Vikan


Vikan - 28.12.1989, Blaðsíða 51

Vikan - 28.12.1989, Blaðsíða 51
Eitt það skemmtilegasta sem systurnar gera er að fara í sund. Marlene útbjó sundbol handa þeim með því að sauma saman tvo boli og þær hafa kút um hálsinn til að styðja við höfuðið. tímasóun að vera að velta því fyrir sér hver ástæðan geti verið. Það er ekki hægt að sanna neitt og jafhvel þó það væri hægt, hvaða tilgang hefði það? Eftir fæðinguna var strax far- ið með tvíburana til Denver í gjörgæslu. Mörgum dögum síðar sögðu læknarnir okkur að Ruthie og Verena hefðu sameiginlegt hjarta og þarma að hluta til og að lifrar þeirra væru fastar saman. Sennilega myndu þær aðeins lifa í tvo mánuði. Ég man að ég grét þetta kvöld og hugsaði með mér að ég ætti ekki einu sinni eitt alvörubarn, hvað þá held- ur tvíburana sem ég hafði ósk- að mér og þessar tvær átti ég ekki að fá að hafa lengi. En um nóttina hvarf sorgin og morg- uninn eftir var ég orðin þeirrar skoðunar að ef til vill væri ein- hver tilgangur með því að hafa þær svona. Ekki svo að skilja að guð hafl sagt við þær: „Ég ætla að refsa foreldrum ykkar með því að hafa ykkur fastar saman.“ Ef til vill var tilgangur- inn sá að færa okkur nær guði. Þær yrðu ekki aðskildar, svo ég taldi að þeim hefði verið ætlað að vera saman. Þegar ég var að bera þær út í bílinn daginn sem þær komu heim hrópaði maður til mín yflr bílaplanið: „Eru þetta síamstvíburarnir?" Þá gerði ég mér grein fyrir að héðan í frá yrði ég að horfast í augu við líf- ið eða fara í felur. Svo ég sagði: ,Já, viltu sjá þá?“ Hann kom hlaupandi til mín ásamt fjórum vinum sínum. Þeir voru ekkert illkvittnislegir, aðeins forvitn- ir. Þvi minni sem þekking okk- ar er þeim mun meiri líkur eru á því að við séum neikvæð. Ég taldi því að við yrðum að deila stúlkunum með eins mörgum og hægt væri. Við Peter vorum orðin svo- lítið bitur áður en Ruthie og Verena fæddust. Okkur fannst fólk yfirleitt bera meiri um- hyggju fyrir peningum en hvert fyrir öðru. Okkur fannst heimurinn fara versnandi og að fólk væri sjálfselskt. Ruthie og Verena hafa sýnt okkur að svo er ekki. Það er eitthvað í fari tvíburanna sem laðar fram ást annarra. Gleðin og ham- ingjan sem skín úr andlitum þeirra er svo mikil að hún smitar aðra. í byrjun var erfitt að annast um tvíburana. Við áttum heima í tæplega 2000 metra hæð yflr sjávarmáli og blóð þeirra gat aðeins flutt um 80% af því súrefhismagni sem það átti að geta flutt. Þær þurftu því stöðugt að fá viðbótarsúr- efhi, allt að fjögurra mánaða aldri. Þær gátu ekki snúið sér María, sem er 7 ára, sefur í efri kojunni. Hún sættir sig alveg við sérþarfir yngri systra sinna, þeirra Ruthie og Verenu. eða hreyft sig mikið og fengu því legusár. Og af því þær voru svo nálægt hvor annarri kom fyrir að þær vöktu hvor aðra með höggum. Þær vöknuðu á klukkutíma ffesti á hverri Ruthie og Verena hafa lært að vinna saman, jafnvel við svo erfitt verkefni sem að hjálpa Marlene að búa til morgunverðinn. 26. TBL.1989 VIKAN 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.