Vikan


Vikan - 28.12.1989, Blaðsíða 52

Vikan - 28.12.1989, Blaðsíða 52
Á meðan fólk er jákvætt og hvetjandi fer tvíburunum stöðugt fram og þær eru dug- legar við að reyna nýja hluti. nóttu í tvö ár. Þær fengu lungnabólgu 9 mánaða og urðu að leggjast á spítala. Okk- ur fannst stundum að tvíbur- arnir leggðu á okkur bönd og það kom jafnvel fyrir að við töluðum eins og við værum aðeins að bíða eftir að þær dæju. En þegar við héldum upp á eins árs afmæli þeirra gerðum við okkur grein fyrir að það var tilgangslaust að sóa lífinu í bið í stað þess að lifa því. Margir hafa sagt við okkur: „Þetta er sorglegt, hörmulegt." Ég segi þessu fólki alltaf að það eina sorglega sé þess eigið mat á aðstæðum stúlknanna, því að augljóst sé að Ruthie og Verena séu hamingjusöm börn. Við leyfum þeim að rannsaka og finna sjáifar sínar takmarkanir. Við setjum þeim engar skorður. Þegar þær voru yngri reyndi ég að kenna þeim hvernig „best“ væri að ganga eða sitja eða fara á salernið. En þegar ég lét þær afskiptalausar íúndu þær undantekningalaust betri aðferðir til að gera hlut- ina. Þær tóku fyrstu skrefin með hjálp fjögurra hjóla göngugrindar en þegar þær gátu farið hjálparlaust um, tveggja ára gamlar, hélt ég að þær þyrftu að skiptast á að ganga áfram þar sem þær snúa hvor að annarri og geta ekki 50 VIKAN 26. TBL1989 báðar gengið beint áfram í einu. En þær komust að þeirri niðurstöðu að best væri að ganga út á hlið, næstum eins og þær væru að dansa. Þær fengu sérsmíðað þríhjól þar sem önnur þeirra gat hjól- að í einu en hin var aðeins farþegi. í byrjun var Verena dálítið pirruð og sagði: „Mamma, viltu segja hægri fetinum að fara upp þegar ég segi vinstri fætinum að fara niður? Þeir eru ruglaðir og vita ekki hvað þeir eiga að gea.“ Þegar þær höfðu náð tökum á þessu nýja leikfangi hjóluðu þær upp og niður götuna í þrjá daga og börðu dyra alls staðar til þess að vera vissar um að allir sæju nýju gersemina. Stelpurnar eru alveg eins í útliti, eins og allir samvaxnir tvíburar. Líklega munu þær þroskast álíka hratt en tauga- kerfi þeirra eru aðskilin og þær hafa svo sannarlega mismun- andi persónuleika. Verena er mjög ræðin og hefúr gaman af því að svara í símann og spjalla fljótlega að samkomulagi. Stundum slær þó í brýnu hjá þeim. Verena er mjög matlyst- ug en Ruthie aftur á móti er lítið hrifin af mat. Það kemur fyrir að hún borðar lítið sem ekkert allan daginn og það þýðir að Verena þarf að borða fyrir tvo. Það er raunar lítið mál fyrir hana að borða þrjá diska af kornflögum, tvær jóg- úrt og tvær ristaðar brauð- sneiðar í morgunmat. Stund- um þegar Verena hefur ef til vill borðað tvær samlokur og biður um skál af rjómaís á Ruthie það til að þrífa matinn og henda honum yfir borðið með þeim ummælum að hún hafi fengið nóg og sé orðin þreytt á að sitja hér! Þegar önnur þeirra hagar sér illa koma afleiðingarnar að hluta til niður á hinni líka. Ruthie er stundum send út í horn fyrir óþekkt og Verena fylgir auðvitað með. Hún á þá til að segja: „Þú mátt ekki fara úr horninu strax, Ruthie, þú ert ennþá óþekk.