Vikan - 02.11.1989, Síða 8
V/IÐTAL
gekk svo langt að segja að við mynd-
um spennu í líkamanum á sama
stað og foreldrar okkar. Er það
trúlegt?
Það er hárrétt. Nema fólk geti brotist
undan því en að öðru leyti forrita foreldr-
ar okkar alla okkar tilvist og þess vegna
verðum við svo iík þeim. Vitanlega tökum
við upp lesti foreldra okkar og kosti. Það
er alveg geflð mál. Það er alltaf verið að
tala um gen en það gleymist að það sem
maður nemur verður eftir. Þegar ég er að
kenna banna ég t.d. fólki algerlega að
blóta. Hluti þess er yfirlýsing: Neikvæðni
dregur í sig neikvæðni. Lögmálið er eitt:
Plús og mínus, svart og hvítt, flóð og fjara,
dagur og nótt. Með því að blóta er verið
að ákalla hið neikvæða. Þar fyrir utan er
þetta það fyrsta sem börnin okkar taka
upp því þarna liggja mestu áherslurnar. Ég
reyni að kenna fólki að vera ekki með nei-
kvæðar yfirlýsingar, hvorki gagnvart öðr-
um né sjálíu sér. Við forritum umhverfið
um leið og við forritum sjálf okkur.
Ég legg líka mikið upp úr því að fólk
beiti málinu rétt og ég tek það mjög á-
kveðið fyrir ef einhver segir: „Ég er ekki
nógu góður," því það er hiuti af forritinu,
hluti af óttanum og spennunni. Mín upp-
áhaldssetning er: Þú ert skaparinn. Það
sem þú hugsar er það sem þú skapar og
það sem þú verður.
Sjáðu fyrir þér dæmi þar sem mjög nei-
kvæðum einstaklingi er beint inn á já-
kvæðar brautir með jákvæðum staðhæfing-
um. Ég er bara að tala um að segja: „Ég er
hamingjusamur," hundrað sinnum á dag.
Svo þegar við förum að trúa því þá fer það
að vera birting. Þannig komum við með ný
forrit sem eru öflugri.
Þegar við erum svo að taka líkama og
spennu og viðbrögð viðkomandi aðila
gagnvart einhverju sem er að gerast í hans
tilveru verðum við stundum að elta ferlið
aftur í frumbernsku - ef við ætlum að taka
á því einlægt og djúpt. Þetta geri ég til að
geta bent fólki á af hverju það bregst alltaf
eins við. Við notum t.d. mjög staðlaðar
hreyfingar að öllu jöfhu. Með því að brjóta
það fas upp losnar um höft. Það má sjá
hvemig fólk spennir upp þetta eða hitt
vöðvakerfið til að viðhalda stöðu sem það
telur rétta en er röng miðað við þyngdar-
lögmálið.
Stór hluti af æfingum fsraelans Felden-
krais byggist á því að nema mismuninn
milli hægri og vinstri hliðar og að upplifa
skrokkinn í annarri mynd og síðan að
brjóta upp vanahreyfingar og sleppa þann-
ig undan okkur sjálfum.
Og hefúr þetta tilætluð áhrif?
■ Þaðferenginn út í heim
til þess að boða frið
með barefli
■ Það verður enginn
sveigjanlegri í líkamanum
en hann er í huganum
■ Foreldrar okkar forrita
stóran hluta tilvistar okkar
■ Þeir sem næra sig með
umhyggju
hætta að borða úrgang
Þetta hefur hreinlega áhrif sem maður
gæti vænst þess að sjá í bíómynd eða heyra
um í lygasögu. Auðvitað fer það allt eftir
því hvað lagt er í það eins og allt annað en
kerfið er pottþétt.
Ég heyri sagt að þú sért fróður um
næringu. Hvemig er matarvenjum
nútímamannsins háttað?
