Vikan


Vikan - 28.12.1989, Síða 42

Vikan - 28.12.1989, Síða 42
VIKAM A VETTVAMGI Margir tóku með sér grænmeti og ávexti heim eftir fyrstu heimsóknina. Okkur tókst ekki að finna ferska matvörur neins staðar í verslunum í Austur-Berlín. Austur-þýskir ríkisborgarar ferðast frítt, stendur á skiltinu. Frá neðanjarðar- brautarstöð í Vestur-Berlín. Konan á myndinni hér fyrir neðan flúði frá Aust- ur-Berlín árið 1975. Eftir að landamærin voru opnuð sótti hún hvað eftir annað um leyfi til að sjá grafir foreldra sinna í Austur-Berlín. Þrátt fyrir ítrekuð loforð yfirvalda var hún send til baka af landa- mæravörðunum. Á leið vestur yfir landamærin. Það voru ekki allir sem komu á Trabant. Nálægt landamærahliðinu við Check- point Charlie, á horni Kochstrasse og Friedrichstrasse, er athyglisvert saín þar sem er til sýnis allt frá sérútbúnum bílum til heimatilbúinna loftbelgja sem hafa ver- ið notaðir við flótta yfir múrinn. Þar er líka athyglisvert kort yfir múrinn með krossi við alla þá staði þar sem fólk hefur orðið fórnarlömb landamæravarða. Á mörgum stöðum standa krossarnir þétt. í Austur-Þýskalandi ríkir skortur á flest- um sviðum. Ferskt kjöt, grænmeti og ávexti tókst okkur ekki að finna í Austur- Berlín en fólk stóð í löngum biðröðum við hálftómar matvöruverslanir til að kaupa pylsur, osta, dósamat og brauð. Fólk stóð jafnvel í biðröðum til að komast inn á járn- brautarstöðvarnar til að taka lestina heim úr vinnunni. Húsnæðisskortur er gífurleg- ur og allar fáanlegar framleiðsluvörur eru lélegar. Mánaðarlaunin eru um það bil 800 til 1200 mörk. Samkvæmt hinni opinberu gengisskráningu í Austur-Þýskalandi hefur austur-þýska markið sama verðgildi og það vestur-þýska en fólk fær aðeins einn tíunda hluta þess verðs þegar það skiptir peningum sínum í vestur-þýsk mörk. Vestur-þýska ríkið gefur öllum austur- þýskum ríkisborgurum 100 mörk þegar Þrátt fyrir aukið frjálslyndi eru Austur- Þjóðverjar ennþá tortryggnir gagnvart ljósmyndurum. í einu tilfelli tóku þeir af okkur filmuna þegar við vorum að taka myndir á landamærunum. Þeim hefur líklega þótt við gerast heldur nær- göngulir. þeir koma yflr í fyrsta skipti. Fyrir utan pósthúsin í Vestur-Berlín sá maður fólk standa tímunum saman í biðröð til að komast inn og ná í þessa peninga. Síðan er farið í búðaráp. Það er ekki erfitt að þekkja Austur-Þjóð- verjana á götum Vestur-Berlínar. Þeir eru svolítið „sveitalegir" í stórborginni, dá- leiddir af öllum glæsileikanum og óhóflnu, bera úttroðna plastpoka með matvörum. Segulbandstæki og leikföng eru einnig vin- sælar vörur til að taka með sér heim. Víða sá maður „gestina" ífá austri dást að lúxus- bílum, sjónvarpstækjum, stereo-samstæð- um og fleiri munaðarvörum. í Austur-Þýskalandi er mikið horft á vestur-þýskar sjónvarpsstöðvar svo að fólk þekkir flest vörumerkin. Auglýsingaflóðið hefur mikil áhrif á fólk sem lifir við skort á flestum sviðum. Fyrstu dagana, sem Aust- ur-Þjóðverjarnir streymdu vestur yflr, var ekki óvanalegt að sjá þá standa í biðröð við McDonald skyndibitastaðina. Við sáum jafhvel eina flmm manna fjölskyldu skipta á milli sín einum hamborgara og kókdós eftir að hafa staðið í biðröð í tíu til flmm- tán mínútur. Þau voru blönk en allir urðu að fá að smakka. Vestræn stórfyrirtæki eru nú þegar í startholunum með fjárfestingar á hinum nýja markaði sem er að opnast. Austur- Þýskaland hefur mikla þörf fyrir vestrænt fjármagn til að byggja upp sín gamaldags óarðbæru fyrirtæki. Bæði austur- og vest- ur-þýskir leiðtogar hafa síðustu dagana lýst yflr í fjölmiðlum áhuga á viðræðum um samvinnu og jafnvel sameiningu þýsku ríkjanna. Líklegt er að það komi til með að taka mörg ár að finna viðunandi lausn á þeim pólitíska vanda. í Vestur-Þýskalandi, þar sem atvinnu- leysi er tilfmnanlegt, heyrast nú þegar há- værar raddir um að Austur-Þjóðverjar komi og taki vinnu ffá heimafólki. Bent hefur verið á þá hættu að Austur-Þjóðverj- ar verði annars flokks borgarar í hinu þýska samfélagi. Sá möguleiki er þó einnig fyrir hendi að uppbyggingin í austri skapi atvinnutækifæri fyrir atvinnulausa Vestur- Þjóðverja á næstu árum. Hver sem þróunin verður er stóra spurningin samt sem áður sú hvernig Austur-Þjóðverjum gengur að aðlagast því neysluþjóðfélagi sem þeir kastast nú svo skyndilega inn í.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.