Vikan


Vikan - 28.12.1989, Blaðsíða 33

Vikan - 28.12.1989, Blaðsíða 33
DULFRÆÐI Indíánar Norður-Ameríku halda ennþá tryggð við fornan átrúnað forfeðra sinna. Á þessari mynd sést ungur Lakóta- indíáni dansa sólardansinn. Það hefur vakið fiirðu að töfira- læknar indíána skuli geta læknað sjúklinga sem sérfræðingar í læknastétt hafa fullyrt að væru haldnir ólæknandi sjúkdóm- um. og um árferði eða aðra hluti. Var þá talað um að ganga til fréttar, að fella blótspána eða að gá blótsins. Samfélagsstaða og viðhorf fólks til völvunnar kemur vel fram í frásögn Eiríkssögu rauða af heimsókn Þorbjargar lítilvölvu til Her- jólfsnesar á Grænlandi. Henni er tekið með virktum og búið hásæti. Vinsamlegt viðmót og virðing fyrir fólki af þessum toga þekkist meðal annars hjá Sömum en þar kvartar prestur yflr því að börn og fullorðnir komi hlaupandi á móti seið- manninum „líkt og hann væri guðsmaður eða engill af himnum". Völvan hefur staf í hendi. Orðið völva er líklega dregið af völur, sem er sívalur stafur. í Laxdælu er lýst hvar völuleiði finnst undir kirkjugólfl og seiðstafur þar við hlið. Seið- stafur er eitt megineinkenni rússneskra og samískra seið- kvenna. Bent hefur verið á að völur sé dregið af orðinu völsi eða reður karlmanns. Seið- menn eru einnig nefndir seið- berendur en berandi er tilvís- un í kynfæri konunnar. Minnir þetta á skauð- og reðurstákn í fornum átrúnaði. Seiðurinn kom frá Vönum en þeir voru, eins og kunnugt er, miklir frjósemisdýrkendur. í lýsingunni af véfrétt Þor- bjargar lítilvölvu kemur fram að konur hafl slegið hring um seiðhjailinn sem Þorbjörg sat uppi á. Síðan var kveðið kvæði sem nefnt var Varðlokur. Orð- ið „varð“ merkir fýlgja eða sál sem aðskilin er frá persónunni. Vörðurinn getur ýmist verið í manns- eða dýrslíki eða jafnvel sem ljós. Oft er talað um garðs- vörð eða túnsvörð en það var vættur eða verndari einhvers svæðis eða staðar. Sænski ffæðimaðurinn Dag Strömback hefur varpað ffam þeirri til- gátu að orðið varðloka hafi upphaflega verið varðlokka. Hann nefnir til þess dæmi ffá Sömum, þar sem unglings- stúlka er fengin til þess að lokka sál seiðmannsins aftur inn í stirðnaðan líkamann með því að hvísla í eyra hans. Flutn- ingur kvæðisins Varðlokur hef- ur þá líklega haft þann tilgang að lokka að ýmsar andaverur og nálæga vætti. Enda segir Þorbjörg að kvæðinu loknu að „margar þær náttúrur hingað til hafa sótt og þótti fagurt að heyra það er kveðið var, er áður vildi frá oss snúast og oss öngva hlýðni veita“. Og virtist þá tilganginum með athöfh- inni náð. Seiður og sálhrifalyf Notkun ýmissa sálrænna lyfja fór oft fram samhliða seiðnum. Vitað er að Samar og Síberíubúar notuðu mikið am- anita muscaria, eða berserkja- sveppinn eins og hann er kall- aður á íslensku. Annar sveppur, sem neytt var í sama tilgangi og vex á norðlægum slóðum, er peðsveppurinn (psilocybin). Peðsveppurinn var af indíánum Mexíkó nefnd- ur töffasveppurinn og álitinn heilagur vegna áhrifa sinna. Ekki eru mér kunnugar neinar ritaðar heimildir um notkun þessara sveppa hér á landi en fornmenn hafa eflaust þekkt inn á flóru landsins og líklega snöggtum betur en margur nú á dögum. Indíánaflokkar Suð- ur-Ameríku notuðu mörg önn- ur skynbreytandi efhi, þar á meðal peyote (kaktus sem