Vikan - 02.11.1989, Page 31
NÝJUMGAR
Nasa er einfoldlega stungið í kveikjarainnstunguna.
Ilmur getur læknad höfuðverk,
skerpt athyglina
og komið þér í gott skap
TEXTI:
BRYNDlS KRISTJÁNSDÓTTIR
Af skynferum okkar er
þefskynið það sem við
. notum flest minnst og
sjaldnast til að bæta heilsuna.
Undanfarin ár hafa farið fram
rannsóknir á þætti þefskynjun-
arinnar í velferð okkar og
komið hefur í ljós að mismun-
andi ilmur virkar á okkur á
marga vegu — og það sem
meira er, hann getur bætt
heilsuna og skapið.
Eftir að þetta varð Ijóst var
farið að vinna að því að fá fólk
til að nota ilm í ríkari mæli og
þar sem sjaidnast er meiri þörf
á góðu skapi en við akstur í
stórborgum var farið að huga
að því hvernig koma mætti
heilsubætandi ilmkerfi í bílana.
Tæki var hannað sem passar í
kveikjarainnstunguna í bílum
og þegar kveikt er á því fer í
gang kerfi sem sér um að veita
hæfilegum skammti af ilmi inn
í bílinn.
Ýmsar ilmtegundir
Það sem gerist, þegar ilmur-
inn berst um bílinn, er að ár-
vekni bílstjórans eflist og um
leið verður hann rólegri. Þess-
ir ilmskammtarar heita Drive
Alert (kallaðir Nasi á íslensku)
og fast nú á íslandi. Þeir eru til
í fjórum mismunandi tegund-
um: Pipamiyntuilmur getur
hjálpað þeim sem eru þung-
lyndir. Hann er frískandi og
virkar örvandi á heilann. Eini-
berjailmur hefiir styrkjandi
áhrif á taugakerfið um leið og
hann skerpir hugsun. Rósmar-
ínilmur á að styrkja minnið og
taugakerfið þannig að andlegt
atgervi eykst. Basil hefur
stundum verið nefnt konung-
ur plantnanna enda er basil-
ilmur fáanlegur í Nasa. Basil
vinnur á móti andlegri þreytu,
styrkir hugann og eflir skýr-
leikann.
Vonandi fá sem flestir bíl-
stjórar í Reykjavík sér Nasa
sem allra fyrst þannig að búast
megi við rólegum, vel vakandi
og glaðlegum ökumönnum í
borginni í vetur — því það veit-
ir svo sannarlega ekki af að
bæta umferðarmenninguna og
bæta geð ökumanna. □
Fleygar setningar úr tjónaskýkrslum ákveðins tryggingafélags:
— Ég rakst á kyrrstæðan
vörubíl, sem var að koma úr
hinni áttinni.
— Ég hélt að bílglugginn
væri opinn, þangað til ég hafði
stungið höfðinu út um hann.
— Ég sagði lögreglunni að
ég væri ómeiddur, en þegar ég
tók ofan hattinn komst ég að
því að ég var höfuðkúpubrot-
inn.
— Það kom bara ósýnilegur
bíll og rakst á mig og hvarf.
— Ég sá að gamli maðurinn
myndi aldrei hafa það yfir
götuna og keyrði á hann.
— Ég var búinn að keyra í
10 ár þegar ég sofhaði við stýr-
ið og lenti í slysi.
— Sá fótgangandi stóð og
vissi ekkert í hvora áttina hann
átti að hlaupa, svo ég keyrði
yfir hann.
— Ég var á leiðinni til
læknisins, þegar púströrið datt
aftur úr mér.
— Ég var að reyna að drepa
flugu og keyrði á símastaurinn
þarna.
— Það bakkaði trukkur í
gegnum rúðuna á mér og
beint í andlitið á konunni.
— Maðurinn var alls staðar á
veginum. Ég varð að taka
heilmargar beygjur áður en ég
rakst á hann.
— Hinn bíllinn keyrði beint
á mig, án þess að gefa neitt
merki um hvað hann ætlaði að
gera.
■pA ðlaðandi er konan ánœgð^
PALMA smrtistofa
EINARSNESI 34 - SÍMI 12066 V
22. TBL 1989 VIKAN 31