Vikan


Vikan - 28.12.1989, Blaðsíða 24

Vikan - 28.12.1989, Blaðsíða 24
Hér birtist þriðja greinin sem norska skáldkonan Margit Sandemo, höfundur bókaflokksins um ísfólkið, hefur skrif- að fyrir Vikuna. Áður hafa birst eftir hana greinar um álfa og aðrar kynjaverur og sömuleiðis um drauga og aftur- göngur, en í þeirri grein lýsir hún því m.a. er hún barnung sá fyrst draug. Að þessu sinni skrifar hún um nornir og galdrameistara. Dulfrœði: NORNIR OG GALDRAM EISTARAR TEXTI: MARGIT SANDEMO ÞÝÐING: BJARNI ÁRNASON að er ekki nema eðlilegt að þeir sem hafa áhuga á yfirnáttúrlegum fyrirbærum á annað borð hafl margir mikinn áhuga á að kynnast nýjum og áður óþekktum víddum. Þetta er annaðhvort hægt að gera af fullri alvöru eða sér til skemmtunar. Það fer allt eftir viðhorfúm viðkomandi til þessara hluta. En það eru hins vegar ekki allir hlutir þess eðlis að vert sé að leika sér með þá. Ef maður gengur of langt eða gerist of ákafur má vera að sálarheill manns sé í hættu. Það eru til viss atriði sem menn ættu að forðast. Til dæmis ætti aldrei að taka upp á segulband raddir framliðins fólks. Þetta flokkast reyndar undir spíritisma en það er afbrigði dulsálarfræðinnar sem ég kann alls ekki að meta. Ég tók eitt sinn sjálf þátt í upptöku eins og þeirri sem ég var að minnast á og það var heldur óskemmtileg reynsla. Frásögnum fólks hvaðanæva að úr heiminum ber saman um að röddin, sem kemur inn á bandið, sé drafandi og ógreinileg eins og hjá gamalli konu sem fengið hefúr hjartaáfall. Það er einhver ill- ur andi sem þarna er að verki. Einmitt þessi rödd kom fram hjá okkur og þá stöðvuðum við upptökuna samstundis. Ég hef lofað mér því að gera þetta aldrei aftur. Þetta er stórhættulegur leikur. Andaglas, þar sem glas færist af einum bókstaf yflr á annan, er líka hættulegur leikur. Margir trúa þessum leik eins og nýju neti og verða dauðskelkaðir. í engum leik er jafnauðvelt að hafa rangt við og í andaglasi, ýmist meðvitað eða ómeðvitað. Venjuleg spurning til andans í glasinu er þessi: „Hver stjórnar glasinu?" Svarið er oft „Satan“ eða „djöfullinn". í raun er það hins vegar einhver úr hópnum sem ýtir glasinu áfram viljandi eða óviljandi. Geysimikið svindl á sér stað innan dul- sálarfræðinnar en því verður heldur ekki á móti mælt að ótrúlega margir hafa sérstaka hæfileika á þessu sviði. Einn af vinum mín- um hefur í votta viðurvist magnað upp storm og síðan lægt hann aftur og bróðir minn, sem stundaði jóga í nokkur ár, gat skyndilega séð í myrkri eins og hábjartur dagur væri. Sænska „ríkisnornin" Cecilia er heill kapítuli út af fýrir sig þegar þessir hlutir eru annars vegar. Hún er snillingur í því að lesa út úr fólki þess innri mann og hún get- ur bæði séð óorðna atburði og líka sagt frá hlutum sem gerðust fyrir löngu þótt hún hafl verið þar hvergi nærri. Hún veitir meðal annars aðstoð á geðsjúkrahúsum í Svíþjóð þar sem reynt er að ná aftur sam- bandi við fólk sem af einhverjum annar- legum ástæðum hefur algerlega lokað sig inni í sínum eigin heimi. Vera má að þessir sjúklingar hafi meiri trú á henni en lækn- unum og fáist frekar til að opna sig við hana. Ég get nefnt eitt dæmi sem sýnir vel hversu fjölkunnug hún er. Hún hélt eitt sinn á spili í hendinni og spurði mig hvaða spil þetta væri. „Þetta er rautt spil,“ svaraði ég. „Það er lágt. Þetta er tígulfjarki eða tígulfimma." Þetta var tígulfjarki. Þegar ég reyndi síðan að geta upp á spilum sem aðr- ir héldu á fór ég gersamlega flatt. Það var Cecilia sem sendi mér þessi sterku skila- boð en það var ekki ég sem var svona frá- bær móttakari. Ég hef verið skyggn á vissum tímabilum á ævinni en aldrei nokkru sinni eftir pöntun. Ef einhver spyr mig um týnda manneskju eða týndan hlut sé ég ekki neitt. Þegar ég var unglingur gat ég hins vegar allt í einu fengið skilaboð um óorðna hluti en sá hæfileiki hefur því miður dofnað með árunum. En nú hef ég eignast ekta kristalkúlu. Hafi ég haldið að í henni myndi ég sjá brot úr fyrri tilverustigum fólks, eins og var með sænsku konuna sem benti mér á mín fýrri líf og ég hef sagt ykkur frá í annarri grein, þá var það misskilningur. Það gerð- ist hins vegar nokkuð allt annað. Bergkrist- all getur flutt orku og bylgjuhreyfingar mjög auðveldlega þannig að þegar þeir sem ég er að rannsaka hafa haldið á kúl- unni nokkra stund og láta mig síðan hafa hana finn ég hvernig orka þeirra streymir úr kúlunni, upp eftir handleggjunum á mér og upp í heila. Þannig næ ég sambandi við sál þeirra og kynnist andlegu ástandi þeirra. Þennan hæfileika langar mig til að þroska meira en hvernig á ég að fara að því þegar ég hitti aðra manneskju aðeins að meðaltali á tveggja vikna fresti? Ég á marga vini sem eru heilarar. Þeir hafa læknandi hendur og ég trúi mjög sterkt á þá. Þeir senda frá sér hlýja strauma sem fara í gegnum hendur þeirra og inn í sjúklinginn. Nú fyrir skömmu hafði ég óskaplega mikinn höfúðverk og menn voru hræddir um að hann myndi þróast yfir í mígreni. Mig verkjaði í augun og ennið, allan hnakkann og langt niður í axlirnar. Einn þessara vina minn hélt höndunum yfir enninu á mér og ég fann hvernig hann safnaði sársaukanum saman frá öxlunum og hnakkanum þar til allur höfúðverkur- inn var samankominn í einum punkti í enninu, beint undir lófa hans. Þetta var svo sársaukafullt að ég leið næstum því út af en skyndilega hvarf allur verkur og ég fann hvernig sársaukinn sogaðist frá mér 22 VIKAN 26. TBL.1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.