Vikan


Vikan - 28.12.1989, Blaðsíða 59

Vikan - 28.12.1989, Blaðsíða 59
HVER ER ÞESSI STÚLKA? TEXTI: ÞÓRDlS BACHMANN Claudia Schiffer er nýj- asta stjarnan á módel- himninum en þessi þýska stúlka var uppgötvuð á diskóteki. Eftir að nýjasta auglýsinga- herferð Guess? fýrirtækisins fór að sjást í blöðum er fólk farið að spyrja: Hver er þessi stúlka? Claudia er ótrúlega lík Birgittu Bardot á unga aldri. 180 sm og stútmunnur hafa skotið Claudiu upp á stjörnu- himininn í módelbransanum með eldingarhraða. Katie Ford hjá Ford-módelum segir að hún geti unnið sér inn 700 þúsund dollara á fýrsta árinu sínu hjá Ford. Claudia Schiffer, nýjasta stjarnan á módelhimninum, hefur birst í auglýsingum fyrir stórfyrirtækin Guess? og Revlon. Einnig á fosíðum stórblaða eins og Elle. TlTemost ynfor^gHab|gvyomen Claudia var nemi í smábæ í Þýskalandi þegar hún var „uppgötvuð" á diskóteki í Dússeldorf. Hún hafði farið þangað til að skemmta sér og dansa. Á diskótekinu kom til hennar Frakki og sagði við hana: Þú ert mjög falleg. Viltu verða módel? Claudia hélt bara áfram að dansa. „Hann gafst ekki upp. Ég sagði honum að láta mig vera. Þá fór hann og talaði við vini mína.“ Að lokum lét hún hann fá símanúmer foreldra sinna í þeirri von að það myndi hræða hann á brott. f stað þess hringdi hann í þau næsta dag, kynnti sig sem Michael Levat- on, eiganda Metropolitan, módelskrifstofu í París og bauð þeim í mat. Foreldrar Claudiu óku til Dússeldorf og töluðu lengi við Levaton. Eftir hvatningu frá foreldr- um sínum fór Claudia nú að fljúga til Parísar um helgar og í skólafríum. Hún komst á for- síðu franska Elle og í Revlon- auglýsingu. „Þegar skólanum lauk var ég sannfærð," segir hún. Þá var það að Ellen Von Unwerth, annar Þjóðverji í París, hitti Claudiu. Hún tók af henni myndir og sá hve Claudiu svipaði til Birgittu Bardot. Hún benti síðan Guess? bræðrum á Claudiu. Þeir höfðu verið ásakaðir um sexisma í auglýsingum sínum og vonuðust nú til þess að fólk hætti að ásaka þá ef kvenljós- myndari tæki myndir þeirra. Þess í stað ollu myndirnar af Claudiu enn meira umtali en fyrri auglýsingaherferðir Guess? Nú er nýbúið að taka aðra auglýsingaseríu með Claudiu á ftalíu og myndirnar sýna „Birgittu Bardot í fríi“. Claudia er sjálf á stöðugu ferðalagi. Á næstunni fer hún til Saint Tropez en þar ætlar Mademoisefle að mynda hana sem — getið þið hverja! - Birg- ittu Bardot. „Ég hef áhuga á mismunandi menningu," segir Claudia. „En ég er ekki svo viss um tísku- menninguna. Þetta fólk lifir í öðrum heimi. Mig langar tif að vera sama stúlkan áfram.“ Og hún á ekki við að hún vilji vera Birgitta Bardot, bætir hún við með mikilli tilfinn- ingu. „Ég dáist að henni. Ég vildi að ég gæti fengið að hitta hana. En ég er ekki að reyna að vera eins og hún. Það fer í taugarnar á mér þegar sagt er: ’Hún er Bardot.’ Ég vil ekki vera Bardot. Ég er Claudia Schiffer." 26. TBL.1989 VIKAN 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.