Vikan


Vikan - 28.12.1989, Blaðsíða 42

Vikan - 28.12.1989, Blaðsíða 42
VIKAM A VETTVAMGI Margir tóku með sér grænmeti og ávexti heim eftir fyrstu heimsóknina. Okkur tókst ekki að finna ferska matvörur neins staðar í verslunum í Austur-Berlín. Austur-þýskir ríkisborgarar ferðast frítt, stendur á skiltinu. Frá neðanjarðar- brautarstöð í Vestur-Berlín. Konan á myndinni hér fyrir neðan flúði frá Aust- ur-Berlín árið 1975. Eftir að landamærin voru opnuð sótti hún hvað eftir annað um leyfi til að sjá grafir foreldra sinna í Austur-Berlín. Þrátt fyrir ítrekuð loforð yfirvalda var hún send til baka af landa- mæravörðunum. Á leið vestur yfir landamærin. Það voru ekki allir sem komu á Trabant. Nálægt landamærahliðinu við Check- point Charlie, á horni Kochstrasse og Friedrichstrasse, er athyglisvert saín þar sem er til sýnis allt frá sérútbúnum bílum til heimatilbúinna loftbelgja sem hafa ver- ið notaðir við flótta yfir múrinn. Þar er líka athyglisvert kort yfir múrinn með krossi við alla þá staði þar sem fólk hefur orðið fórnarlömb landamæravarða. Á mörgum stöðum standa krossarnir þétt. í Austur-Þýskalandi ríkir skortur á flest- um sviðum. Ferskt kjöt, grænmeti og ávexti tókst okkur ekki að finna í Austur- Berlín en fólk stóð í löngum biðröðum við hálftómar matvöruverslanir til að kaupa pylsur, osta, dósamat og brauð. Fólk stóð jafnvel í biðröðum til að komast inn á járn- brautarstöðvarnar til að taka lestina heim úr vinnunni. Húsnæðisskortur er gífurleg- ur og allar fáanlegar framleiðsluvörur eru lélegar. Mánaðarlaunin eru um það bil 800 til 1200 mörk. Samkvæmt hinni opinberu gengisskráningu í Austur-Þýskalandi hefur austur-þýska markið sama verðgildi og það vestur-þýska en fólk fær aðeins einn tíunda hluta þess verðs þegar það skiptir peningum sínum í vestur-þýsk mörk. Vestur-þýska ríkið gefur öllum austur- þýskum ríkisborgurum 100 mörk þegar Þrátt fyrir aukið frjálslyndi eru Austur- Þjóðverjar ennþá tortryggnir gagnvart ljósmyndurum. í einu tilfelli tóku þeir af okkur filmuna þegar við vorum að taka myndir á landamærunum. Þeim hefur líklega þótt við gerast heldur nær- göngulir. þeir koma yflr í fyrsta skipti. Fyrir utan pósthúsin í Vestur-Berlín sá maður fólk standa tímunum saman í biðröð til að komast inn og ná í þessa peninga. Síðan er farið í búðaráp. Það er ekki erfitt að þekkja Austur-Þjóð- verjana á götum Vestur-Berlínar. Þeir eru svolítið „sveitalegir" í stórborginni, dá- leiddir af öllum glæsileikanum og óhóflnu, bera úttroðna plastpoka með matvörum. Segulbandstæki og leikföng eru einnig vin- sælar vörur til að taka með sér heim. Víða sá maður „gestina" ífá austri dást að lúxus- bílum, sjónvarpstækjum, stereo-samstæð- um og fleiri munaðarvörum. í Austur-Þýskalandi er mikið horft á vestur-þýskar sjónvarpsstöðvar svo að fólk þekkir flest vörumerkin. Auglýsingaflóðið hefur mikil áhrif á fólk sem lifir við skort á flestum sviðum. Fyrstu dagana, sem Aust- ur-Þjóðverjarnir streymdu vestur yflr, var ekki óvanalegt að sjá þá standa í biðröð við McDonald skyndibitastaðina. Við sáum jafhvel eina flmm manna fjölskyldu skipta á milli sín einum hamborgara og kókdós eftir að hafa staðið í biðröð í tíu til flmm- tán mínútur. Þau voru blönk en allir urðu að fá að smakka. Vestræn stórfyrirtæki eru nú þegar í startholunum með fjárfestingar á hinum nýja markaði sem er að opnast. Austur- Þýskaland hefur mikla þörf fyrir vestrænt fjármagn til að byggja upp sín gamaldags óarðbæru fyrirtæki. Bæði austur- og vest- ur-þýskir leiðtogar hafa síðustu dagana lýst yflr í fjölmiðlum áhuga á viðræðum um samvinnu og jafnvel sameiningu þýsku ríkjanna. Líklegt er að það komi til með að taka mörg ár að finna viðunandi lausn á þeim pólitíska vanda. í Vestur-Þýskalandi, þar sem atvinnu- leysi er tilfmnanlegt, heyrast nú þegar há- værar raddir um að Austur-Þjóðverjar komi og taki vinnu ffá heimafólki. Bent hefur verið á þá hættu að Austur-Þjóðverj- ar verði annars flokks borgarar í hinu þýska samfélagi. Sá möguleiki er þó einnig fyrir hendi að uppbyggingin í austri skapi atvinnutækifæri fyrir atvinnulausa Vestur- Þjóðverja á næstu árum. Hver sem þróunin verður er stóra spurningin samt sem áður sú hvernig Austur-Þjóðverjum gengur að aðlagast því neysluþjóðfélagi sem þeir kastast nú svo skyndilega inn í.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.