Vikan


Vikan - 20.09.1990, Qupperneq 26

Vikan - 20.09.1990, Qupperneq 26
atriði sem kariar viðuikenna aldrei fyrir konum um kynlíf 9 Okkur langar ekki til að vera áleitni aðilinn 9 ... ein nótt með gullfallegri, ókunnugri stúlku • Okkur finnst þið of aðgerðarlausar í rúminu 9 Finnst kvenlíkaminn það fallegasta sem til er Grein sem birtist í bandarísku kvennablaði I Að fá fullnægingu skapar vissa togstreitu hjá okkur karl- mönnum. Við viljum fá hana en á hinn bóginn viljum við það ekki. Ástæða þess að við viljum það ekki er sú að þegar við fáum fullnægingu er mökunum lokið. Fyrir ykkur gæti fyrsta fullnæging kvölds- ins verið upphafið á einhverju góðu. Fyrir okkur er hún yfir- leitt endalokin á einhverju góðu. A Við fyllumst afbrýði og gremju yfir því að þið ákveðiö hvort, hvenær og hvernig við njófum kynlífs. Við höldum að hvaða kona sem er, sem lítur sæmilega út, geti fengið mann til við sig bara með því að biðja hann. Við öfundum ykkur af því. Ef við reyndum það sama fengjum við annaðhvort löðrung eða drykk framan í okkur. Okkur finnst þið vera við stjórnvölinn í ykkar kynlífi en við ekki í okkar. Það er óþolandi. O Við skiljum ekki hvers vegna þið eruð svo ákafar í að hoppa upp í rúmið með verstu skíthælum og kvartið svo yfir því að þeir komi illa fram við ykkur. Við hverju bjuggust þið? Við gerum okkur grein fyrir að helmingur okkar er lúð- ar og að þið verðið að vera gætnar þegar þið veljið ykkur förunaut. En hvers vegna kjós- ið þið svo oft menn úr slæma helmingnum? Almennt finnst okkur þið vera að leita að ástinni á kol- vitlausum stöðum. Þegar við vorum unglingar sáum við að þið hrifust af íþróttamannslega vöxnum hálfvitum en ekki af okkur. Nú erum við orðin full- orðin og við sjáum að þið hríf- ist af giftum mönnum, viðbjóð- um og drykkjusjúklingum en ekki af okkur. Viö getum ekki að því gert að þegar þið segist vera að leita aö einlægum, Ijúfum og frjálslyndum mönn- um finnst okkur þið bara vera að bulla. Eins og segir í skrýtlunni hans Jules Feiffer: „Ég mun aldrei gleyma síðustu fimm dögunum með þér, Jói. Þú ert samúöarfullur. Þú ert við- kvæmur. Þú ert einlægur. Þú ert hugulsamur. Þú ert indæll. Ég þurfti á þessu fríi að halda. Takk. Nú ætla ég að snúa mér að karlmönnum aftur.“ 4 Eftir öll þessi ár höfum við enn ekki grun um hvar G- bletturinn er - eða hvort hann er yfirleitt til. 9 Þegar við segjum ykkur að útlit skipti okkur ekki máli þá er það haugalygi. Okkur finnst útlit skipta öllu máli. Karlmenn ganga ekki með grasið I skónum á eftir auðug- um eöa voldugum konum (eig- inleikar sem konur virðast jafna viö kynþokka). Okkur finnst kvenlíkaminn það fallegasta sem til er. Okk- ur dreymir um æðisgengnar 21 árs gamlar háfættar Ijóskur með risavaxin brjóst. Hver sem ekki segist gera það er að Ijúga. Samt finnst okkur ósann- gjarnt að karlmenn eru sagðir yfirborðslegir þegar að því kemur að velja sér maka en sagt er að konur líti á heildina. Okkar skoðun er þessi: Fyrst svona margar konur laðast að mönnum vegna þess hve stórt veskið þeirra er ætti að vera í lagi fyrir karlmenn að laðast að konum vegna brjóstahaldara- stærðar. O Ólíkt ykkur getum við vel notið kynlífs með svo aö segja hvaða aðila sem er af gagn- stæðu kyni og fengið fullt út úr því - jafnvel þó við vitum ekki hvað hún heitir og munum aldrei sjá hana framar. Stund- um er það jafnvel ákjósan- legra. / Kærastinn þinn mun aldrei viðurkenna það en af- mælisgjöfin, sem hann langar I frá þér, er ein nótt með gull- fallegri ókunnugri stúlku. Best væri ef hún væri tekin upp á myndsegulband. o Hjá okkur tengist kynlífið sjálfsvirðingu meira en nokkuð annað. Hvers vegna eru karl- menn svona veikir fyrir fögrum konum? Kona, sem er ósköp venjuleg útlits, er eins við- komu. Það er eins lykt og bragð af henni og hún er í raun ósköp svipuð og sú geggjaða, sérstaklega í daufri lýsingu. Munurinn er sá að það að sofa hjá þeirri æðis- gengnu getur aukið sjálfsálit okkar. Hún getur náð í hvern sem er, hugsum við. Og hún valdi mig. Fagrar konur koma því til leiðar að óöruggir menn fyllast sjálfstrausti. “ Ef kona er mikið förðuð og í fötum sem opinbera allt finnst okkur hún ekki hafa neinn rétt til að kvarta þegar við komum með tilboð eða segjum eitthvað. Þetta þýðir ekki endilega að okkur finnist 26 VIKAN 19. TBL 1990

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.