Vikan


Vikan - 28.12.1989, Blaðsíða 66

Vikan - 28.12.1989, Blaðsíða 66
Fundasýki landsmanna Nú er svo komið að enginn telst eigin- lega maður með mönnum nema hann sé á fundi! Hafið þið tek- ið eftir þessu? Og það skrítn- asta við þetta allt saman er að það eru nánast allir meira og minna á fundi — sama á hvaða tíma sólarhringsins maður hringir...ég segi nú ekki að sagt sé að viðkomandi sé á fundi klukkan fjögur um nótt! Þá hlyti það nú að vera einhvers konar fundur sem manni hreiniega kemur ekki við...hvers eðlis sem hann er, skárri væri það nú líka dóna- skapurinn að fara að spyrja að því — fólk má nú eiga sitt einkalíf í friði. Svo veit maður aldrei nema viðkomandi láti hlera símann hjá sér, það er víst að færast í vöxt að fólk geri slíkt. Þeir hjá Símanum hafa víst ekki undan að sinna þessari nýju þjónustu. Nú, ég heyrði því fleygt ekki alls fyrir löngu að það væri bara komið í tísku að láta hlera símann hjá sér, það væri eitthvað svo voldugt yfir því. Það væru víst aðallega þeir sem væru að drepast úr minni- máttarkennd og þyrftu því að láta líta svo út sem þeir væru alveg ofboðslega eftirsóttir og spennandi. Hjá þessu fólki liggja víst líka flestir símsvar- arnir sem núna eru svo mikið í tísku og sagt er að það hittist einnig svo furðulega á að þetta sama fólk séu einmitt aðilarnir sem alltaf eru á fundum, það sé bara ekki nokkur einasta leið að ná í þetta fófk. Ég veit til dæmis um mann sem lenti í því pínlega ástandi að hringja óvart eftir klukkan tvö um nótt í konu eina sem tók að sér aukaverkefni í tölvu- forritun...ekki það að maður- inn sé svo mikill dóni að hann viti ekki að það er helber dónaskapur að hringja í hús eftir klukkan tíu á kvöld- in...nei, nei, hann hringdi ein- faldlega af því að hann var á fundi og gáði ekki að því hvað tímanum leið, fundasýkin var svo gífurleg. Konan, sem var ein af þessum manneskjum sem ég var að segja ykkur frá áðan, þeim sem eru í hópi þeirra með minnimáttar- kenndina og er alveg gasalegá athyglisjúk, hún náttúrlega blómstraði þarna í símanum klukkan tvö um nótt...je minn, hellti sér yfir manninn með öllu því orðaflóði sem í- myndunaraflið bauð henni þá stundina og hótaði að láta lög- regluna vita ef hann léti sér svo mikið sem koma til hugar að hringja aftur í hana á þess- um ónáttúrulega tíma! Hún sagðist nú aldeilis vera í alveg gulltryggðri vernd hjá þeim sveinum á Símanum og nú myndu þeir hreinlega gefa henni upp hvaðan hann hringdi og þá væru hæg heima- tökin fýrir yfirvöld þessa lands að taka hann í karphúsið! Aumingja manninum varð svo mikið um þessa afgreiðslu að upp frá þessu veigraði hann sér við því að vera mikið á fundum. Hann var allt í einu farinn að versla ískyggilega mikið við Kornmarkaðinn og þótti eitthvað fölur og tekinn í framan, það var víst ristillinn og þar að auki þótti fólki afar skrítið að maðurinn var orðinn símalaus, taldi hann óþarf- an...aldeilis alveg magnað! Hann Gústi sem vegna starfs síns þurfti manna helst að nota síma! Svona getur fundasýki til dæmis farið með margan góð- an efhiviðinn. Eitt þekktasta fyrirbærið er þegar fólk lætur jakkann eða kápuna hanga á stólbakinu eða skilur eftir hálf- kláraða ritgerð á borðinu og við hliðina liggur svo miði sem á stendur: „Er á fundi, kem eft- ir 2 klst.“ Þvílíkt bull og vit- leysa! Þá er bara verið að sóla sig í einhverjum sólarlampan- um, kíkja í búðir eða stelast til að drekka kaffisopa með vin- konunni einhvers staðar á huggulegum stað! Það þykir sem sagt afskap- lega mikilvægt um þessar mundir að vera á fundum! Meira að segja börn og ungl- ingar eru komin inn í dæmið. Þegar þau koma heim úr skólanum er ekki nokkur leið að halda þeim innandyra nema svo sem eins og hálftíma því það er fúndur klukkan þetta og klukkan hitt hjá hinum og þessum og ekki vitað nema fundurinn standi til klukkan tíu eða ellefu í kvöld, þannig að best sé að vera ekkert að hafa áhyggjur af því að halda matnum heitum! Og svo þegar halla fer í miðnætti hittist fjöl- skyldan eins og fyrir tilviljun á baðherberginu, þar sem allir — eins og í leiðslu — teygja hönd- ina í áttina að tannburstastatíf- inu...nei, en gaman að sjá þig. Get ég fengið far með þér í fyrramálið? Ég þarf nefhilega að fara á fund klukkan níu og hvað segirðu Steini, ertu að rjúka út núna þegar kominn er háttatími? Það getur ekki verið að nokkurt einasta fyrritæki sé með fund svona seint...! Fundir hér og fundir þar, fundir þar og alls staðar stend- ur einhvers staðar. Þannig er það með blessaða þjóðina um þessar mundir, fundasýkin er komin út í vitleysu! 64 VIKAN 26. TBL1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.