Vikan


Vikan - 28.12.1989, Blaðsíða 44

Vikan - 28.12.1989, Blaðsíða 44
— Joe, sagði hann, þú hefur líklega ekki séð Mörvu ogjill fara að heiman í leigubíl síðdegis eða í rökkrinu? Joe leit á hann og var dálítið undrandi á svipinn. — Ég kom ekki heim fyrr en klukk- an sex, sagði hann. - Og ég hef ekki séð neinn leigubíl síðan. Ég skal spyrja Helen. - Já, gerðu það, sagði John og kinkaði kolli. — Leigubíl? át Helen eftir honum. — Ég man ekki til að hafa séð nokkurn fara hvorki inn eða út úr leigubíl. Ég sá Mörvu síðast kiukkan fjögur. Er eitthvað að, John? — Ég veit það ekki ennþá, sagði John dræmt. Svo sagði hann þeim frá miðanum og sporinu undir glugganum. — Það skyldi þó aldrei vera brjálaði maðurinn, Joe? sagði Helen og saup hveljur. John Willoughby leit á þau. — Brjálaði maðurinn? sagði hann. — Það stendur í kvöldblaðinu, sagði Joe. — Það hefur einn sjúklingur sloppið af vitfirringahælinu. Blaðið lá fyrir framan þau. John tók það án þess að segja nokkurt orð. Þar var lýs- ing á vitfirringnum. Hann hét George Fenwich, var fjörutíu og eins árs og 1,88 metrar á hæð — sem sagt stór maður. Fyrir nokkrum árum hafði hann myrt konu sína. Hann hafði líka átt dóttur en hún var látin. Fenwich var álitinn það hættulegur að hann hafði verið í haldi síðan. Honum var lýst sem álútum manni, með ljóst hár, eiginlega hvítt, og hann var rjóð- ur í framan. Sterklegur maður, hugsaði John, með stóra fætur...! — Það getur verið að hann hafi fengið að sitja í hjá einhverjum, sagði John og hann fann hvernig kuldinn læddist niður bakið á honum. Hann sneri sér við til að fara og sagði: — Ég ætla að hringja aftur til Millie. Það getur verið að hún hafi verið á járnbraut- arstöðinni til að taka á móti Mörvu þegar ég hringdi áðan. — Reyndu að taka þessu rólega, sagði Joe. — Hún er að öllum líkindum hjá systur sinni. Ég skal koma með þér ef þú vilt. John bað fýrir því í huganum að Millie væri komin heim og að Marva væri hjá henni. Hann valdi númerið og nú tók Millie upp símann. — Halló? sagði hún og John var næstum búinn að hrópa upp af gleði. — Millie, sagði hann, er Marva komin? — Marva? endurtók Millie. — Ætlaði hún að koma til mín í dag, John? John varð flökurt. Hann starði á símann. — Hún skildi eftir miða, sagði hann. — Þar stendur að hún hafi ætlað að heimsækja Þig- — Það var skrýtið, sagði Millie. — Marva hefúr ekki sagt eitt einasta orð um að hún ætlaði að heimsækja mig. Hún þagnaði. — John, sagði hún allt í einu. — Er eitt- hvað að, John? John varð að kyngja kekkinum í hálsin- um. — Ég veit það ekki ennþá, sagði hann. — Ég... ég skal hringja til þín seinna. Honum varð kalt, ískalt, og honum fannst að fæturnir gætu ekki borið hann. Hann tók símann upp aftur og í þetta sinn hringdi hann í lögregluna. 42 VIKAN 26. TBL.1989 Það liðu næstum tíu mínútur þangað til lögreglubíllinn kom og á eftir honum ók lítill fólksbíll með tveim óeinkennisklædd- um mönnum. Það var orðið aldimmt þegar þeir komu en John sýndi þeim sporið í rósabeðinu með hjálp ljóskastaranna frá lögreglu- bílnum. — Er nokkur kjallari? spurði annar óein- kennisklæddi maðurinn. Það var stór, rauðhærður, miðaldra maður með gler- augu, Torgersen að nafni, og hann leit alls ekki út sem lögreglumaður. — Við höfúm engan kjallara, sagði John, en það er herbergi við hliðina á bílskúrn- um. John tók blaðið og las hvert orð sem stóð í því um þennan Fenwick, vitfirringinn sem hafði sloppið út. Hann hafði myrt konu sína í reiðikasti. Dóttir hans var líka lótin. John Willoughby sat hugsi. Þeir fóru bæði inn í bílskúrinn og hliðar- herbergið. — Hvað skyldu þeir búast við að