Vikan - 02.11.1989, Síða 46
NYTT AF NALINNI
Námskeið klúbbsins eru afar vinsæl og verða í haust haldin á tólf stöðum á landinu.
Lifandi tengsl
klúbbfélaganna
við bókaútgúf una
TEXTI: BRVNDlS KRISTJÁNSDÓTTIR
MYNDIR: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON
Hér áður fyrr þótti sú kona heldur
ómyndarleg sem ekki kunni að
prjóna og sauma en nú á dögum
eru þessar dyggðir sjaldnast taldar með
þegar kostir konu eru taldir. Það er þó
ekki þar með sagt að konur séu hættar að
stunda þessa iðju — langt í frá - en nú
sauma þær og prjóna sér til gamans og
gagns auðvitað líka, ekki síst nú þegar fatn-
aður er orðinn svo óheyrilega dýr um leið
og þess er nánast krafist að konur jafht
sem karlar, að ekki sé talað um börn, séu
sérlega vel og smekklega klædd.
Konur — og nokkrir karlar líka - hafa
hingað til saumað eftir erlendum sniðum
og saumaleiðbeiningum, en fyrir þrem
árum vænkaðist hagur þessa hagleiksfólks
því þá hóf tísku- og handavinnuklúbbur-
inn Nýtt af nálinni starfsemi sína. Þetta
er áskrifendaklúbbur fyrir þá sem hafa
áhuga á tísku, handavinnu og hönnun, og
bókaforlagið Vaka-Helgafell stendur að, en
aðalumsjónarmenn klúbbsins eru þær
Ragna Þórhallsdóttir ritstjóri og Ásdís
Jóelsdóttir.
Hver mappa frá handavinnuklúbbnum
Nýtt af nálinni er nánast hugmynda-
banki út af fyrir sig.
Handavinnu-
upplýsingabanki
Þegar klúbburinn fór af stað var auðvit-
að vonast til að honum yrði vel tekið en
reyndin varð sú að hann sló öll aðsóknar-
met og klúbbfélagar urðu fljótt fimmtán
þúsund. Nýtt af nálinni starfar þannig að
klúbbfélagar fá mánaðarlega sent hefti
með myndum, leiðbeiningum og sníðaörk
en þetta hefti er einstætt að því leyti að
ætlast er til að það sé rifið í sundur og efh-
ið flokkað!
í fyrstu sendingunni fá klúbbfélagar
þykka og fallega skreytta möppu og í
henni eru flokkunarspjöld. Mappan dugar
fyrir tólf sendingar eða í eitt ár og í upp-
hafi hvers árs fá félagar nýja möppu. Tvö
kennsluhefti fá þeir líka; annað fyrir
saumaskap, hitt prjóna. Þetta eru uppfletti-
rit og þar er að finna allar nauðsynlegar
upplýsingar til að hægt sé að sauma eða
prjóna skammlaust eftir þeim uppskriftum
sem á eftir fýlgja. í hverju mánaðarhefti af
Nýju af nálinni eru sextán uppskriftir,
prentaðar á þykkan, gataðan pappír og
eins og fýrr segir er heftið rifið í sundur en
síðan er uppskriftunum raðað eftir flokk-
unum í möppunni: handa henni, handa
honum, handa börnunum, til heimilisins
og kennsla. í mánaðarsendingunni er snið-
örk með 10-12 sniðum og plastumslag til
að geyma hana í. Kápan utan um sniðin er
einnig sett í möppuna því á henni koma
fram ýmsar upplýsingar en aftan á henni
eru sýnishorn af því sem kemur í næstu
sendingu. Auk alls þessa fá klúbbfélagar
fréttablað, Klúbbfréttir, þar sem ýmiss
konar fróðleikur kemur ffam varðandi
klúbbinn, klúbbfélaga og aðra sem honum
tengjast, beint eða óbeint.
Lifandi tengsl
milli klúbbfélaga
og útgáfunnar
„En við sendum ekki bara pakkann til
klúbbfélaga og skiljum þá síðan eftir í
lausu lofti!“ segir Ragna. „Við viljum að
klúbbfélagi finni traust í því að vera í
klúbbnum og erum því með ráðgjafarstarf-
semi í tengslum við hann. Klúbbfélagar
geta hringt til okkar, skrifað eða komið
hingað ef þeir eru í vandræðum með verk-
efhin - og þeir hafa verið óhræddir við að
gera það, sumir hafa meira að segja sam-
band reglulega."
„Við reynum þó að byggja uppskriftirn-
ar þannig upp að hvert spjald sé eins og
bein kennsla þannig að jafnvel þó að við-
komandi væri að reyna við verkefnið í
fyrsta sinn þá gæti hann farið eftir leið-
beiningunum," bætir Ásdís við. „Svo höf-
um við líka verið með námskeið í tengsl-
um við klúbbinn tvisvar á ári, vor og haust.
Námskeiðin standa yfir í sex vikur og eru
alls tuttugu og fjórar kennslustundir, en
mætt er einu sinni í viku.“
íslenskar uppskriftir
og hönnun
Þess má geta að Ragna er handavinnu-
kennari og Ásdís textílkennari og þeir sem
standa að námskeiðahaldi úti á landi eru
einnig sérmenntaðir. Kennsluefnið er í
raun allt tilbúið í möppunum og það spar-
ar mikinn tíma og því hafa þeir sem á nám-
skeiðin fara fengið mjög mikið út úr þeim.
Ragna og Ásdís velja efnið í mánaðarheft-
in, auk þess sem margir aðrir leggja þar
hönd á plóg áður en hver sending er til-
búin. Uppskriftirnar koma erlendis ffá að
miklu leyti og þurfa þær Ragna og Ásdís að
vera vel að sér í tískunni og litum sem eru
í gangi hverju sinni, en auk tískuefhis velja
Frh. á bls. 46
44 VIKAN 22. TBL1989