Vikan - 02.11.1989, Page 13
RAÐ
TEXTI: ÞORSTEINN ERLINGSSON
"^T TT iðskiptavinur stórverslunar
/ kemst svo að orði: „Það eina sem
m/ mig raunverulega vantaði voru ó-
T dýrir tennisskór til að snúast í en
þegar ég var kominn á staðinn og sá sér-
staklega nýtískulega skó, sem kostuðu 400
krónum meira en þeir sem ég hafði ætlað
að kaupa, hugsaði ég með mér: Hvaða máli
skiptir þó að ég kaupi dýrari skóna? Mig
munar ekkert um 400 krónur þegar ég fær
útborgað.“
Platpeningar, plastpeningar eða hvað
við köllum krítarkortin okkar — staðreynd-
in er sú að þau fá okkur til að halda að við
séum ekki í raun og veru að eyða bein-
hörðum peningum. Þetta kalla rannsókn-
armenn „krítarkortaáhrif'.
„Fólk eyðir meira og hraðar þegar það
sér skilti á borð við Við tökum öll helstu
krítarkortin,“ segja vísindamenn á sviði
sálarfræði. Aðeins það að minna þig á að
þú hefur krítarkort í vasanum fær þig til að
eyða meira.
Æpandi myndir af krítarkortum á dyr-
um verslana og afgreiðslukössum þeirra
hvetja okkur til skuldbindinga sem við í
raun og veru höfúm ekki efni á. Þetta þýð-
ir að jafhvel þau okkar sem erum íhalds-
söm á peninga erum jafnvel fáanleg til að
eyða mun meira en góðu hófi gegnir.
Stundum lítur jaíhvel út fýrir að engrar
undankomu sé auðið í krítarkortasam-
félagi nútimans.
Hættusvæði
Áhrif þessa vinalega og höfðinglega and-
rúmslofts greiðslukortaviðskiptanna sjást
einna gleggst í stórmörkuðum. „Yfir-
leitt er meirihluti allra vara borgaður með
krítarkortum,“ segir verslunareigandi
nokkur sem gert hefur könnun á sölu vasa-
myndavéla í verslun sinni. Hann segir að
þeir sem hafi krítarkort undir höndum séu
tilbúnir að eyða um 3200 krónum að
meðaltali í kaup á slíkum myndavélum en
þeir sem greiða í reiðufé séu aðeins til-
búnir að greiða um 1800 krónur. Hann
segir einnig að með viðtölum við við-
skiptavinina hafi komið í ljós að þeir sem
borga með greiðslukortum séu tilbúnir að
borga um 1500 krónum meira fyrir fatnað
en þeir myndu gera ef þessi greiðslufrest-
ur stæði ekki til boða.
Veitingastaðir eru einnig hættusvæði.
Þar teygist ekki aðeins á fjárhagsáætluninni
heldur einnig á buxnastrengnum. Það er
staðreynd að fólk borðar meira þegar það
þarf ekki að sjá peningana sem það eyðir.
Greiðslukort eru sérstaklega hættuleg
þeim sem hættir mjög til að versla mikið.
Komið hefur fram að viðskiptavinir eru
tvöfalt fljótari að gera upp hug sinn í við-
skiptum ef þeir sjá skilti með krítarkorti.
í viðtölum við rannsóknarmenn á þessu
sviði segja nokkrir viðskiptavinir svo frá.
Kona á miðjum aldri: „Ég vinn í gesta-
móttöku hótels og hef um 800 þúsund
krónur í árstekjur. Það er ekki óalgengt að
ég kaupi mér fatnað fyrir um 30 þúsund
Breyttu
krítarkortavenjum
þínum!
Borgaðu strax og þú þarft ekki að hafa neinar
áhyggjur seinna. Ekki hœtta samt að nota
kritarkortin heldur hœttu að nota þau hömlulaust
krónur í einni búðarferð og ég greiði alltaf
með krítarkorti."
Þrítug kona segir: „Þegar ég ætla að
kaupa eitthvað kemst ég alltaf í uppnám.
Ég hraða mér alltaf að afgreiðsluborðinu
og flýti mér að borga áður en mér snýst
hugur."
Þegar viðskiptavinur veit að sölumaður-
inn þekkir hann ýtir það undir viðskipta-
vininn að gera honum til hæfis og jafnvel
að fá aðdáun hans í leiðinni. Þetta eru
meðal annars þættir sem ýta undir við-
skiptin. Hugsunin að lifa aðeins fýrir dag-
inn í dag er alltof algeng.
Einn viðskiptavinur kemst svo að orði:
„Þegar ég borga með reiðufé hugsa ég mig
vel og vandlega um áður en ég geng ffá
kaupunum, rannsaka vöruna vel og vand-
lega og ber jafhvel saman verð í þremur
eða fjórum mismunandi verslunum. Þegar
ég versla með greiðslukorti fer hugsunin
og samanburðurinn út í veður og vind.
Fólki finnst eins og það sé ekki að eyða
raunverulegum peningum. Fólk gabbar
sjálft sig með því að hugsa sem svo að það
þurfi ekki að greiða vörurnar fyrr en eftir
á annan mánuð og notar því krítarkortið
til að eyða óinnkomnum tekjum, sem svo
er ekkert víst að dugi fyrir öllum þeim út-
gjöldum sem þá standa fyrir dyrum.“
Þýða þessar staðreyndir að við ættum
að leggja krítarkortin alfarið á hilluna? Nei,
segja vísindamenn og þeir vara við því.
Þegar þau eru notuð af skynsemi eru þau
mjög nytsamleg.
Hvernig er þá ffamtíð þeirra sem nota
þau í óhófi? Góðu tíðindin fyrir þá eru að
þeir geta tekið sig á og lært af mistökum
sínum. Flestar af þeim fjölskyldum sem
voru í fjárhagsvanda vegna krítarkorta
1983 höfðu komist út úr honum 1986,
segja bandarískir vísindamenn. Aðeins á
bilinu 1-3 prósent þeirra lentu aftur í
vandræðum. Það þarf ekki mikið til að ýta
við fólki — til að það sýni þann aga að
kaupa aðeins það sem það þarfnast en ekki
allt sem hugurinn girnist.
Komið í veg fyrir vandann
— Ákveðið hvað þið ætlið að kaupa áður
en þið farið inn í verslunina og hafið krít-
arkortið ekki með nema þið ætlið að nota
það til að greiða fýrir fyrirfram ákveðinn
hlut.
— Greiðið upp alla skuld ykkar um hver
mánaðamót og dragið þann kostnað frá á
ávísanaheftinu.
— Komið í veg fyrir að krítarkortaáhrif-
in nái tökum á ykkur. Það borgar sig að
hafa hugfast að greiðslukortaskilti geta
haft áhrif á viðskiptin, jafnvel þótt greitt sé
í reiðufé. Aðeins með því að vera meðvit-
aður um þessi áhrif er algerlega hægt að
koma í veg fyrir þau.
— Þið getið gert ykkar eigin fjárhags-
áætlun.
— Hugsið um reikningana, sem þurfti að
greiða um síðustu mánaðamót, í hvert sinn
sem krítarkrotið er tekið fram.
- Hafið hugfast að sumt fólk fitnar af
því einu að horfa á mat og aðrir eyða með
því einu að horfa á krítarkort. Ekkert er
betra en að vera í góðu líkamlegu og and-
iegu ásigkomulagi og engin kaup geta veitt
meiri ánægju en fæst með því að vita að
maður er borgunarmaður fýrir reikning-
um sínum. □
22. TBL 1989 VIKAN 1 3