finna, hugsaði John. - Hverju leita þeir að? Torgersen skoðaði miðann frá Mörvu. — Er þetta skriftin hennar? — Það er örugglega hennar skrift, svar- aði John. — En það var þessi effirskrift um köttinn sem gerði mig órólegan. — Köttinn sem var aflífaður fyrir tveim vikum? — Já, fyrir tveim vikum, sagði John og kinkaði kolli. — Jill tók það mjög nærri sér. Það - það er eins og hún sé að reyna að segja mér eitthvað, ef til vill að vara mig við einhverju. - Hvernig er það með þennan vitfirr- ing? spurði hann svo og var þungur á brún. Torgersen leit á hann. — Ég held að allir hafi fengið þennan vitfirring á heilann í dag. — Er nokkuð að frétta af honum? spurði John. — Er búið að ná í hann? Lögregluforinginn hristi höfúðið. — Nei, hann er ennþá laus, sagði hann. - En hann getur varla verið kominn langt í burtu. Þeir gengu aftur inn í húsið og Torger- sen sagði: — Við sendum út lýsingu á þeim mæðgunum, herra Willoughby. - Svo verðum við í sambandi við yður. Hinn maðurinn hafði talað við leigubíla- stöðina. Hann lagði símann á og sagði við Torgersen: — Það hafa ekki verið neinir leigubílar hér í nágrenninu í dag. Þeir eru alveg vissir um það. — Þá hafa þær farið gangandi, sagði John og virtist alveg hjálparvana. — Þau geta hafa farið yfir engið og náð í bíl á þjóðveginum, sagði Torgersen. — Þau? spurði John og Torgersen hristi höfuðið. - Haldið þér að hún hafi þá farið með hverjum sem var? spurði John. — Hún hlýt- ur að hafa getað hrópað á hjálp eða eitt- hvað slíkt! Þá rann það upp fýrir honum að Marva hefði ekki getað hrópað á hjálp ef einhver hefði haft Jill í haldi og jafnvel haldið hnífi að barka hennar. Eftir stundarkorn óku báðir bílarnir burt og það var aftur svartamyrkur í garð- inum. Helen var komin til þeirra og sagði: — Ég skal hita kaffi handa þér, John. Það hressir þig. — Við hljótum að frétta eitthvað eftir stundarkorn, sagði Joe. - Kannski fféttum við eitthvað af þessum Fenwick. Ef þeir ná í hann er ekkert að óttast, John. John tók blaðið og las hvert orð sem stóð í því um þennan Fenwick, vitfirring- inn sem hafði sloppið út. Hann hafði myrt konu sína í reiðikasti. Dóttir hans var líka látin. John Willoughby sat hugsi. Hann hringdi til hælisins sem Fenwick hafði verið á. Stúlkan, sem svaraði, fann strax sjúkdómsgreiningu hans og aðrar upplýsingar. — Georg Fenwick, sagði hún, var fædd- ur 7. mars árið 1921 ... — Ég hef mestan áhuga á að heyra eitt- hvað um dóttur hans. Mér skilst að hún sé látin, tók John fram í fyrir henni. Stúlkan þagði um stund og blaðaði í skjölunum. — Fenwick átti eina dóttur sem hét Heidi. Hún dó af slysförum fyrir þrem árum. Hún datt niður úr litlum kofa sem var uppi í stóru tré við húsið þeirra. John Willoughby fannst hjarta sitt frjósa. — Kofa í tré? endurtók hann. — Það lítur þannig út að Fenwick hafi ásakað konu sína fýrir að hún hafi ekki litið nægilega vel eftir barninu og að hann hafi kennt henni um dauða þess, sagði stúlkan. — Jæja, sagði John dræmt. Þakka yður fyrir, þakka yður kærlega fyrir. Hann lagði símann á. — Fékkstu nokkrar fréttir, John? spurði Joe Brighton. — Þau eru í húsinu uppi í trénu, sagði hann lágt. í húsinu í trénu? Joe greip andann á lofti. — Hver eru þar? — Marva, sagði John, rólega. — Marva, Jill og þessi Fenwick. — Já, en lögreglan leitaði um allt, sagði Joe. — Ekki uppi í trénu, svaraði John. — Það var orðið dimmt þegar þeir komu og mér datt ekki kofinn í hug. Það er kaðalstigi þangað upp en það er ekki gott að sjá hann í myrkri ef ljósið fellur ekki beint á hann. — En Marva hlýtur að hafa séð þig, sagði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.