Vikan


Vikan - 28.12.1989, Blaðsíða 17

Vikan - 28.12.1989, Blaðsíða 17
5TJORMUMERKIN úrnus og Úranus nákvæmlega 90 gráður á tunglið hjá honum. Tunglið tengist heimili og daglegu hegðunarmynstri og ráðhús er heimili borgarstjóra. Satúrnus ætlar að byggja og koma einhverju í verk en Úr- anus skapar andstöðu. Þarna var um átök að ræða og geysi- lega mikið álag. Satúrnus er í steingeit árið 1990 og steingeit er Satúrnus- armerkið. Satúrnus er á sól hjá Davíð í maí og júní og þeir mánuðir eru raunsæistími fyrir hann. Hann sér þá hverjir eru raunverulega vinir hans og hverjir standa raunverulega með honum. Satúrnus fylgir oft samdráttur og það túlka ég sem eitthvert fylgistap. Á næsta ári þarf hann að reyna miklu meira á sig en hann hef- ur þurft fram til þessa. En það góða við þetta er að Davíð fær orku til að aga sig. Það er ljóst að hann verður undir miklu álagi meðan kosningar standa yfir en hann hefur orkuna með sér til að standa undir því álagi. Hann kemur til með að leggja mikið á sig en hann stefnir ekki á neinar breyting- ar. Ef breytingar verða koma þær til vegna utanaðkomandi áhrifa. Þarna er ákveðin orka í gangi og svo aftur í kringum áramótin 1990—91 og það kemur til með að reyna mikið á hann. í ágúst verður hann mjög kraftmikill en annars eru litlar breytingar hjá honum á árinu. Það er ekkert sem bendir til þess að honum verði hafnað á einn eða annan hátt. Hann er meira að segja að fá Júpíter upp á miðhimin sem er mjög jákvætt fyrir stjórnmálamenn. Hann er ennþá á uppsiglingu og verður það áffam. Davíð er með Satúrnus á miðhimni. Um þá stöðu er sagt að hann rísi oft hátt en geti fallið langt líka. Uppskera Sat- úrnusar er alltaf raunveruleik- inn. Orka Satúrnusar er misk- unnarlaus. Davíð getur fengið eitthvað á sig og líklega þýðir Satúrnus á sól hjá honum í maí og júní að mjög hörð átök verði um persónu hans. Þau átök gætu einkennt kosning- arnar. Það er líklegt að ráðist verði á hann á mjög óvæginn hátt. Árásin á hann verður mjög miskunnarlaus og sjálfs- mynd hans mun kristallast fyr- ir honum. Á Satúrnusartímabili fær fólk það óþvegið. Ef Davíð hefúr engu að leyna, ef hann verður duglegur og hefúr sáð vel þá verður þetta allt í lagi. En það sem miður hefur farið mun koma ffam og óvinirnir birtast. Það verða mikil átök um hann. Að því leyti gæti kosningabaráttan orðið erflð fyrir hann persónu- lega. Tungl í fimmta húsi bendir til að hann sé mjög rómantískur. Hvað segirðu um það? Fimmta húsið er leikir og skemmtanir. Þetta er ljónshús- ið og gerir hann að þessum „show“-manni sem hann er. Hann hefur gaman af því að halda veislur og þarna er mik- ið vatn, það flýtur brennivín þarna. En Davíð er mjög mikill tilfinningamaður og allir ís- lenskir stjórnmálamenn, sem láta eitthvað að sér kveða, eru á kafl í vatni, samanber Stein- grím, Jón Baldvin og Ragnar Arnalds. Nú er sagt að Satúmus sé áberandi í korti stjómar- leiðtoga? Davíð er með Satúrnus á miðhimni í ljóni og miðhim- inn er það sem snýr að þjóð- félaginu. Kunningi minn, sem er formaður breska stjörnu- spekisambandsins, leit á kort Davíðs fyrir mörgum árum og sagði: Þessi maður verður á- reiðanlega forsætisráðherra. Davíð er fæddur til þess að vera foringi. Hann er með þá áru í kringum