Að setjast til borðs er mikil og þekkt at-
höfh en hún er misnotuð þannig að í dag
misþyrma menn sér með henni. Fólk hafh-
ar sér í mat með því að borða ruslfæði eða
tyggja ekki matinn eða næra sig ekki á til-
finningalegan hátt. í nútíma menningu eru
menn búnir að gleyma því hvað það þýðir
að tyggja. Meira en helmingur meltingar-
hvatanna er í munninum á okkur — í
munnvatninu. Niðurbrot eða ffásog feð-
unnar verður því vægast sagt mjög lélegt.
Svo troða menn matnum í sig af svo miklu
harðfylgi að meltingarferin hafa aldrei
undan vegna of mikils álags. f þriðja lagi
hella menn ofan í sig alls konar vökvum til
þess að þynna enn frekar þá litlu melting-
arhvata sem eru að verki. í stað þess eig-
um við að halda okkur eins nálægt náttúr-
unni og hægt er og borða ómenguðustu
feðu sem við finnum. En þó skiptir hugar-
farið sem feðunnar er neytt með jafhvel
meira máli en hver feðan er. Þeir sem
leyfa sér að næra sig með umhyggju hætta
að borða úrgang.
Það hafhar okkur enginn nema við sjálf.
Þetta eru aðeins örfáir tilbúnir að viður-
kenna. Hvernig nærist þú? Auðsýnir þú
þér kærleik við næringarathöfhina? Ertu í
huggunaráti eða höfhunaráti?
Við getum hafhað okkur í milljón
myndum, drepið okkur á mat, sígarettum
eða brennivíni eða réttara sagt á misnotk-
un þess. Það er ekki matur sem fitar, held-
ur bara neysla hans. Þess vegna er þessi
svokallaða „megrun" eitt ruglaðasta fyrir-
brigði sem sögur fara af. Því á fólk ekki að
fara í megrun heldur í að skoða hugarfars-
lega afstöðu neyslu. í 90 prósent tilfella er
neyslan flótti. Meðan fólk er að borða og
troða í sig einhverjum óþverra þarf fólk
ekki að vera með sjálfu sér. Fólk óttast
aldrei neitt nema sig þannig að alls kyns
ráðum er beitt til að þurfa að vera sem
minnst með sér.
Veistu hvað maður heyrir enn þann dag
í dag? „Ég get ekki hætt að reykja!" Hugs-
aðu þér dóminn! Hvers konar forrit er í
viðkomandi manneskju? Hún dæmir sig
ómögulega og bara þessi eina yfirlýsing
segir í raun og veru til um allt hennar til-
finningalíf. „Ég get ekki!“ En þetta er mjög
jákvætt! Því þetta segir að við séum ábyrg.
Við getum uppskorið eins og við sáum.
Með því að sætta okkur við hver við erum
í dag getum við breytt morgundeginum
en við breytum ekki gærdeginum.
Á hvað leggurðu mesta áherslu í
kennslunni?
Þungamiðjan í því sem ég er að kenna
er að fylgjast með hvernig hugurinn
virkar. Þá komum við að þvi að lífið er
ekki á morgun, lífið er ekki í gær, lífið er
hér.
Flestir eru í stöðu fórnarlambsins. Svo
o o
o o
.o o
Áhrif þyngdarlögmáls I beinni línu.
◄ Axlir eru yfirleitt tengdar
því hvemig menn axla byrð-
ar lífsins. Ef öxlum er lyft
eins og á meðfylgjandi
mynd getur það þýtt „ef eða
ætti axlir“, þ.e. ef ég geri
þetta eða hitt þá er ég nógu
góður. Á meðfylgjandi mynd
eru axlimar spenntar aftur
og getur það þýtt að við-
komandi haldi aftur af
bældri reiði.
◄ Brjóstkassinn þaninn.
Þessi staða hefur verið
nefnd „hermannastaða“
eða með öðrum orðum „ég
get séð um mig sjálfur“.
Þykk vöðvabrynja umlykur
hjarta- og lungnasvæðið
bæði að framan og aftan,
þ.e. bakið. Hjartað og það
sem kallast hjartnæmar til-
finningar eru varðar. Þetta
er vöm gagnvart utanað-
komandi orkuflæði sem hef-
ur með samskipti að gera.
Því ef maður sýnir mýkt
verður maður vamarlaus.
8 VIKAN 22. TBL1989