Vikan


Vikan - 20.09.1990, Side 32

Vikan - 20.09.1990, Side 32
morðingjann kom hún það flatt upp á gagnrýn- endur að segja má að á einni nóttu hafi Agatha Christie orðið á allra vörum. En þá lést móðir hennar skyndilega. Hún var yfir sig þreytt og hrædd um að hjónabandið væri að fara í mola. Það varð henni um megn og föstudagsmorguninn 4. desember árið 1926 fór Agatha Christie akandi frá heimili sínu, Styles í Berkshire. Þegar hún kom ekki heim hringdi Christie major í lögregluforingj- ann í Surrey sem síðar skýrði frá þessum at- burði sem furðulegasta og leyndardómsfyllsta máli sem hann hefði nokkurn tíma fengið til meðferðar. Tveim dögum síðar fannst bíll Agöthu Christie með framhjólin hangandi fram af klettasnös. Málið fór þó að verða alvarlegra þegar maður tilkynnti lögreglunni að hann hefði séð konu snemma á laugardagsmorgni. Hár hennar var úfið og hún hafði sýnilega grátið. Hann var viss um að þessi kona var Agatha Cfiristie. I tvær vikur kembdu lögreglu- menn, sjálfboðaliðar, blóðhundar og einkaflug- vélar umhverfið. Hvarf Agöthu Christie varð sífellt leyndardómsfyllra og einn af aðdáend- um hennar minntist þess að Poirot hefði einu sinni sagt að það væri enginn vandi að hverfa þannig að engin spor yrðu rakin. DULARFULLT HVARF SEM ALDREI VAR UPPLÝST AÐ FULLU lllgjarnir fréttadálkahöfundar komu því á kreik að þetta væri auglýsingabrella af hennar hálfu. En sannleikurinn var sá að Agatha Christie missti einfaldlega minnið. Læknarnir sögðu síðar að þetta hefði verið „venjulegt minnistap sem orsakaðist af ofþreytu." Úr kvikmyndinni Dauðinn á Níl. Peter Ustinov í hlutverki Poirot. Leikkonan heitir Angela Lansbury, en hana þekkjum við úr sjónvarpsþátt- unum Morðgáta. Vanessa Redgrave fór með hlutverk Agöthu Christie í kvikmynd sem gerð var um hið dularfulla hvarf skáldkonunnar í desember 1926. Dustin Hoffman fór þar með hlutverk blaðamannsins sem mikið kom við sögu. Myndin var sýnd i sjónvarpinu síðastliðinn vetur. í atriðinu sem myndin hér fyrir ofan er frá sést skáldkonan lesa forsíðufrétt um hvarf sitt. Hálfum mánuði síðar sá þjónustufólk á Yorkshirehóteli að svipur var með mynd af hinni horfnu skáldkonu og einum hótelgesta, Teresu Neal frá Höfðaborg, sem bjó þar á her- bergi númer 105. (Það kom á daginn síðar að Teresa Neal var nafn stúlku sem síðar varð eiginkona Christie majors.) Frú Neal hagaði sér fullkomlega eðlilega, söng oft og spilaði á píanó fyrir hótelgesti eftir kvöldverðinn. Lög- reglan var kvödd til og bar strax kennsl á hina týndu Agöthu Christie en þá var hún algerlega minnislaus. Vikurnar þar á eftir gengu kjaftasögurnar. Hafði taugaáfallið skaddað heila hennar? Myndi hún nokkurn tíma verðá fær um að skrifa skáldsögu framar? Sex mánuðum síðar var drottning glæpa- sagnanna komin aftur til vinnu, úthvíld og endurnærð og farin að leggja á ráðin um eitt af sinum „fullkomnu" morðum. ERFITT AÐ FINNA NÝJAR LEIÐIR TIL AÐ MYRÐA FÓLK „Það fer nú að verða erfitt að finna nýjar leiðir til að myrða fólk,“ sagði Agatha Christie eitt sinn. „Ég held alltaf að hver bók verði mín síð- asta en alltaf kemur eitthvað i Ijós sem tekur hug minn allan. Ó, ég er orðin eins og sjálfvirk pylsuvél!" Hvers vegna var þessi feimna, blíðlynda, hamingjusama og bjartsýna kona svo áköf að segja frá einmitt þessari tegund glæpa? „Morðin hafa engin tilfinningaleg áhrif á mig,“ sagði Agatha Christie rólega. Hún átti nokkuð erfitt með að útskýra hvern- ig hún færi að því að haga atburðarásinni þannig að lesandinn biði í ofvæni eftir því sem skeði í næsta kafla. Einn söguþráðurinn kom í huga hennar þegar hún var í rennistiga í stóru verslunarhúsi; annar þegar hún var að horfa á fagra postulínsstyttu á arinhillu móður sinnar og einn þegar hún hlustaði á tal tveggja manna á veitingahúsi um hagfræðilega útreikninga. „Ég var nýbyrjuð á skáldsögu og þessi tölfræði náði tökum á mér.“ HUGMYNDIRNAR KOMU HVAR SEM VAR OG HVENÆR SEM VAR Sannleikurinn er sá að Agatha Christie fékk hugmyndir sínar hvar sem var og hvenær sem var. Þegar hún stoppaði í sokka, stóð við elda- vélina (hún var snillingur í matargerð) eða nagaði epli í baðinu, sem var mjög fornlegt með breiðri mahónfhillu þar sem hún gat látið ýmislegt á; tebolla, blýanta og eplakjarna. „Það var dásamlegur og næðissamur staður því engum dettur í hug að ónáða neinn í bað- inu. En nú eru ekki byggð slík baðherbergi svo ég hef eiginlega lagt þá aðferð niður.“ Hún var oft vikum saman með sömu hug- myndina, jafnvel mánuði. Síðan skrifaði hún skáldsöguna eftir minnisblöðum á sex til tólf vikum. Henni fannst það gefa sögunni eðlilegri tón ef hún var skrifuð strax þegar hugmyndin vaknaði. „Það getur verið vandamál þegar maður verður fyrir truflun, það getur verið mikill léttir að hætta en það er líka erfitt að taka þráð- inn upp aftur." Venjulega lagði hún fyrst útlínur sögunnar. „Fyrst dettur maður niður á hvernig hægt er að blekkja lesendur og vinnur svo aftur á bak.“ Hún var snillingur ( að láta lesendur gruna meira en eina lausn, í sakleysislegum setning- um eða atvikum sem svo reynast vera lausnin. VAR RIFIÐ AF DAGATALINU FYRIR EÐA EFTIR MORÐIÐ? Táknrænt dæmi er þegar leynilögreglumaður- inn spyr brytann hvort rifið hafi verið af daga- talinu síðan morðið var framið. Brytinn gengur yfir gólfið, rýnir í dagatalið og svarar. Lesendur detta þá í þá gildru að einblína á dagsetning- una en það er staðreynd að brytinn hefur mjög lélega sjón ... Agatha Christie var á móti því að gefa rang- ar lausnir: „Ég læt frekar skína í tvo mögu- leika," sagði hún ákveðin. „Ég hef ekki rangt við.“ Aðra fasta reglu hafði hún: „Morðið verður að bera að snemma í sögunni svo lesandinn þurfi ekki að bíða of lengi eftir spenningnum. 32 VIKAN 19. TBL. 1990

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.