Vikan


Vikan - 28.12.1989, Blaðsíða 29

Vikan - 28.12.1989, Blaðsíða 29
ríkt að fara til galdramanns, kaupa af hon- um meinleysislegt vopn eins og til dæmis hníf og gefa hinu væntanlega fórnarlambi síðan hnífinn. En hnífi galdramannsins fylgdi vitanlega sú náttúra að hann grand- aði eiganda sínum. Þó dugði galdurinn því aðeins að hnífur- inn væri afhentur sem gjöf. Besta vörnin var því að þiggja aldrei bitvopn nema maður fengi að gjalda gefandanum mála- myndagreiðslu fyrir. Og þessari reglu er ennþá fylgt víða um heim. Það er engin tilviljun að sængurfatnaður er oftast hafður hvítur. Hvíti liturinn var litur sakleysisins, guðdómlegur, heilagur litur, liturinn sem prestarnir notuðu þegar þeir vildu sem mest við hafa. Nú hugðu menn að sál þeirra feri úr líkamanum þeg- ar þeir svæfu. Líkamshulstrið lá þá varnar- laust eftir. Og þó, ekki alveg! Hvíti liturinn á sængurfötunum kom í veg fyrir að púkar og djöflar gætu notað tækifærið og skotist inn í hinn sofandi mann. Eins var hvíti liturinn sá litur sem menn klæddust þegar þeir gengu í hjónabandið og fyrsta sólarhringinn eftir vígsluna. Þetta var nauðsynleg varúðarráðstöfun því að menn hugðu að hin hamingjusömu brúð- hjón væru of önnum kafin til þess að hafa tíma til að standa í stappi við vonda anda. Skeifan hefur öldum saman þótt mikill og góður verndargripur. í henni býr mátt- ur elds, járns og hesta. Járn og eldur bjuggu yfir yfirnáttúrlegum eiginleikum t augum forfeðra okkar en hestar voru sjald- gæfir og eigendur þeirra tilheyrðu oft prestastéttinni. Járn hugðu menn svo magnað að jafnvel draugar þyrðu ekki að koma nálægt því. Því var það sem menn ráku oft nagla á víð og dreif í híbýli sín. Þeir voru til varnar gegn illum öndum og öðrum plágum. □ ? \ á sér aldagamlar rœtur og er oftast sprottin af „heimsku" forfeðranna Tl rúirðu því að brotinn spegill boði sjö ára ógæfu? Þorirðu ekki að ganga undir stiga? Bankarðu í tré eftir glaðhlakkalegar yfirlýsingar? Jæja, sé svo og hvort sem þér líkar það vel eða illa, þá ertu einn hinna hjátrúarfullu. Hjátrú af þessu tagi á sér nærri undan- tekningarlaust aldagamlar rætur. Hún er líka nærri undantekningarlaust sprottin af „heimsku" forfeðra okkar. Hjátrúin um brotna spegilinn mun til dæmis vera af ævagömlum uppruna. Fyrsti spegillinn var sennilegast lækur eða tjörn og þegar speg- ilmynd manns var rofin með því að kasta steini í tjörnina trúði hann því að sál hans kæmist í bráða hættu — því að spegilmynd var að hans dómi partur af sálinni en ekki líkamanum. Þessi hjátrú festist svo við speglana þegar þeir komu til sögunnar. Að hella niður salti var eitt sinn slæmur fyrirboði. Salt var lengi vel rándýr og nærri ófáanleg munaðarvara svo að sá sem fór kæruleysislega með það gerði sig sekan um að fara kæruleysislega með gjafir guð- anna. Sá seki flýtti sér þá að kasta nokkrum saltkornum yfir vinstri öxl sína — til þess að blinda, um stundarsakir að minnsta kosti, illu andana sem þar stóðu. En góðu andarnir hugðu menn að stæðu manni til hægri handar. Hægri hliðin hefur öldum saman verið „góða“ hliðin og sú vinstri sú „slæma" eða varhugaverða. í sumum löndum trúa menn því að það sé að bjóða hættunni heim að setja skó upp á borð. Hjátrú þessi mun komin aust- an ffá Asíu þar sem feturnir eru álitnir ómerkilegri en aðrir líkamspartar. Þar af leiðir að setji maður skó sína upp á borð í ókunnu húsi — til dæmis til þess að hreinsa þá — er hann að óvirða húsráðanda. Og í ffamhaldi af þessu hefur skapast sú hjátrú að skór megi alls ekki upp á borð koma, ekki einu sinni á manns eigin heimili. Þá er það ennffemur enn þann dag í dag sumstaðar brýnt fyrir börnum að þegar þau borði egg megi þau ekki skilja skurnið heilt effir heldur beri þeim að brjóta það. Þessi hjátrú er ffá þeim dögum þegar menn trúðu á álfa og illa anda og alls kyns ósýnilega óvætti. Þá var vitað að vondu andarnir áttu erfitt með að komast yfir rennandi vatn. En kæmust þeir yfir egg- skurn gátu þeir fleytt sér yfir á því og þess vegna bar mönnum að brjóta þessa „báta“ þeirra. Talið er að stiga-hjátrúin eigi rætur sínar að rekja til þeirra tíma þegar menn voru hengdir fýrir minnstu yfirsjónir. Aftakan fór oft fram með þeim hætti að sá dauða- dæmdi var settur upp í stiga, snörunni brugðið um háls honum og stiganum síð- an kippt undan fótum hans. Ef vinir eða kunningjar fangans voru á vakki hjá stigan- um gat fallið sá grunur á þá að þeir hygð- ust fýrirbyggja aftökuna með valdi. En þá gat afleiðingin orðið sú að hinir væntan- legu björgunarmenn væru einfaldlega teknir og hengdir líka. Það var þess vegna ekki hættulaust að koma of nálægt þessum stigum. Og að lok- um fengu allir stigar á sig óorð, með þeim afleiðingum að enn þann dag í dag má sjá hámenntaða menn taka á sig krók til þess að þurfa ekki að ganga undir ólánstækin. Stundum á hjátrú rætur sínar að rekja til kukls og galdratrúar. Ýmsir hafa ótrú á því að gefa hnífa og skæri. Þeir afhenda ekki bitjárnið nema viðtakandi láti á móti mála- myndagreiðslu. Svo er mál með vexti að á þeim dögum þegar menn trúðu því að þeir gætu komið óvinum sínum fýrir katt- arnef með göldrum þótti ákaflega áhrifa- 26. TBL. 1989 VIKAN 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.