sig, nánast burt- séð frá því hvað hann gerir. Fólk lítur á ljósmynd af Davíð eða sér hann í sjónvarpi án þess að vita hver verk hans eru og segir að hann sé foringja- lega vaxinn. Fólk skynjar alltaf eiginleika jarðarinnar hjá öðrum, samanber Halldór Ás- grímsson sem er tvöföld meyja og líklega rísandi naut. Jörðina viljum við hafa sem stjórnendur og Davíð er ef- laust mjög góður stjórnandi. Sól í steingeit og ffamkvæmda- orka í meyju - þetta er maður sem framkvæmir það sem hann ætlar sér að gera, hann talar ekki bara um það. Þess vegna held ég líka að hann lendi í vandræðum þegar og ef hann fer á þing. Davíð er eng- inn málamiðlunarmaður. Hann er engin kjaftatýpa en hann er félagslyndur, með Merkúr og Venus í vatnsbera. Ef Davíð fer á þing verður hann að vera for- ingi og verður að vera forsæt- isráðherra, annars þýðir ekkert fyrir hann að vera þar. Jarðar- merkin eru þannig, þetta er ffamkvæmdafólk. Jörðin verð- ur alltaf að sjá eitthvað áþreif- anlegt eftir sig. Sjái hún það ekki líður henni illa og þá fer hún. Það neikvæða við kort Davíðs er að það er að mörgu leyti ótengt og það er svolítið einkennilegt. Davíð er með Venus í fjórða húsi en fjórða húsið er innri maðurinn. Ef þú spyrð Davíð: Hver ertu í rauninni innst inni? Þá er Davíð Venus, hann er listamaður innst inni, rólegur og líklega mjög ástríkur eig- inmaður og ljúfúr á heimilinu, indæll gagnvart fjölskyldu sinni og mjög mjúkur, sérstak- lega gagnvart nánum vinum sínum. Miðhiminninn er hvernig fólk sýnist vera út á við. Fjórða húsið er hvernig það er með þeim sem það treystir heima í stofu. Þegar Davíð er með bestu vinum sínum fer hann kannski með kvæði og talar um bókmenntir þó hann sé alltaf með sterkan sjálfsaga * sem steingeit og rísandi sporð- dreki. Venus í fjórða húsi, Mars í tíunda: Hann er fistamaður inni í sér en framkvæmdamað- ur út á við. Úti í þjóðfélaginu gefúr hann þá ímynd að hann sé harður, jarðýta sem keyrir yflr hindranir. Innst inni, til- finningalega, er hann við- kvæmur. Ég myndi lýsa honum með þessum orðum: Innri mýkt og ytri styrkur. Álit Davíðs Oddssonar Vikan náði tali af Davíð Oddssyni helgina áður en blaðið fór í prentun og spurði um álit hans á skii- greiningu Gunnlaugs. — Um kosningarnar; eitthvert fylgistap. Stefnir þú ekki sjálfur á neinar breytingar? - Ég stefni að því að vera áfram íþví starfi setn ég er í, ef mögulegt er og auðvitað vil ég sjá sem flesta menn reynast góða vini í þessum kosning- um, ekki veitir af - Gunnlaugur spáir bylt- ingu hjá þér 1994. - Ég er ekkert farinn að huga að 1994, ég sé ekkifram í tímann nema svona einn og einn dag og stundum varla það. — Tungl í fimmta húsi bendir til þess að þú sért mjög rómantískur. - Já, það held ég að sé alveg rétt og vona að ég haldi því sem allra lengst. — Formaður breska stjörnuspekisambandsins segir þig fæddan til að verða forsætisráðherra. — Ég þori ekki að svara þessu en beturhefði ég treyst ís- lenskum stjömusþekingi en breskum, jafnvel þó hann sé fortnaður í þessu félagi. - Tekurðu mark á stjömuspá? - Já, ég lít oft á þœr. Ég er auðvitað ekki eitts virkur í þeim ogfrú Reagan eti égfylg- ist sœmilega vel með þeim. 26. TBL. 1989 VIKAN 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.