Vikan


Vikan - 05.10.1989, Side 52

Vikan - 05.10.1989, Side 52
BÆKUR Önnur skáldkona, sem oft er borin sam- an við Agöthu Christie en er þó harla ólík, er Dorothy L. Sayers. Hún var hvorki eins afkastamikil né víðfræg og sú fyrrnefnda en sögur hennar þykja með mestu snilld- arverkum sakamálasagnanna. Dorothy L. Sayers var menntakona, kenndi við Ox- ford-háskóla, þýddi Gleðileik Dantes á ensku, skrifaði trúarleg leikrit, háði ritdeil- ur um guðfræðileg málefni og var eindreg- in kvenréttindakona. Sögur Dorothy L. Sayers þykja afar vandaðar bæði hvað varðar sögusvið og stíl, að ógleymdum kænlegum söguþræði. Frægasta persóna hennar er Peter Wimsey iávarður, skrýt- inn og skemmtilegur karl, auðugur og óþreytandi við lausn glæpamálanna. Harriet Vane, vinkona hans og hjálpar- kokkur, kemur við sögu í nokkrum bóka hennar og leikur stundum aðalhlutverkið. Harriet er sjálf glæpasagnahöfúndur en það er nokkuð algengt starf meðal snuðr- ara í sögum þar sem það gefúr þeim eins konar afsökun fyrir áhuga sínum og af- Reyfarar eftir konur og karla eru ef til vill ekki svo ólíkir - en oft þykir bera meira á innibyrgðum, sálrænum hryll- ingi í kvennasögum en hasar og hama- gangl í karlasögum. Skelfingin heltekur þig og hrollur hrísl- ast nlður bakið á þér. Þú ert ein, alein með skugganum á veggnum. Keppinautur Ruth Rendell um titilinn arftaki Agöthu Christie er P. D. James. skiptasemi, að ekki sé minnst á þekkingu þeirra á hvers kyns morðaðferðum, ástæð- um og morðingjum. Sögur Sayers þykja djúptækari en sögur Agöthu Christie. Agatha Christie einblíndi á sjálfa ráðgát- una og umgjörðin var til þess eins að koma henni til skila. Dorothy L. Sayers hafði ákveðnar skoðanir á samfélaginu og samferðamönnum sínum og sögur hennar eru öðrum þræði um sálffæðilegar og félagsiegar ástæður að baki glæpum. Ngaio Marsh er enn ein af hinum virðu- legu frúm sem höfðu viðurværi sitt af rit- un sakamálasagna. Ngaio Marsh er fædd á Nýja Sjálandi og var leikkona á yngri árum. Margar bóka hennar gerast einmitt í leik- húsi eða meðal leikhúsfólks. Bækur henn- ar urðu alls á fimmta tuginn og þýddar á mörg tungumál. Marsh er ekki eins þekkt og hinar fyrrnefndu stöllur hennar hér á landi en þó var ein bóka hennar, Enter a Murderer (1935), þýdd á íslensku fyrir nokkrum árum undir heitinu Morð fýrir fúllu húsi. Þar kemur við sögu frægasta persóna Marsh, Roderick Alleyn yfirlög- regluforingi. Síðar giftist Alleyn listmálara, Troy að nafni, og eins og sumar aðrar eig- inkonur fer hún ekki varhluta af líkfúndum og dularfúllum atburðum sem kalla á at- hygli hennar. Tilkall til krúnunnar Dorothy L. Sayers lést árið 1957, Agatha Christie árið 1976 og Ngaio Marsh 1982. Of langt mál væri að telja upp allan þann fjölda kvenna sem fetað hafa í fótspor þeirra. Bandarísku skáldkonurnar Patricia Highsmith og Helen Maclnnes hafa gert garðinn frægan, sú fyrrnefnda með sál- fræðilegum, óhefðbundnum glæpasögum, fúllum af gálgahúmor, en sú síðarnefnda með ósviknum njósnasögum í hefðbundn- um stíl. En þær konur sem oftast eru nefndar sem arftakar þeirra eru Bretarnir Ruth Rendell og Phyllis Dorothy James. Sögur beggja þessara kvenna eru ef til vill þekktastar hér á landi í leikgerðum sínum fýrir sjónvarp — allir sem á annað borð hafa gaman af góðum spennuþáttum þekkja þá kappa Wexford lögregluforingja í smábænum Kingsmarkham (Rendell) og Adam Dagliesh hjá Scotland Yard (James). En bækur P. D. James eru einnig býsna vel þekktar á íslandi því margar þeirra hafa verið þýddar. Cordelia Gray er önnur af aðalhetjum James, ef til vill ekki eins þekkt og Dagliesh en ekki síður snjöll. Hún rek- ur einkaspæjaraskrifstofu upp á sitt ein- dæmi við mikla tortryggni og vantrú — nafn bókarinnar þar sem hún kemur fýrst við sögu, An Unsuitable Job for a Woman (Óhentugt starf fýrir konu), segir sína sögu. P. D. James er oft kölluð hin nýja Agatha Christie og annað í þeim dúr en í rauninni á hún mun meira sameiginlegt með Dorothy L. Sayers. James vann um árabil í glæpadeild breska innanríkisráðu- neytisins og þekkir því sitthvað til mála. Sögusvið bóka hennar er vandað í smá- atriðum, persónurnar heilsteyptar, einnig aukapersónurnar, og frásagan raunsæisleg um leið og hún ber vitni ákveðnum sið- ferðis- og þjóðfélagsskoðunum. „Sérhver manneskja, hversu ógeðfelld, óæskileg eða jafnvel hættuleg sem hún kann að vera, á rétt á að lifa lífi sínu til seinasta áskapaðs augnabliks," segir hún. Að hennar áliti hef- ur sakamálasagan síður en svo gengið sér til húðar. „Það má vel vinna innan tak- markana formsins og segja um leið eitt- hvað satt um mannfólkið og þjóðfélagið sem við búum í.“ Ruth Rendell er um margt svipuð P. D. James. Glæpurinn sjálfur er ekki allt, um- hverfi, ástæður og persónurnar skipta miklu máli. Styrkur Rendell felst ekki síst í persónusköpun og hún skyggnist djúpt í sálarkirnuna. Morðingjar hennar eru oft afar brenglaðir á býsna áhugaverð- an hátt. Auk hefðbundinna sakamálasagna hefúr Rendell skrifað aðrar bækur, þar á meðal sálfræðilegar hrollvekjur undir dul- nefninu Barbara Vine. Spennusögur karla og kvenna eru ekki ýkja ólík fyrirbæri þegar öllu er á botninn hvolft. Sögur kvennanna fjalla oftar en ekki um karla fyrst og fremst. Rannsóknir fræð- inga hafa þó sýnt að oft ber meira á inni- byrgðum, sálrænum hryllingi í kvenna- sögunum en hasar og hamagangi í karla- bókunum.Skáldið W. H. Auden lét eitt sinn svo um mælt að eitt lík á stofúgólfinu væri skelfilegra en tíu á götunni. P. D. James tel- ur ástæðuna fýrir því hve konur hafa verið iðnar við „innanhússmorðgátur" einmitt þá að konur taki undir með Auden. Um vinsældir spennusagna segir James að þær bjóði upp á pottþéttar lausnir í heimi þar sem óleysanleg vandamál hrannist upp. „Sakamálasögur eiga þátt í að styrkja okkur í trúnni á að þrátt fýrir allt lúti veröldin lögmálum. Þær eru dálítil lofgjörð um röð og reglu í veröld þar sem sífellt ríkir meiri ringulreið." □ 50 VIKAN 20. TBL 1989

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.