Vikan - 05.10.1989, Page 20
nemi annað tungumál, þá annaðhvort
spænsku, þýsku eða ítölsku. Enska er ekki
kennd við skólann þar sem öll kennsla fer
fram á ensku. Önnur fög, sem kennd eru
við skólann, eru svo tölvufræði og hag-
fræði tengd ferðamálum, vélritun, telex-
notkun, skipulagning sérhópferða, þá til
dæmis ráðstefnuhópa, og svo að lokum
bókfærsla.
Skólagjöld við Hosta skólann voru um
21000 svissneskir frankar síðasta vetur en
innifalið í þeirri upphæð er vist á stúdenta-
garði, yfirleitt í tveggja manna herbergi,
og tvær máltíðir á dag. í Leysin er nokkuð
mikið um veitinga- og dansstaði og um-
hverfis bæinn eru mörg skíðasvæði. Höllu
fannst annars helsti ókosturinn við bæinn
vera hve lítið var við að vera að öðru leyti.
Hins vegar sagði hún bæjarstjórnina
standa í stórræðum þar sem verið væri að
reisa nýja íþróttahöll en sú gamla var
lokuð. Þá stendur til að endurreisa kvik-
myndahúsið þar sem það gamla brann.
Höllu líkaði námið í skólanum almennt
vel þó að sumu hefði verið ábótavant, til
dæmis var tölvukostur skólans fátæklegur
og því oft erfltt að fá aðgang að tölvu. Hins
vegar er verið að endurnýja hann um þess-
ar mundir og stendur til að auka kennslu í
þeim fræðum.
Samgöngur við Leysin eru ekki mjög
góðar og þeir sem ekki höfðu aðgang að
bíl lentu stundum í vandræðum þar sem
strætisvagnar og önnur samgöngutæki til
Leysin hætta að ganga klukkan tíu á
kvöldin. Annars sagði Halla bæinn mjög
fallegan sem og héraðið í kring. Skólinn er
mjög alþjóðlegur og nemendur flestir að-
komumenn og því kynnist fólk fljótt. Skól-
inn rekur dansstað sem opinn er einu
sinni í viku og þar hittast nemendur mjög
mikið.
Halla fór í þennan skóla með því hugar-
fari að afla sér menntunar til að geta starf-
að við ferðamál á íslandi, án þess þó að
þurfa að leggja hárgreiðsluna á hilluna því
að hún er henni alltaf mikið áhugamál.
Halla Hauksdóttir, fædd 23. júní 1961.
Ferðamálafræði, Hosta, Sviss.
Útskrifaðist úr Iðnskólanum í Hafnar-
firði sem hárgreiðslusveinn árið 1980.
MYND OG TEXTI:
ÞÓRDÍS E. ÁGÚSTSDÓTTIR
Halla Hauksdóttir hefur starfað
sem hárgreiðslumeistari á
höfuðborgarsvæðinu undanfar-
in ár, nú síðast á hárgreiðslu-
stofunni Salon Veh í Húsi verslunarinnar. í
fyrrahaust tók Halla sér frí frá störfum,
lagði land undir fót og hélt til Sviss til að
nema þar ferðamálafræði við Hosta Hotel
and Tourisme skólann (hótel- og ferða-
málaskólann Hosta).
Skólinn er í þorpinu Leysin sem er í
Ölpunum, í franska hlutanum á Sviss. Leys-
in er nálægt borgunum Lausanne, Montre-
ux og Genf. í þorpinu eru alls þrír skólar,
auk hótel- og ferðamálaskólans eru þar
tveir bandarískir skólar, American high
school og American college. í Leysin búa
aðeins tvö þúsund manns fýrir utan nem-
endur þessara þriggja skóla. Leysin er
gífurlegur ferðamannabær. Þar er skíða-
íþróttin mikið stunduð á veturna enda að-
stæður einstaklega hagstæðar til að stunda
þá íþrótt á þessum slóðum. Bærinn er í
1460 metra hæð yflr sjávarmáli og skíða-
lyftur um flmmtán talsins á um það bil sex-
tíu kílómetra breiðu skíðasvæði.
Hosta skólinn var stofiiaður árið 1959
og hefur alla tíð tekið á móti nemendum
hvaðanæva úr heiminum. Undanfarin ár
hafa numið að meðaltali tvö hundruð
nemendur við skólann. íslendingar hafa
sótt skólann talsvert undanfarin tvö ár og í
fyrra voru þar um tuttugu íslendingar við
nám. Inntökuskilyrði í skólann eru að hafa
náð átján ára aldri og hafa lokið að minnsta
kosti tveggja ára ffamhaldsnámi. Einnig er
nauðsynlegt að vera vel að sér í ensku þar
sem öll kennsla fer fram á ensku.
Nám í ferðamálafræði tekur eitt ár við
skólann, hins vegar tekur nám í hótel-
rekstrarfræði tvö ár. Námsskráin í ferða-
málafræði var samin af flug- og ferðamála-
fræðingum. Þetta er svokölluð IATAAJFT-
AA (International Air Transport Associat-
ion / Universal Federation of Travel
Agents Associations) námsskrá og er ætl-
uð til að búa nemendur skólans undir að
starfa sem ferðamálafulltrúar eða sölu-
menn en einnig ættu þeir er útskrifast frá
skólanum að geta starfað við flest störf
tengd ferðaþjónustu.
í lok skólaárs taka nemendur tvö próf.
Þeir taka próf sem gefur ferðamálaskírteini
frá skólanum og eins reyna þeir við annað
próf, svokallað alþjóðlegt ferðamálaráð-
gjafapróf. Skólaárið stendur yfir frá lokum
ágústmánaðar til loka maímánaðar með
íjögurra vikna jólafríi og þriggja vikna
páskafríi.
Fögin, sem eru kennd í ferðamálafræð-
um í Hosta skólanum, eru eftirfarandi:
Ferðaskrifstofumál, það er að segja ferða-
skrifstofuþjónusta — flug-, sjó- og lestar-
flutningur ferðamanna, bílaleigukerfl,
kynningarferðir, tryggingamál, hópferðir
og hótelmál; ferðaskrifstofúaðferðir, það
er að segja skipulag, bókhald og endur-
skoðun, skráning og tryggingamál innan
ferðaskrifstofú; ferðaskrifstofufagmál; sölu-
tækni, bæði í gegnum síma og við sölu-
borðið; almenn landafræði — helstu ferða-
manna- og flugsvæði — tímasvæði og tíma-
mismunur; kynning á ferðahandbókum;
inngangur að flugmálafræði, það er að
segja kynning á helstu gerðum flugvéla og
einkennum þeirra, bókun og skráning far-
miða, farangursskráning og tryggingar, auk
kynningar á þeirri þjónustu sem boðið er
upp á á flestum stærri flugvöllum; skipulag
ferða, svo sem skipulagning og sala á ein-
staklings- og hópferðum; ferðamál — saga
og þróun, ferðamál og hagfræði, samfélag
og umhverfi.
Allir nemendur Hosta skólans læra
frönsku og ef nemandi er vel á vegi stadd-
ur í ffönskunámi er mælt með að hann
20 VIKAN 20. TBL 1989