Vikan


Vikan - 20.09.1990, Qupperneq 18

Vikan - 20.09.1990, Qupperneq 18
Albert og Brynhildur. „Hún hefur fórnað sér míklu meira fyrir mig en ég fyrir hana,“ segir hann. um eld og brennistein fyrir mann. Við Brynhildur búum í hjarta Parísar en þar hafa ver- ið miklir hitar að undanförnu og þar af leiðandi mikill vatns- skortur. Skógareldar hafa gert mikinn usla í Frakk- landi að undanförnu; Marseil- les brann að hluta og í borg- inni Cassis komst fólk ekki landleiðina í burtu heldur varð það að flýja út á sjó. Þegar ég var að fara heim til íslands fyrir nokkrum dögum var skógar- eldur að nálgast Nizza, mína gömlu borg. Þetta er óbaetan- legt tjón og gengur jafnt yfir háa sem lága; það er ekki hægt að kaupa sig út úr náttúruhamförum. En ég held að góður árangur hafi orðið af okkar starfi í París og starfs- fólk sendiráösins er mjög hæft. Þar á enginn öörum fremur hrós skilið; samstarfið er gott og árangurinn þar af leiðandi góður. Það hvílir margt á þessu sendiráði því það er sendiráð fyrir sjö mis- munandi sendiherrapósta, semsagt sendiráð fyrir Frakkland, Spán og Portúgal og Grænhöfðaeyjar, Evrópu- ráðið í Strassburg, UNESCO og Efnahags- og framfara- stofnunina." „HEF FENGIÐ STÆRRI HLUTA AF KÖKUNNI" Brynhildur er jákvæð, hlý og einlæg í grunneðli sínu (Ljón) og hefur ákveðnar skoðanir á lífinu og tilverunni. Albert þarf að búa við félagslega og hug- myndalega lifandi umhverfi til að viðhalda lifsorku sinni og gleði. Hann hefur ríka þörf fyrir umræðu. Það sem helst skilur á milli er að Ljónið er eldmerki og lætur stjórnast af hjartanu en Vogin er loftmerki og lætur hugsun og skynsemi ráða - eða reynir að gera það. Brynhildur þarf að varast að vaða yfir umhverfið og taka stærri sneið af kökunni en henni ber. Slíkt gæti farið fyrir brjóstið á Albert sem hefur sterka réttlætiskennd: „Það er miklu frekar hægt að snúa þessu við og segja að ég taki stærri hluta af kökunni en hún. Hún hefur fórnað sér miklu meira fyrir mig en ég fyrir hana. Þegar ég er íþróttamað- ur þarf hún að falla inn í mjög strangt og erfitt prógramm. Svo fer ég út í viðskipti og síð- an stjórnmál og það er alveg Ijóst að eiginkonur stjórnmála- manna falla mikið í skuggann og eru jafnvel að fórna sínu lífi fyrir feril stjórnmálamannsins. Ég hef fengið heiðursveitingar frá mörgum þjóðum og verið sýndur mikill sómi sem kom til mikið vegna hennar starfa og verka. Svo ég verð að segja að mér finnst ég hafa fengið miklu stærri hluta af kökunni en hún.“ „ÖÐRUVÍSI ÞÝÐIR EKKI AÐ UMGANGAST MIG“ Þau hjón eru með sól-tungl 123 gráður afstöðu í kortum sínum. Þetta er jákvæð orka sem veit á gott í sambandinu. Þessi afstaða er algeng í hjónaböndum og vináttusam- böndum og táknar að um gagnkvæma hjálpsemi og stuðning er að ræða á milli hjónanna, meðfædda vináttu og tilfinningalegan skilning. Sól og Merkúr eru 60 gráður sem einnig veit á gott hvað varðar vitsmunalega vináttu, til dæmis sameiginleg áhuga- mál. Albert getur hvatt Bryn- hildi hvað varðar nám eða í annarri vitsmunalegri vinnu. Á móti hvetur Brynhildur með hugmyndum sínum Albert til að verða sjálfstæðari og meira skapandi og drífandi persónu- leiki og hjálpar honum að skilja innri mann sinn og langanir. Þau eiga auðvelt með að tala saman og geta náð til innri manns hvors annars: „Þetta getur verið rétt á viss- an hátt. Hjónabandið hefur gengið mjög vel í bráðum hálfa öld svo það er óhætt að segja að við höfum átt afskap- lega vel saman. Brynhildur hefur haft mjög sterk og góð áhrif á mig og það oftast á mjög hljóðlátan hátt en öðru- vísi þýðir ekkert að umgang- ast mig.