“ Þó þarf hún „Náin tilflnninga- tengsl systranna sanna mikilvægi þess að deila ást og samúð,“ segir móðir þeirra. við fólk. Ruthie er handlagin og finnst gaman að mála og teikna. Hún er líka ráðrík og veit nákvæmlega hvað hún vill. Hafi hún ákveðið eitthvað fest hún ekki til að skipta um skoðun. Verena vill aftur á móti vera viss um að hún sé að gera rétt. Ruthie á það til að haga sér illa og þá hvíslar Ver- ena að henni: „Ruthie, þetta máttu ekki gera, það er ljótt." Verena heldur aftur af Ruthie og sér til þess að hún getur ekki hagað sér alltaf eins og hún vildi helst. Tvíburarnir eru orðnir snill- ingar í málamiðlunum, óiíkt flestum 5 ára börnum. Ef þær eru ósammála eiga þær venju- lega mjög auðvelt með að ræða vandamálið og komast að standa þar líka. Hún skilur að Ruthie þarf að taka út sína refcingu. Tvíburarnir hafa verið í leik- skóla í tvö ár. Það virðist ekki skipta hin börnin neinu máli að Ruthie og Verena eru fastar saman og þær hafa alveg fallið inn í hópinn. Önnur börn sjá að Ruthie og Verena hafa alltaf vin sér við hlið. Þær eru aldrei einmana, alltaf er einhver til að hugga þær ef þær meiða sig og til að trúa fyrir leyndarmálum. Undanfarið hefúr María, eldri systir tvíburanna, verið óhress yfir allri þeirri athygli sem þeir fengu. Fólk dregst ósjálfrátt að Ruthie og Verenu en tekur varla eftir Maríu. „Ég er ánægð yfir að vera systir þeirra af því að þær elska mig og af því að þær eru sérstakar," sagði hún nýlega við mig. „Ég er ef til vill ekki eins merkileg af því að fólk tekur stundum alls ekki eftir mér. Stundum vorkenni ég systrum mínum, að þær skuli vera samvaxnar, af því að þær vilja ekki alltaf gera það sama. En þegar þær eru ekki að rífast finnst mér þær vera heppnar að geta ver- ið saman.“ Stundum vilja Ruthie og Verena ræða um framtíðina. Önnur þeirra segist ætla að verða læknir en hin hjúkrunar- kona. Hvor þeirra ætlar að verða hvað breytist vikulega. Giftingar hefúr einnig borið á góma. Lengi vel ætluðu þær að giftast Walter frænda, bróður mínum, sem er mjög barnelsk- ur. „Ef við giftumst honum, mamma, þá á hann tvær konur og það verður skemmtilegra fyrir hann en að eiga eina,“ sögðu þær. Ég geri ekki ráð fyrir að þær lifi í mörg ár enn, en við látum hverjum degi nægja sína þján- ingu. Við verðum að fylgjast með heilsu þeirra, þó fara þær aðeins einu sinni til tvisvar á ári til læknis. Þær eru hjá sjúkraþjálfara einu sinni í viku. Læknarnir segja að þær vanti milta en helsta ógnunin við líf þeirra er þó hið ófúllkomna hjarta þeirra. Þær verða því fljótt þreyttar og eiga erfiðara með að ná sér ef þær veikjast. Þar sem þær eru viðkvæmari fyrir smiti en flest börn taka þær mikið af fúkalyfjum dag- lega. í byrjun hugleiddi maður oft að einhvern daginn kæmi fram nýjung í læknavísindum sem gerði það kleift að aðskilja Ruthie og Verenu. En því eldri sem þær verða, tengsl þeirra meiri og nánari og þær háðari hvor annarri verða slíkar hug- renningar sjaldgæfari. Tvíbur- arnir verða afar æstir ef ein- hver spyr hvort við höfúm hugleitt skurðaðgerð. Lækni einum fannst svo sjálfsagt að reynt yrði að aðskilja þær að honum virtist finnast allt í lagi þó aðeins önnur þeirra lifði aðgerðina af. Ef Ruthie og Ver- ena lifa enn í nokkur ár og mögulegt verður að aðskilja þær verða það ekki við foreldr- arnir sem ákveðum það held- ur þær sjálfar. Við skulum hafa það hugfast að ekki er aðeins um að ræða líkamlegan að- skilnað heldur einnig sálræn- an, andlegan og tilfinningaleg- an. Ég held að við hin höfúm ekki forsendur til að taka þá ákvörðun fyrir þær. □
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.