylliríunum? „Nei, ekkert frekar. Það var oft ótrúlegt fjör innandyra en slagsmál voru ekki tíð. En þau komu þó auðvitað fyrir annað slagið. Á mínum þrjátíu ára ferli í skemmtanabrans- anum man ég eiginlega aðeins eftir einum alvarlegum slagsmálum og þau voru raunar hrikaleg. Með því allra versta sem hægt er að hugsa sér. Þetta var á miðvikudagskvöldi en Varnarliðsmenn af Keflavíkurflugvelli fjölmenntu ævinlega í Þórskafii á þessum kvöldum. Miðvikudagskvöldin voru einu kvöldin sem þeir máttu vera ffameftir á kvöldin í höfuðborginni. Ef ég man rétt átti landgönguliðið afmæli þennan miðvikudag og því var mikið um að vera í Þórskaffi þetta kvöld. En þegar Kanarnir í land- gönguliðinu mættu uppdubbaðir á staðinn voru þar fyrir Filippseyingar, eða Flippar eins og þeir voru alltaf kallaðir. Fljótlega logaði allt í slagsmálum. Stólar flugu um salinn, borð og glös brotnuðu. Þetta var eins og það gerist verst í bíómyndum. Við gátum forðað okkur af sviðinu. Það var svo ekki fyrr en fjölmennt lið lögreglunnar kom á staðinn sem ró færðist yfir. Það var mjög sjaldgæft að það væri læti en í þetta skipti urðu þau líka svo að um munaði." Olsen, Olsen — Lúdó og Stefán hafa gefið út fimm hljómplötur á ferlinum, tvær stórar og þrjár litlar. Á fyrstu stóru pfötunni var að finna lögin Átján rauðar rósir, Olsen, Olsen og Úti í garði, kartöflusönginn, en þessi lög hafa fylgt þeim félögum á dansleikjum í gegnum tíðina. — En hvaða lag telur Stefán sig hafa spil- að oftast allra laga? „Ég á mér í raun ekkert uppáhaldslag. En ég held að gamla Fats Domino lagið Jamb- alaya hafi fylgt mér lengst allra laga á dans- leikjum. Það er sívinsælt." Selur Benz á daginn — Stefán hefúr unnið hjá Benzumboðinu Ræsi síðastliðin tuttugu ár. Hann vann fyrst í varahlutaversluninni en síðan lá leiðin í sölumennskuna. Hann er því maðurinn sem syngur í vinsælli hljómsveit um helgar en selur milljónabílinn Benz á daginn. Ólík störf. Og þó. Viðfangsefnið er í báðum til- vikum fólk. — Hvor vinnan hvílir hina þegar um svo gjörólík störf er að ræða. Ólík störff félaganna — Félagar Stefáns í Lúdó eru menn sem vinna líka gjörólík störf. Berti Möller, gítar, hefúr verið í lögreglunni í áraraðir. Elfar Berg, hljómborð, er og hefúr verið kaup- maður í Hafharfirði þar sem hann hefúr rekið matvöruverslun. Arthur Moon, bassi, er annar eigenda Sjónvarpsmiðstöðvarinn- ar, Júlíus Sigurðsson, saxafónn, er pípu- lagningameistari og Stefán Jökulsson, trommur, er þekktur sem útvarpsmaður, lengst af sem morgunútvarpsmaður. Þessar kempur eru núna með fílinginn í góðu lagi um helgar í Þórskaffi eftir daglega amstrið í miðri viku. Tjúttið var allsráðandi Um það hvort það sé munur að skemmta landanum í dag eða fyrir 30 árum segir Stef- án að í gamla daga hafi tjúttið. verið allsráð- andi sem þýddi að danspör héldu hvort utan um annað í dansinum. „Síðan kom popptónlistin þar sem fólk dansaði sitt í hvoru lagi. Þá þurfiti enginn að kunna að dansa til að fara út á gólf. En mér sýnist tjúttið vera að koma aftur og fólk dansi miklu meira saman með því að halda hvort utan um annað í dansinum.“ Búið að teygja og toga rokknaffnið Að sögn Stefáns er rokkið uppáhaldstón- list hans. „Rokkið höfðar mest til mín. En ég get sagt eins og vinur minn Berti Möller sagði einhvern tímann: Það er búið að teygja og toga rokknafnið svo mikið að það er eiginlega flest kallað rokk. Það sem ég kalla rokk er eins og það var spilað á árun- um 1955 til 1965. Það er hið eina sanna rokk.“ Þrátt fyrir að saga Lúdó og Stefáns tengist hvað mest Þórskaffi fer því fjarri að hljóm- sveitin hafi ekki verið fastráðin á öðrum stöðum og jafnvel hliðarspor tekin þegar Lúdó hefúr legið í láginni. Þannig spiluðu Stefán og fleiri úr Lúdókjarnanum með hljómsveit Jóns Sigurðssonar, Jóns bassa, um hríð á Keflavíkurflugvelli. Og þegar sú hljómsveit hætti var Stefán og Lúdókjarn- inn í hljómsveit sem spilaði mikið á Vellin- um og kallaði sig Robots eða Vélmennin, Róbótar, eins og það útleggst á íslensku. Lúdókjarninn var líka fastráðinn í einka- samkvæmum í Átthagasal Hótels Sögu á tímabili. Þaðan lá leiðin aftur í Þðrskafii en undanfarin tíu ár hafa þeir Lúdómenn meira og minna spilað í lausamennsku hér og þar. Segja má að núna séu þeir komnfr heim aftur. Þú ánetjast spilamennskunni Og þeir eru svo sannarlega ekki að hætta þótt árin í spilamennskunni séu orðin þrjátíu. „Það hefur svo sem oft staðið til að hætta og sinna eingöngu þeirri vinnu sem við erum í á daginn. Sumir okkar hafa meira að segja gengið svo langt að selja hljóðfær- in. En það hefur ekki dugað til. Það er líka svo að ef þú byrjar einu sinni í spila- mennskunni, þá ánetjastu henni fyrir fullt og fast.“ 9.TBL. 1989 VIKAN 9

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.