“ HJÓNIN TILFINNINGA- LEGAR ANDSTÆÐUR Samkvæmt kortinu eru þau hjónin tilfinningalegar and- stæður og eiga ekki sérlega vel saman á því sviði nema til komi málamiölanir. Albert er með tungl í Ljóni en Brynhildur með tungl í Vatnsbera. Albert er stöðugur i lund og fastur fyrir tilfinningalega. Hann er frekar sjálfsupptekinn, vill glæsileika í lífsstíl sinn, er stoltur og hefur ómeðvitaða þörf fyrir að vera miðja í um- hverfi sínu, hljóta athygli, að- dáun og virðingu. Brynhildur er tilfinningalega stöðug, róleg og yfirveguð en frekar ó- persónuleg. Hún vill vera til- finningalega frjáls og er því illa við tilfinningaleg bönd. Þarna getur Albert fundist Brynhildur vera köld og afskiptalaus en henni fundist Albert sjálfsupp- tekinn og miða of margt út frá sinni persónu: „Ég held að þetta sé því miður allt of rétt. Ég vildi gjarn- an gera athugasemd við þetta en ég væri bara ekki sjálfum mér samkvæmur ef ég gerði það.“ MÓTTÆKILEG FYRIR VINÁTTUTILFINNINGUM HVORS ANNARS Tvöföld afstaða tungls og Venusar gerir að verkum að daglega eru þau hjónin mót- tækileg fyrir vináttutilfinningum hvors annars og þau kunna jafnframt að meta daglegan lífsstíl hvors annars. Þetta er orka sem getur yfirunnið tölu- verða spennu sem birtist ann- ars staðar í korti þeirra hjóna: „Þetta er rétt því allan þann tíma sem við höfum verið gift hefur tæplega liðið dagur sem við ekki vorum saman og séum við ekki saman veit ég að okkur líður báðum illa. Við erum sem sé afskaplega mikið saman og unum okkur mjög vel ein saman. Við erum nefni- lega ágætir vinir og höfum allt- af verið. Okkar æviskeið hefur verið afskaplega fjölbreytt og ég efast um að margir íslend- ingar hafi komið víðar við á starfsævinni. Það er mín stóra gæfa að hafa eignast Brynhildi sem lífsförunaut." SKEMMTILEGT HUGMYNDAFLUG Tungl og Júpíter afstaðan er 85 gráður og hið jákvæða við hana er að hún skapar gagn- kvæma hlýju og velvilja. Albert hefur þau áhrif á Brynhildi að henni veitist auðveldara að tjá tilfinningar sínar. Brynhildur á hinn bóginn kallar fram á- kveðna jákvæðni í fari Alberts og hvetur hann til að víkka sjóndeildarhring sinn. Hætta þessarar orku er að þau hjónin geti átt til að verða of bjartsýn, stórtæk og kærulaus og eyða of miklum peningum í heimili og daglegan lífsstíl: „Við höfum mjög góð og sterk áhrif hvort á annað en hvað eyðslusemina varðar finnst mér þetta ekki rétt. Bryn- hildur er afskaplega frjó; hún ervel hagmælt og er í rauninni skáld svo hún hefur að mínu mati hugmyndaflug sem er bæði skemmtilegra og ríkara en almennt gerist. Það gerir hana að afar skemmtilegum lífsförunaut. Þessi lífsstíll, sem getið er um þarna, á þó Frh. á bls. 39 18 VIKAN 19.TBL 1990

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.