Vikan


Vikan - 28.12.1989, Blaðsíða 41

Vikan - 28.12.1989, Blaðsíða 41
Austur-Þjóðverjar í biðröð við pósthús í Vestur-Berlín til að taka á móti 100 vestur þýskum mörkum frá v-þýska ríkinu. Austur-Þjóðverjamir voru heillaðir af vestur-þýskum stöðutáknum. Peir notðu vakandi auga með öllu, en leyfðu sér þó að bregða á leik. Landar þeirra í vestri reyndu að fá þá með í veisluhöldin í tilefni af opnun landa- mæranna og færðu þeim kampavín og bjór. Þennan gráa nóvemberdag gengum við fram á fólk hundruðum saman með hamar og meitil að vopni við að höggva göt á þetta hataða mannvirki. Flestir virtust vera Berlínarbúar en aðrir komu langt að til að taka þátt í þessari fjöldahreyfmgu. Ungur Ameríkani mundaði nýkeyptan slaghamar af stærri gerðinni og sagðist hafa komið alla leið frá Los Angeles til að fá tækifæri til að upplifa þetta. Ég sá ekki betur en að all- ir þjóðfélagshópar ættu hér sína fulltrúa. Sumir fengu verkfæri að láni til að höggva sér út stein sem minjagrip. Hinhverjir voru fljótir að átta sig á að- stæðunum og tæpri viku síðar sáum við fyrsta sölumanninn við Brandenborgar- hliðið með brot úr múrnum. Brotin kost- uðu frá tveimur vestur-þýskum mörkum og upp í tuttugu eftir stærð. Steinar úr Berlínarmúrnum seljast nú þegar á háu verði í New York en þeir verða að vera með grafflti-málningu á til að hafa eitt- hvert söfhunargildi. Eins og alls staðar þar sem margir koma saman blómstrar viðskiptalífið. Við Brand- enborgarhliðið, þar sem þúsundir söfnuð- ust saman fyrstu dagana, var góður mark- aður fyrir pylsur, bjór, heitt vín og sér- stimpluð ffímerki, enda myndaðist stórt markaðstorg á einni nóttu. Brandenborgarhliðið að austanverðu. Brandenborgarhiiðið hefúr sérstaka þýðingu í hugum Berlínarbúa. Upphaflega var það eitt af átján borgarhliðum og var byggt 1734. Um miðjan nóvember síðast- liðinn var hér mikil stemmning. Það var mikið rætt meðal fólksins hvenær landa- mærin yrðu opnuð á þessum stað en múr- inn stendur þvert yflr hina glæsilegu breiðgötu, Strasse des 17. juni, framan við hliðið. Stóru fféttastofurnar voru með beinar útsendingar héðan og mannfjöld- inn beið eftir því að eitthvað gerðist. Aust- ur-þýskir landamæraverðir og vestur-þýsk lögregla höfðu vakandi auga með öllu en allt fór ffiðsamlega fram. Frh. næstu opnu Brandenborgarhliðið að vestanverðu. Hér safhaðist saman mannfjöldi og krafðist þess að múrinn yrði roflim á þessum ffæga stað. 26. TBL.1989 VIKAN 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.