Vikan


Vikan - 20.09.1990, Page 35

Vikan - 20.09.1990, Page 35
SPENNANDI SAKAMÁLASAGA EFTIR AGÖTHU CHRISTIE: Morðingi eða ekki? Það var spurning sem hinn fyrrverandi lögregluforingi hefði ekki ótt að leggja fyrir sig. Hann hefði einfaldlega dtt að hugsa um eiliárin og láta hjá líða að skipta sér af gömlum morðmálum... MYNDSKREYTING: ÓLAFUR GUÐLAUGSSON g segi þér það satt, þetta er sama konan, það er öruggt! Haydock skipstjóri leit upp, virti fyr- ir sér ákaft andlit vinar síns og and- varpaði. Hann óskaði þess innilega að Evans væri ekki svona öruggur, ekki alveg svona sigri hrósandi. Á löngum sjómannsferli hafði gamli skipstjórinn tamið sér að skipta sér ekki af málum sem honum komu ekki við. En Evans, gamli vinur hans, sem hafði verið lög- regluforingi, var á annarri skoöun. Jafnvel nú, þegar hann var kominn á eftirlaun og búinn að búa vel um sig í draumahúsinu sínu, gat hann ekki á sér setið að brjóta heilann um lögreglu- mál. - Ég gleymi sjaldan andlitum, sagði hann ákveðinn. Frú Anthony - já, það er hún. Þegar ég sá frú Merrowdene þekkti ég hana á stund- inni. Haydock skipstjóri ók sér í stólnum, honum fannst þetta óþægilegt. Merrowdene hjónin voru næstu nágrannar hans, fyrir utan Evans, og fullyrðing hans um að frú Merrowdene hefði verið ein af aðalpersónunum í morðmáli kom illa við hann. - Það er nú svo langt síðan, sagði hann dauflega. - Nlu ár, sagði Evans, nákvæmur að vanda. - Nlu ár og þrír mánuðir. Þú hlýtur að muna eftir þessu máli? - Ja - jú, óljóst. - Það kom fram við réttarhöldin að Anthony var vanur að nota arsenik, sagði Evans, - og hún var sýknuð. - Já, því skyldi hún ekki vera sýknuð? - Það var það eina sem hægt var að gera. Alveg hárrétt. - Já, en hvað er það þá? sagði Haydock. - Til hvers er aö hafa áhyggjur af því? - Hver er með áhyggjur? - Mér finnst þú vera með áhyggjur. - Alls ekki. - Málið er útkljáð, sagði skipstjórinn. - Ef frú Merrowdene hefur einhvern tíma verið svo ólánssöm að standa fyrir rétti og verið sýknuð þá... - Það hefur nú ekki almennt verið álitið ólán að vera sýknaður, tók Evans fram í fyrir honum. - Þú veist vel hvað ég á við, sagði Haydock ergilegur. Ef vesalings konan hefur verið svo heppin að komast í gegnum þessa raun er engin ástæða til að grafa þetta upp aftur. Evans svaraði ekki. - Já, en Evans, konan var saklaus! Þú sagðir það sjálfur. - Ég sagöi ekki að hún væri saklaus. Ég sagði að hún hefði verið sýknuð. - Kemur það ekki út á eitt? - Ekki alltaf. 19. TBL. 1990 VIKAN 35

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.