Vikan


Vikan - 17.05.1990, Page 57

Vikan - 17.05.1990, Page 57
NVJAR PLÖTUR HEART - BRIGADE Þessi kanadíska hljómsveit hefur verið afskaplega lengi að og framan af gekk hvorki né rak. Fyrir um það bil fimm árum fóru hjólin loks að snúast og Heart hefur átt nokkur lög sem náð hafa vinsældum. Nýja platan, Brigade, inniheld- ur eitt lag, All I Wanna Do Is Make Love to You, sem nú þegar hefur náð miklum vin- sældum og er mjög gott. Pínu- lítil þreytumerki heyrast hérog þar en oft á tíðum nær hljóm- sveitin sér á gott flug. STJÖRNUGJÖF: CHRISTIANS - COLOUR Þetta er önnur breiðskífa Christians en sú fyrsta þótti hreint frábær og því biðu menn spenntir eftir þessari. Biðin var svo sannarlega ekki til einskis. Þessi plata er betri ef eitthvað er. Hiö stórkostlega lag Words hefur ómað vel og lengi og á áreiðanlega eftir að lifa í manna minnum, en lagið er um þessar mundir elsta lag- ið á íslenska listanum. I Found Out er þegar farið að heyrast og fleiri eiga eftir að fylgja í kjölfarið. Kostagripur. STJÖRNUGJÖF: ★★★★1/2 SAM BROWN - APRIL MOON Þetta er önnur breiðskífa söngkonunnar Sam Brown en fyrsta platan hennar, Stop, vakti mikla og veröskuldaða athygli. Margir voru í vafa um hvort Sam gæti haldið svona áfram, hvort hún hefði hrein- lega hæfileikana sem til þarf. Hún sannar hér að svo er og tekst ágætlega upp. Platan hefur hlotið mikið lof í Bret- landi og fyrsta smáskífulagið, With a Little Love, er vinsælt á öldum Ijósvakans. STJÖRNUGJÖF: ★★★ DISTANCE UNDER THE ONE SKY Þetta er fyrsta breiðskífa hljómsveitar sem margir hafa líkt við Asia. Samansafn af frábærum tónlistarmönnum sem allir kunna sitt fag. Dist- ance er skipuð gömlum refum á borð við Tony Thompson og Bernard Edwards sem stóðu í fylkingarbrjósti Chic. Distance minnir stundum óþægilega mikið á Power Station en svo áttar maður sig á því að það er ► W. Axl Rose ásamt Charlie Watts, trommara Rolling Stones. ekkert verra. Gott, vandað og fagmannlega unnið rokk. STJÖRNUGJÖF: ★★★1/2 THEY MIGHT BE GIANTS - FLOOD Undarlegur dúett sem á ætt- ir sínar að rekja til New York- borgar. John-arnirtveir, Flans- burgh og Linnell, eru báðir hámenntaðir tónlistarmenn. Lagið þeirra, Birdhouse in Your Soul, er á íslenska listan- um og hefur verið mjög vin- sælt um heim allan. Fleiri lög á plötunni eru áheyrileg, nægir í því sambandi að nefna stór- skemmtilegt lag sem heitir Particle Man. Tónlistin er full af húmor og sver sig pínulítið i ætt Housemartins og Madness. STJÖRNUGJÖF: ★★★ Guns’n’Roses hafa jafnan verið mikið í fréttum og ekki er langt síðan fréttist að þeir væru á leið í hljóðver trl að hljóðrita þriðju breiðskífuna. Reyndar hafði fyrir þann tíma verið sá orðrómur á kreiki að samskiptaörðugleikar væru það miklir að það væri aðeins spurning hvenær yfirlýsing um andlát hljómsveitarinnar yrði gefin út og hljóðversferðin frestaðist um ófyrirsjáanlega framtíð. Nú fyrir skömmu var svo greint frá því að Steven Adler, trymbill Guns’n’Roses, hefði verið rekinn. Söngvari og forsprakki hljómsveitarinnar, W.Axl Rose, átti aö hafa feng- ið nóg af sukki trommarans og sagt honum að hypja sig. Þetta var svo dregið til baka og allra nýjustu fregnir herma að eftir hlé hafi liðsmenn Guns’n’Roses komið saman, komist að því að þeir gætu þrátt fyrir allt starfað saman og nú er aðeins eftir að gefa upp hvenær farið verður í hljóðver. Rokksveitin Great White þurfti að aflýsa nokkrum tón- leikum í Kanada fyrir skömmu þar sem ráöist var á Jack Russell, söngvara sveitarinn- ar, og hann hreinlega barinn í götuna. Hann nefbrotnaði og raddböndin sködduðust. Tvöfaldur raki ACO FUKTLOTION gefur húð þinni tvö náttúruleg rakabindiefni. Finndu sjálf hve ACO Fukt- lotion smýgur hratt inn í húð- ina án þess að klægi eða svíði undan og hve húðin verður mjúk. ACO FUKTLOTION ilmar einnig þægilega. Heldurðu að þú finnir betri húðmjólk? Hún er notaleg fyrir allan líkamann. ACO Fuktlotion! Með og án ilmefna. Fæst aðeins í apótekinu. RIRTAK hf. sími 91-3 20 70 10. TBL.1990 VIKAN 57

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.