Vikan


Vikan - 02.11.1989, Síða 37

Vikan - 02.11.1989, Síða 37
Hafið þið nokkurn tíma gert ykkur grein íyrir því hversu mikið er af er- lendum orðum í ástkæra málinu okkar, ís- lensku? Mánaðanöfnin eru rómversk að upp- runa, ýmis mannanöfn koma úr hinum og þessum málum, t.d. hebresku, og sum dýraheiti eru fengin úr ólíklegustu málum - s.s. sebra sem er ættað innan úr svört- ustu Affíku. En hér koma nokkur dæmi í viðbót: Orðin ALMANAK, FAKÍR og HASS eru arabísk, RÓSIR og VÍN eru ævaforn orð, ættuð frá Kýpur, BASAR er persneskt orð, BÚMMERANG og KENGÚRA eru úr máli frumbyggja í Ástralíu, ANÓRAKKAR og KAJAKAR eru grænlensk orð en orðið ESKIMÓI er aftur á móti komið úr máli kanadískra indjána. KANÓ er ættað ffá Karíbahafinu, orðin SILKI og TE koma frá Kína, SÁNA (sauna) er finnskt orð, AMEN og HALLELÚJA eru hebresk að uppruna. TÓBAK og SÍGARETTUR eru útþynntar útgáfúr af orðum sem upphaflega koma úr indjánamáli. KARATE er japanskt, SKÁTI er enska; þýddi upphaflega njósnari og PERSÓNA er góð og gild latína. Orðið BÍLL er stytting úr AUTOMOBIL sem er líka latneskt og þýðir sjálfhreyfandi. Flest af þeim orðum sem við notum um mæli- einingar fýrir rúmtak, lengd og þyngd eru erlend að uppruna. KÍLÓ þýðir þúsund á grísku og METRI er kominn úr latínu og þýðir mælir. KÍLÓMETRI er því samsettur úr tveim tungumálum og þýðir bókstaf- lega ÞÚSUNDMÆUR. BAROMETER, sem sumir hafa kallað BARÓMET, var almennt notað í staðinn fyrir islenska orðið loftvog fýrr á árum. Þá voru gangstéttir kallaðar FORTÓ, flugeldar RAKETTUR og vélar MASKÍNUR. BAMBUS, ÓRANGÚTAN og TEKK koma frá Malajsíu en BATÍK frá Jövu, TÓMAT- UR, SÚKKULAÐI (sem þýðir víst súrt vatn) og AVOKADÓ eru úr máli indjána í Suður-Ameríku. Sömuleiðis KAKÓ eða KÓKÓ. GÚLLAS og PAPRIKA eru ung- versk orð, KARRÍ er komið úr máli Tamíla á Sri Lanka, TATTÓVERING er ættuð frá Tahítí og JÓGÚRT er tyrkneska. Á hinn bóginn eru mörg rammíslensk orð mun betri en alþjóðleg. TÖLVA er ekki mjög gamalt orð, fundið upp af pró- fessor Sigurði Nordal. í flestum tungumál- um Vesturlanda notast menn við ensk- latneska orðið KOMPJÚTER í staðinn. Það sem aðrar þjóðir kalla TELEFÓN köllum við SÍMA og fýrir það langa, alþjóðlega orð TELEVISJÓN notum við — stutt og laggott - SJÓNVARP. íslenska orðið FJARSKIPTI er kannski nokkuð langt, en þó stutt í samanburði við alþjóðlega samsvörun; TELEKOMÚNÍKASJÓN. Svona mætti lengi telja en óneitanlega er íslenskt tæknimál mun aðgengilegra en alþjóðlegt. Hvað seg- ið þið til dæmis um svona setningu? „Með tilkomu telefónsins, televisjónsins og kompjúteranna hefúr öllum telekomún- ikasjónum fleygt fram á þessari öld.“ Nei. Þá er mun einfaldara að segja: „Með til- komu símans, sjónvarpsins og tölvanna hefur öllum fjarskiptum fleygt fram á þess- ari öld.“ í erlendum málum, ekki síst ensku, er aftur á móti til fúllt af íslenskum orðum, s.s. RANSACK, BERSERK, GEYSER og SAGA. Það eru meira að segja til ensk orð sem hafa komist inn í tungumál okkar sem slanguryrði — eins og t.d. „AÐ FÍLA“ eitt- hvað. Þegar einn unglingur segir við annan: „ÉG FÍLA ÞETTA EKKI“ gæti hann allt eins sagt: „MÉR FELLUR ÞETTA EKKI.“ Ég veit alltaf þegar honura hefúr gengið illa. Húsið fyllist þá allt af sandi. Loksins hefúr okkur tekist að losna við ribbaldana af áhorfendapöllunum. Heyrðu, Sigrún - hvemig vitum við hvenær á að gefa honum? Vaknaðu, Þórarinn! Ég er búin að kaupa inn! Hér síðast í meðmælabréfmu stendur einfaldlega „Vá“. 22. TBL1989 VIKAN 35

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.