Vikan


Vikan - 02.11.1989, Qupperneq 58

Vikan - 02.11.1989, Qupperneq 58
fyllti hvern krók og kima Leikur að hári hét þetta atriði sem gaf frísklegri hárgreiðslu lausan tauminn. Prúðbúnar stúlkur með mismun- andi greiðslur frá Hrönn í Austur- veri TÍSKUSÝNING Á HÓTEL ÍSLANDL Sjaldan eða aldrei hefur annar eins fjöldi af kven- fólki verið saman kom- inn undir sama þaki og á snyrtivöru- og tískusýningu sem haldin var á Hótel íslandi í október. Nærri 1400 manns sóttu sýninguna og karlmenn sáust aðeins á stangli. Kven- fólkið fyllti hins vegar hvern krók og kima. Vetrartískan frá versluninni Rodier, snyrtivör- ur £rá Elizabeth Arden, úr versluninni Serínu í Kringl- unni 4, og hárgreiðsla á vegum Hárgreiðslustofu Hrannar í Austurveri gladdi augu gest- anna, í uppsetningu Sóleyjar Jóhannsdóttur í Dansstúdíói Sóleyjar. Rodier merkið hefiir verið selt hérlendis í tólf ár en nú verður í fyrsta skipti sérversl- un með vörur frá Rodier. Verslunin er í Kringlunni og tískusýning hennar var til að kynna það nýmæli. Stúlkur úr Hárgreiðsla sem minnir á bítlatíma- bilið gætí verið að koma aftur. Vonandi þó ekki fatatískan líka ... llmvötn og rakspírar Carls Lagerfeld vöktu athygU þeirra fjölmörgu kvenna sem mættu á sýninguna. Karlpeningurinn komst ekki að ... voru meðal annars með ítalska merkinu Fendi og frá Carl Lag- erfeld, sem er heimsþekktur tískuhönnuður. Bæði voru rak- spírar og ilmvötn ffá Lagerfeld auk snyrtivara frá Elizabeth Arden. í dýrum pelsum komu konur ffarn með greiðslur sem henta millisíðu hári en einnig fóru hamförum á sviðinu stúlk- ur með greiðslu sem minnti á bítlatímabilið — tíska sem gæti verið að koma affur. Aldrei er góð vísa og oft kveðin... Módel ’79 liðu um sviðið í nýj- ustu vetrartískunni ffá Rodier en einnig frá Chacoc og Eman- uel Khanh, merki sem er í fýrsta skipti fáanlegt hérlendis. Aðskornar flíkur eru frægar hjá Emanuel, einnig vandaðar dragtir. Samfara þessu nýja merki verða Fogal sokkabuxur teknar til sölu í Serínu, í yfir 200 litum og öllum stærðum, nokkuð sem hefur skort á markaðnum hérlendis. Snyrtivörurnar á sýningunni 56 VIKAN 22. TBL.1989

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.