Vikan - 05.10.1989, Blaðsíða 45
Islensk hæverska
TEXTI: ÞORSTEINN EGGERTSSON
Okkur íslendingum hættir
stundum til að yfirdrífa
svolítið þegar við berum okkur
saman við aðrar þjóðir. Við segj-
um öllum að við séum famenn-
asta sjálfctæða þjóð heimsins, þó
að í Evrópu einni séu a.m.k.
þrjár sjálfctæðar þjóðir sem
eru famennari en við, í Mónakó,
Liechtenstein og San Marino. Sú
síðastnefhda hefúr meira að
segja verið sjálfctæð í meira en
þúsund ár, en minnstu sjálf-
stæðu ríki veraldar eru tvær litl-
ar eyjar í miðju Kyrrahafi, önnur
þeirra heitir Naúrú. Hún varð
sjálfctæð árið 1968 og þar búa
aðeins um tíu þúsund manns.
Hin eyjan er mun fámennari.
Hún heitir Túvalú og varð sjáif-
stæð árið 1978.
íslenskum börnum er kennt
að vestasti staður í Evrópu sé
Látrabjarg á íslandi, en Asoreyj-
ar (portúgalskar eyjar sem til-
heyra Evrópu landffæðilega)
eru nokkrum gráðum vestar og
þar að auki fjölmennari en
ísland. Við höldum uppi mál-
hreinsunarstefnu og þykjumst
tala elsta tungumál veraldar en
það er auðvitað tóm vitleysa.
Gyðingar tala t.d. meira en tvö
þúsund ára gamla hebresku enn
í dag. Auðvitað hefur hebreskan
breyst en það hefur islenskan
líka. Egill Skallagrímsson myndi
lítið skilja í því máli sem talað er
á íslandi í dag ef hann risi sprell-
lifandi úr gröf sinni og færi á
stjá.
Eurovision
leiðinlegt húmbúkk
Þegar við íslendingar tókum
fyrst þátt í söngvakeppni evr-
ópskra sjónvarpsstöðva (The
Eurovision Song Contest) töld-
um við víst að við myndum
sigra - burtséð frá því að lagið
sem var sent var eitt af örfáum
lögum Magnúsar Eiríkssonar
sem ekki þættu boðleg á hljóm-
plötu með Mannakornum, enda
eitt af sístu lögum Magnúsar.
Lagið lenti líka í 16. sæti, sem
verður að teljast nokkuð gott
eftir atvikum. Síðan hafa verið
send betri lög í þessa keppni —
en fyrstu þrjú árin lenti ísland
alltaf í sama sætinu, því sext-
ánda, og loks á botninum.
En allt frá því að við tókum
fyrst þátt í þessari keppni hafa
menn velt því fyrir sér hvað ylli
þessari lélegu firammistöðu okk-
ar og margar tilgátur hafa verið
settar fram. Fyrsta árið var ein-
faldlega sagt: „Lagið var of hægt
spilað.“ Næsta ár voru menn
ekki alveg eins vissir í sinni sök,
þar sem lagið átti að vera spilað
hægt, en hölluðust þó helst að
því að söngkonan hefði verið í
of þunglamalegum kjól. Þriðja
árið voru svo settar ffiam ýmsar
kenningar — meðal annars sú að
við værum svo fámenn og smá
að fólk tæki ekki eftir okkur, út-
lendingar vissu hreinlega ekkert
um okkur og héldu jafnvel að
hér byggju eskimóar. í sjálfu sér
verður sú ályktun að teljast
nokkuð rökrétt þar sem ís-
lendingamir kynntu sig sem
eins konar eskimóa; sterkur
maður bar báða keppenduma,
samtímis, efitir gangi í þriðju út-
sendingunni sem við tókum
þátt í. Nú em hins vegar gmn-
samlega margir komnir á þá
skoðun að þessi Eurovision-
keppni sé ekkert annað en
ótrúlega leiðinlegt húmbúkk
sem við íslendingar hefðum
aldrei átt að taka í mál að vera
með í.
Ætli Finnar séu með svona
bollaleggingar eftir hvert Euro-
vision-ævintýri?
Alls staðar
bannað að reykja
Margir kvarta yfir því að ís-
lendingar búi við lengsta vinnu-
dag í heiminum en víða í Afríku,
Suður-Ameríku og Asíu vinnur
margt fólk að jafhaði tólf til
fjórtán tíma á sólarhring sex
daga í viku. Jafhvel lengur. Níu-
tíu stunda vinnuvika er því stað-
reynd víða um heim. Við höfum
stundum kvartað undan mikilli
verðbólgu hérna en árið 1983
komst hún upp í ein 180% og
vel það. Þegar verðbólgan hérna
var rúm 50% á ári birtist ffiétt
um það í dagblaði í ísrael. Mað-
ur nokkur þar í landi las fréttina
fýrir kunningja sinn sem varð þá
að orði: „Vá! Rúm fimmtíu
prósent! — Á mánuði?" Þá var
verðbólgan í ísrael nefhilega
rúmlega 4003 á ári — og sums
staðar í Suður-Ameríku er hún
yfir þúsund prósent árlega. Eftir
fýrri heimsstyrjöldina var t.d.
svo gífurleg verðbólga í Þýska-
landi að á endanum nægðu tug-
milljónir marka engan veginn
fyrir einum lítra af mjólk.
Lengi kvörtuðu menn yfir því
að ekki fengist áfengur bjór
hérna og það er von. Áður en
sala áfengs öls var leyfð hér á
landi drukkum við semsé að
meðaltali um fjóra til fimm lítra
af bjór árlega - hvert manns-
barn, eftir því sem komist verð-
ur næst. Kannski meira. Kínverj-
ar drekka ekki nema hálfan lítra
af bjór á mann árlega og þó er
alls ekki bannað að selja áfengan
bjór í Kína. í löndum múslima
er hins vegar algerlega bannað
að versla með áfengi.
Til eru þeir sem hafa kvartað
undan almennu reykingabanni
hérna, en þá er kannski rétt að
hafa í huga að á þessu ári
(1989) gengur í gildi mjög stíft
reykingabann á eyjunni Singa-
pore, en þar býr tíu sinnum
fleira fólk en á íslandi. Þar verð-
ur bannað, að viðlagðri refcingu,
að reykja nokkurs staðar... í
öllu landinu!
20. TBL. 1989 VIKAN 43