Vikan


Vikan - 28.12.1989, Blaðsíða 39

Vikan - 28.12.1989, Blaðsíða 39
Ellem af sautjan þatttakendum 1 keppninni hafa her veitt viðtöku viðurkenningum fyrir þátttökuna. HÖNNUNARSAMKEPPNI SMIRNOFF OG VIKUNNAR: Fjórir nemar til Helsinld TEXTI: ÞÓRARINN JÓN MAGNÚSSON LJÓSM.: GUNNLAUGUR RÖGNVALDSSON Urslit í samkeppni íslenskra nema í fatahönnun, sem Smirn- ofif umboðið gekkst fyrir í sam- vinnu við Vikuna, voru tilkynnt í hófi 16. desember síðastliðinn. Fjórir nemar úr hópi sautján keppenda hlutu verðlaun og þátttökurétt í samkeppni norrænna fatahönnunarnema, en sú keppni fer fram í Helsinki 29. janúar. Það- an fer svo einn hönnuður frá hverju Norðurlandanna til keppni í London. Sigurvegararnir fjórir eru allir við nám erlendis. Fyrstu verðlaun hlaut Þórunn Jónsdóttir, sem er við nám í París. Önnur verðlaun hlaut Valgerður Melstað, sem einnig er við nám í París. Stúlkurnar í þriðja og fjórða sæti eru svo við nám í Róm, en þær heita Rósa Jónsdóttir og Val- gerður Schopka. Stúlkurnar fjórar fengu í sinn hlut 1200 finnsk mörk hver um sig upp í efniskostn- að og auk þess fá þær allar boðsferð til Helsinki þegar norræna keppnin fer fram. Þá þurfa þær að vera búnar að ljúka við saumaskapinn, en það voru aðeins teikn- ingar sem þær skiluðu inn til íslensku dómnefndarinnar. íslensku dómnefndina skipuðu þau Eva Vilhelmsdóttir, fatahönnuður og Henrik Árnason, auglýsingahönnuður af hálfu Smirnoff og Arna Kristjánsdóttir fata- hönnuður af hálfú Vikunnar. Arna á jafh- framt sæti í dómnefndinni í Finnlandi. Stigaliæsti keppandinn frá hverju Norðurlandanna fær 2000 mörk í verð- laun og ferð til London til þátttöku í The Smirnoff U.K. Fashion Show, en þetta er í sjötta skipti sem keppnin fer fram. Það var franska tískukynningarfyrirtæk- ið Promostyl sem lagði línurnar fyrir keppendurna varðandi þemað, sem snýst um höfuðskeppnurnar fjórar; vatn, vind, jörð og eld. Verðlaunatillögur sigurvegaranna í keppninni hér á landi verða birtar í næsta tölublaði Vikunnar. Dómnefindin að störfum; Eva, Ama og Henrik. FATAHönnun 26. TBL 1989 VIKAN 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.