Vikan


Vikan - 28.12.1989, Blaðsíða 60

Vikan - 28.12.1989, Blaðsíða 60
IW) ERLEMDI5 Rúnar Hreinsson útskrifaðist í fyrrasumar og starfar núna sem „producent" hjá „Saga Film“. ist á störfum, en hver nemandi er leikstjóri á sinni kvikmynd. Hann semur sitt handrit og hefur algerlega írjálsar hendur við gerð þess. Á þriðju önninni gera nemendur 10 mínútna, 16 mm heimildarkvikmynd í lit og vinna hana í hópvinnu, fjórir til fimm saman. Á fjórðu önninni gera nemendur svo 10 mínútna svart/hvíta, 35 mm leikna kvikmynd í stúdíói og enn í hópvinnu. Á fimmtu önn er verkefhið að gera 10 mín- útna, 35 mm leikna mynd í lit í stúdíói. Á sjöttu og síðustu önninni velja nem- endur sér verkefhi sjálfir og standa að framkvæmd þess verkefhis eins og þeim sjálfum hentar best. Nemendur sýna loka- verkefhi sín í lok síðustu annar, nemend- um og kennurum skólans og fólki úr at- vinnulífinu, sem kemur til að sjá og segja álit sitt á vinnu útskriftarnemenda. Sýning- ar þessar standa yfir allan daginn í viku. Á kvöldin er allt sýnt aftur og gefur það öll- um öðrum aðstandendum lokaverkefh- anna tækifæri til að sjá útkomuna. Rúnar ákvað að gera heimildarmynd um vinnslu myndbanda við auglýsinga- og þáttagerð á íslandi. Hann vann lokaverk- efhi sitt á myndbandi og notfærði sér myndbandatæknina og var þetta illa séð af skólayfirvöldum. Rúnar hafði bæði náms- árin starfað í skólaleyfunum á íslandi, við myndbandagerð hjá Hinu íslenska kvik- myndafélagi og síðar Saga Film og hafði því alltaf hugsað sér að starfa við mynd- Lœrði kvikmyndagerð - í London International Film School Rúnar Hreinsson, fæddur 6. september 1965. Kvikmyndagerð í London International Film School, London, Englandi. Lauk stúdentsprófi af viðskipta- fræðlsvlði frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla. MYND OG TEXTI: ÞÓRDlS E. ÁGÚSTSDÓTTIR Rúnar Hreinsson útskrifaðist frá London International Film School sumarið 1988 og starfar núna sem „producent" hjá Saga Film, sem útleggst einna helst á íslensku sem umsjónarmaður og/eða stjórnandi. Nám við London International Film School tekur tvö ár. Inntökuskilyrði í skól- ann eru ekki föst, mælt er með stúdents- prófi en starfsreynsla í faginu er metin jöfh að verðleikum. Fólk á öllum aldri, sem hef- ur verið í námi og starfi af ýmsu tagi úti um allan heim, stundar nám við skólann. Sumir hafa unnið við sjónvarp eða leikhús en aðrir hafa verið í félagsfræði eða bók- menntum svo eitthvað sé nefnt. Skólinn er mjög alþjóðlegur, iðulega eru aðeins um 30% af nemendum skólans Bretar. Þarna eru því meðal annars nemendur frá Nor- egi, Bandaríkjunum, Frakklandi, Japan og Þýskalandi. Umsækjendur í skólann þurfa að senda inn eitt handrit sem þeir hafa samið og einnig ritgerð eða ítarlega umfjöllun um kvikmynd sem þeir hafa séð og hrifist af. Námsárunum tveimur er skipt upp í sex þriggja mánaða annir og er hverri önn skipt jafnt til helminga, annan helming verklegt og hinn helming bóklegt nám. Hægt er að taka sér frí í heila önn ef svo ber undir og einnig geta þeir sem fá inn- göngu í skólann hafið nám í september, janúar og apríl. Námið er þannig uppbyggt að í verklega hlutanum fá nemendur á hverri önn eitt ákveðið verkefni til að leysa. Mikið er unnið í hópvinnu og fær þá hver nemandi sitt hlutverk innan hópsins, annaðhvort kvikmyndatöku, klippingu, hljóð, leikstjórn eða eitthvað annað. Á fyrstu önninni fá nemendur það verk- efni að vinna 16 mm svart/hvíta og hljóð- lausa kvikmynd í hópvinnu. Á annarri önninni þarf hver nemandi að gera sína 16 mm kvikmynd, í lit og einnar mínútu langa. í þetta sinn er ætlast til að nemend- ur vinni saman sex í hóp og að þeir skipt- banda-auglýsingagerð eftir námið úti í London. Hann varð því fýrir vonbrigðum með að ekkert var farið inn á þær brautir í skólanum. Rúnar sagði að það mætti alveg koma ffam að honum hefði fundist það ómögulegt að kennslu í gerð þátta og aug- lýsinga með myndbandi vantaði algerlega við skólann. Það væri heldur ekkert leynd- armál að hugmyndaffæðileg kennsla í skólanum væri klassísk, jafhvel gamaldags. En verkleg þjálfun væri mjög fagleg, tíma- áætlanir væru til dæmis gerðar á hverjum degi og lögð áhersla á að halda þær. Vinnu- aðstaða og tækjabúnaður er að flestu leyti góð, skólinn er til húsa í stórri, gam- alli vöruskemmu. Hún var fyrir mjög löngu gerð upp fyrir kvikmyndagerðar- skólann. Bóklegi hlutinn í náminu inniheldur fög eins og kvikmyndasögu, en farið er í gegn- um söguna í máli og myndum, kvikmynda- greiningu þar sem kvikmyndir eru greind- ar bæði tæknilega og hugmyndafræðilega og handritagerð. Allan veturinn eru í gangi tæknilegir fyrirlestrar, til dæmis um lýs- ingu, leikstjórn, hljóðvinnslu og klippingu. Frh. á næstu opnu 58 VIKAN 26. TBL. 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.