Vikan


Vikan - 02.11.1989, Side 28

Vikan - 02.11.1989, Side 28
ROSA 5KRIFAR Ertu snarvitlaus! LJÓSM.: PORKELL ÞORKELSSON Maríanna var í síman- um! í>að átti að færa upp söngleiki og rokkóperur á Hótel íslandi og erindið var að kanna, svona hálft í hvoru í gamni, hvað syngi í mér... Jú, elskan mín, allt þetta fína, það var nú líkast til, allt á „fúll swing“ eins og venjulega. Ha? Hvort ég væri til í að vera með i þessari uppfærslu? Henni svona hafði dottið í hug að hringja og athuga málið, hún sjálf væri nýkomin inn í þetta, bara fyrir um það bil tveimur dögum, sem leikstjóri og taldi sig þurfa manneskju til að tengja öll þessi atriði saman! Ja... það ... jú, er það ekki? Er þetta ekki eitthvað fyrir mig, að skálda einhverja bölv- aða vitleysu inn á milli atriða - og fíflast! Hvað segirðu! Á að ffum- sýna eftir þrjá daga ... ? Ertu snarvitlaus! „Óðagotið í mér var svo mikið að ég rak höndina óvart í símann sem datt með miklu brölti niður í ruslafötu og 'kaffibollinn þurfti endilega að flækjast í snúrinni, svoleiðis að allt helltist yfir teikningarnar sem ég var nýbúin að hreinteikna , . . eins og ég var búin að hafa mikið fyrir þeim.“ Rósa Ingólfsdóttir segir hér frá því er hún með örstuttum fyrirvara tók að sér kynningar á uppfærslu nýjustu skemmtidagskrár Hótel ísland, en þar fer hún á kostum - eins og við var að búast! Óðagotið í mér var svo mik- ið að ég rak höndina óvart í símann sem datt með miklu brölti niður í ruslafötu og kaffi- bollinn þurfti endilega að flækjast í snúrunni, svoleiðis að allt helltist yfir teikningarn- ar sem ég var núbúin að hreinteikna... eins og ég var búin að hafa mikið fyrir þeim. Ja... nei... Maríanna! Ég er hérna, bíddu aðeins. Ég missti kaffibollann yfir allt heila gillið! Nei, ég gat ekki neitað þessu. Ég sá í hendingskasti að þetta myndi einhvern veginn í fjandanum ganga upp fýrst Maríanna var komin í spilið. Við vorum þaulvanar að starfa saman ffá því við vorum báðar á fféttastofúnni í öllu brjálæð- inu þar... þar sem maður var beðinn um að gera hluti sem undir venjulegum kringum- stæðum voru ekki framkvæm- anlegir, en sem maður varð að gera — og voru gerðir þótt það ► 28 VIKAN 22. TBL 1989

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.