Vikan


Vikan - 20.09.1990, Blaðsíða 34

Vikan - 20.09.1990, Blaðsíða 34
Það þjónar engum tilgangi að vera með langar vangaveltur í upphafi sögu eða eyða tíma ( staðar- og mannlýsingar. Lausnin verður að koma á nákvæmlega réttum tíma. Sérstaklega í leikriti eins og Músagildrunni þar sem vanga- veltur geta algerlega eyðilagt stígandann í at- burðarásinni." MÚSAGILDRAN UPPHAFLEGA AFMÆLISGJÖF TIL BRETADROTTNINGAR Músagildran var fyrst sýnd 5. nóvember 1952 og hafði upphaflega verið samin sem útvarps- leikrit á áttræðisafmæli Bretadrottningar sem hafði verið spurð hvers konar dagskrá hún óskaði eftir í BBC. „Leynilögreglusögu eftir Agöthu Christie," svaraði hún. Leiknum var vel tekið. Agatha Christie skrif- aði hann sem sviðsleik og hann var sýndur til reynslu í London áður en hin leikhúsin tóku hann til fíutnings. Leikritið gengur ennþá og ekkert lát er á eftirspurn eftir aðgöngumiðum. Agatha Christie sagði sjálf að hún skildi ekki þessar geysilegu vinsældir leikritsins sem henni finnst alls ekki jafnast á við Vitni sak- sóknarans eða mörg önnur af leikritum hennar. Einu sinni reyndi hún að skilgreina þetta: „Ég held það sé vegna þess að þetta leikrit er þannig að allir geta horft á það. Það er í raun- inni ekkert hrollvekjandi og ekki skrípaleikur heldur sambland sem mörgum finnst skemmti- legt.“ Fáir hafa getað giskað á það fyrirfram hver morðinginn er. Winston Churchill sagðist hafa getið upp á þeim rétta en orðið mjög undr- andi þegar á daginn kom að hann hafði rétt fyrir sér. Agatha Christie fékk aðeins óverulegar fast- ar tekjur af Músagildrunni. Þegar stykkið var fyrst sett á svið gaf hún dóttursyni sínum, Matthew Prichard, sem þá var tólf ára, höfund- arréttinn. Það gerði hann svo auðugan að Agatha Christie hafði áhyggjur af því að hann myndi aldrei gera tilraun til að fá sér atvinnu eða lífsstarf. Það voru óþarfa áhyggjur því hann sneri sér síðar að útgáfustarfsemi með góðum árangri. Eins og flestar ömmur hafði Agatha Christie mikinn áhuga á yngstu kynslóðinni. I bókinni Bertrams Hotel bryddar nokkuð á ofbeldi síð- ast í bókinni og í bókinni Endless Night fjallar hún um uppreisnargjarnt atferli unglinga, eins og pínupilsin og LSD-neyslu æskufólks í London, með glettni og meðaumkun um leið. Agatha Christie var á móti öllum hávaða, fjölmennum samkomum og „sífelldum sam- ræðum“. Hún horfði eiginlega aldrei á sjónvarp. „Þegar ég horfi á sjónvarp," sagði hún, „finnst mér ég hafa eytt tímanum til einskis. Ég hefði betur varið honum til að lesa góða bók.“ ÞOLDI ILLA HVERNIG BÆKUR HENNAR VORU AUGLÝSTAR Það sem líklega einna helst gerði henni gramt í geði var hvernig bækur hennar voru auglýst- ar. „Ég býst við að bráðum fari þær að fást í kjötbúðum!" Agatha Christie átti þrjú hús. Það sem hún hafði mestar mætur á er Greenway House. Landareignin er upp á þrjátíu og fjórar ekrur í Devonshire. Þar bjó hún með síðari manni sínum, Max Mallowan fornleifafræðingi, sem var sérfræðingur í menningarsögu Assiríu- manna, og Rosalind dóttur sinni, sem las yfir allar bækur hennar. „Hún er einlægasti gagn- rýnandi minn og sú eina sem giskar rétt á hver morðinginn er.