meskalín er unnið úr), jims- ongras, datura og ýmsar teg- undir sveppa. Vitað er að spáprestar Skýþa önduðu að sér reyk af glóðhit- uðum hassklumpi áður en þeir gengu til ffétta. Neysla á kannabis er einnig þekkt í tengslum við hugtæknilega iðkun jóga og í Vedunum, ævafornum helgiritum Ind- verja, er minnst á lyfið soma sem mikil helgi hvíldi yflr. Saminn, sem sagt var frá hér að ffaman, andaði að sér gufu af þurrkuðum jurtum áður en hann lagðist fyrir og fór ham- förum til biskupsfrúarinnar. í frásögninni af Þorbjörgu lítil- völvu kemur ffam að henni var veittur „sá umbúningur, sem hún þurfti að hafa til að fremja seiðinn". Minnst er á að Þor- björg hafl setið ofan á seið- hjalli á meðan hún magnaði seiðinn en seiðhjallur hefur líklega verið hár, afmarkaður pallur sem reistur var ein- göngu til þessara nota. Þess eru dæmi að Samar sitji á palli og til er lýsing frá Síberíu þar sem seiðkarl kemur sér fyrir á ferköntuðu sæti og ketill með sjóðandi vatni er hafður fyrir neðan. f pottinum voru skynörvandi sveppir og þegar þeir höfðu verið soðnir í mauk var seyðið drukkið. Þess skal þó getið að notkun sálhrifalyfja meðal seiðmanna er alls ekki algild og engan veginn forsenda fyrir því starfi sem þeir inna af hendi. Indíán- ar í Norður-Ameríku og sær- ingamenn inúíta á Grænlandi notuðu til dæmis ekki jurtir af þessu tagi. Þar sem notkun þeirra þekkist voru þær taldar mikilvægur þáttur í helgi- athöfnum þjóðflokksins. Jurt- irnar voru álitnar ginnheilagar. Þær voru því aldrei notaðar sem vímugjafar eins og því miður er algengt nú á dögum. Sendingar og líknargaldur í Heimskringlu kemur ffam að Óðinn fékk með seiðnum mátt til að „gera mönnum bana eða óhamingju eða van- heillindi og taka frá mönnum vit eða afl og gefa öðrurn". Þess konar seiður flokkast sem svartigaldur. Svartigaldur er kunnur úr fornritunum en hann var galaður til þess að valda mönnum skaða eða óhöppum. Sterk trú var á að með seið mætti hafa áhrif á veður, valda þoku eða sjávar- háska og einnig brjóta niður kynferðislega mótstöðu. Send- ingar eru dæmi um svartagald- ur en þá er átt við að senda einhvern illvætti að ákveðnum mönnum, yfirleitt þegar fórn- arlambið er varnarlaust í svefni. Líknargaldur, sem galaður var til hamingju og heilla, er þó algengari beiting galdurs. í Sigurdrífumálum ákallar val- kyrjan Sigurdrífa æsi og ásynj- ur og biður þau um að veita sér og Sigurði Fáfhisbana „læknishendur, meðan lifúm“. Talið er að völvur þær sem kenndar voru við Óðin hafl ekki aðeins séð framtíðina með aðstoð rúna heldur einn- ig stundað lækningar að hætti þess tíma. Handayfirlagning hefur líklega verið eitt afbrigði þeirra. Meðferðargjafinn legg- ur þá hendur sínar yfir líkama sjúklingsins og hefur græðandi áhrif á einhvern ókunnan hátt. Vísindamenn hafa um árabil rannsakað töffalækningar Sér- óka-indíánans Veltandi þrumu (Rolling Thunder). Þeir eiga erfitt með að útskýra hvernig honum reynist kleiff að lækna ýmis sjúkdómstilfelli, eins og til dæmis heila- og mænusigg á háu stigi. Sumir sjúklingar, sem leita til hans, hafa fengið bót meina sinna, jafnvel eftir að sérfræðingar í læknastétt hafa fullyrt að meinsemd þeirra væri ólæknandi. 26. TBL. 1989 VIKAN 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.