“ Einnig átti hún hús í Chelsea og Winter- brook House, sumarhús nálægt Oxford, í þorpi sem minnir á St. Mary Mead, heimkynni Miss Marple, þeirrar af sögupersónum Agöthu Christie sem hún hafði mest dálæti á. Agatha Christie hafði miklar mætur á rithöf- undunum Elizabeth Bowen, Graham Green, Muriel Sparks og George Simenon. Hún þoldi ekki njósnasögur þar sem ofbeldi er rikjandi. Um þær sagði hún: „Ég þoli ekki að fólk sé lát- ið ganga um með barefli og skotvopn og mis- þyrma fólki. Ég verð svo vond að mig langar til að gera slíkt hið sama.“ SEINNI EIGINMAÐURINN FORNLEIFAFRÆÐINGUR Fyrir utan ritstörfin hafði Agatha Christie mik- inn áhuga á fornleifafræði. Maður hennar, hljóðlátur, þéttvaxinn og stórgáfaður prófessor í Oxford, var þekktur fyrir störf sín í Mið-Aust- urlöndum. Þau hjónin voru vön að taka saman föggur sínar á hverju ári og búa í nokkra mán- uði í leirkofa í Nimrud sem hefur verið höfuð- borg Assiríu síðan á níundu öld fyrir Krist en er kölluð Calah í Gamla testamentinu. „Þið getið ekki ímyndað ykkur þann létti,“ segir Agatha Christie Mallowan í skemmtilegri bók sinni um uppgröftinn, „að komast til staðar þar sem engin dyrabjalla er, enginn sími og maður þarf ekki að hafa fyrir því að svara prestinum sem fann fjörutíu og þrjár málfræði- villur í síðustu bókinni minni." í Nimrud, þar sem þau borðuðu feitar kinda- rófur, súkkulaðibúðinga, sem innfæddi kokkur- inn bjó til á olíuvél, og drukku te úr vatninu í Tígris, hjálpaði Agatha Christie til við uppgröft- inn sem varpar Ijósi á hina fornu menningu. „Það er ákaflega spennandi. Það erfleira hulið undir jarðskorpunni en okkur grunar.“ TÓK MYNDIR AF FORNMUNUNUM Það var hennar starf að taka myndir af munun- um, hreinsa þá og skjalfesta. „Mér var fyrst trúað fyrir leirkerum en svo vann ég mig upp,“ Hún var óþolinmóð við að hreinsa munina á gamla mátann og fann þá upp auðvelda aðferð við að ná mold og leir af þeim. Hún sprautaði uppleysandi efnum á þá með venjulegri sprautu. Hún skrifaði aldrei meðan hún var í þessum leiðöngrum. „Ég hef aldrei tíma til þess, ég hef alltaf nóg að gera við að hjálpa manninum mínum. Ég fæ auðvitað hugmyndir en þær gæti ég fengið hvar sem er. Þess utan er ég ákaflega eftirtektarlaus. Ég tek aldrei eftir því hvort fólk hefur fengið sér nýja flík eða skipt um húsgögn. Það er oft óþægilegt." Baráttan milli húsmóðurstarfanna og ritstarf- anna var aldrei vandamál fyrir Agöthu Christie og hún hafði meiri ánægju af rithöfundarstarf- inu sjálfu en heiðursyfirlýsingum og virðingar- votti. Oft er þó margt málum blandið. Þótt Agatha Christie hafi verið hrifin af manni sínum og starfi hans var hún ekki hrifin af ýmsum sögum sem gengu um þau, eins og þeirri að „forn- leifafræðingur sé besti eiginmaður sem hægt sé að fá vegna þess að því eldri sem konan er því skemmtilegri sé hún og því meiri áhuga hafi hann fyrir henni". Hún sór og sárt við lagði að hún hefði aldrei sagt þetta og hún sagðist geta myrt þann slúðurdálkahöfund sem kom þessari sögu á kreik. Það er nú eiginlega synd að enginn fótur skuli vera fyrir þessu. Þetta hefðu verið skemmtileg og eðlileg tilsvör frá þeirri konu sem skapaði Hercule Poirot... Hefur þú nokkra hugmynd um hvers vegna konan þín framdi sjálfsmorð? 34 VIKAN 19. TBL.1990

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.