Vikan


Vikan - 20.09.1990, Page 37

Vikan - 20.09.1990, Page 37
KROSSGÁTUGERÐ: GUÐJÓN BALDVINSSON Þegar þau komu heim aö notalega, gamla húsinu þeirra hvarf hún frá andartak, kom síð- an til aö dúka teborðið og setja vatn [ silfur- samovarinn. Úr hillu við arininn tók hún þrjár litlar skálar og diska. - Við drekkum alltaf sérstaka tegund af kín- versku tei svo við drekkum það Kka úr kín- verskum skálum í stað bolla. Hún leit niður f eina skálina, setti hana aftur í hilluna og tók aðra í staðinn. - George, nú hefur þú notað teskálarnar einu sinni ennþá á rannsóknarstofunni! - Fyrirgefðu, vina mín, sagði prófessorinn afsakandi. Þær eru svo hentugar á stærð. Ég var búinn að panta skálar af þessari stærð en þær eru ekki komnar. - Enhvern tíma kemur að því að þú eitrar fyrir okkur með þessu tiltæki þínu, sagði konan hans og hló stuttlega. - Frú Davis finnur þær á rannsóknastofunni og stingur þeim upp í hillu án þess að þvo þær nógu vandlega. Þú notaðir eina til að blanda í blásýru um daginn. Þetta er hræðilega hættulegt, George! Merrowdene varð dálítið ergilegur á svipinn. - Frú Davis á ekkert erindi inn á rannsókna- stofuna. Hún á ekki að snerta neitt þar. - En við drekkum oft te þar og skiljum skálarnar eftir. Hvernig á hún þá að vita hvað er hvað? Vertu nú sanngjarn, elskan. Merrowdene sagðist ætla að skreppa frá. Evans var mjög undrandi. Af einhverri óskiljanlegri ástæðu var frú Merrowdene að sýna honum í tvo heimana. Átti þetta að verða „slys“? Var hún að tryggja sjálfa sig á einhvern hátt með þessu? Svo þegar „slysið" raunveru- lega yrði gæti hann ekki annað en borið vitni, henni til hagsbóta. Þetta var heimskulegt af henni því að fyrir þann tíma væri honum ábyggilega orðið Ijóst hvernig hún fram- kvæmdi þetta. En svo saup hann hveljur. Hún var búin að hella tei í skálarnar og setti eina fyrir framan hann, eina fyrir sjálfa sig og þá þriðju á lítiö borð við stóra hægindastólinn þar sem maöur hennar var greinilega vanur að sitja. Þegar hún setti frá sér þriðju skálina lék einkennilegt bros um varir hennar. Það var þetta bros sem reið baggamuninn. Nú var hann viss! Þetta var furðuleg kona. Hættuleg kona. Hún þurfti ekki undirbúning. Hún virtist ætla að snara sér í þetta og nota hann sem vitni. Þetta var svo mikil frekja og áræði að honum lá við köfnun. En sniðugt var það - fjandans ári sniðugt. Hann hefði engar sannanir. Hún reiknaði með að hann væri grunlaus þar sem hún lét til skar- ar skríða svona fljótt. Hann dró djúpt andann og hallaði sér fram. - Frú Merrowdene, ég er dálítið einkennilegur maður og mér dettur oft ýmislegt í hug. Viljið þér nú ekki vera svo elskuleg að sinna duttl- ungum mínum. Hún leit spyrjandi á hann en virtist alveg grunlaus. Hann stóð upp, tók skálina, sem hún ætlaði að drekka úr, gekk með hana að litla borðinu og skipti um skálar. - Mig langar til að biðja yður að drekka heldur úr þessari. Hún leit ekki undan og augu hennar voru róleg, óræö. Svo tók hún við skálinni. Hann hélt niðri í sér andanum. Ef honum hefði nú sjálfum orðið á í messunni... Hún lyfti skálinni að vörum sínum en svo var eins og hún áttaði sig. Hún hellti innihaldi skálarinnar í blómsturpott. Svo leit hún upp og horfði þrjóskulega í augu hans. Hann andaði léttar og settist. - Jæja? Hljómfallið í rödd hennar var ögr- andi, jafnvel háðslegt. Hann svaraði rólega. - Þér eruð mjög greind kona, frú Merrowdene. Ég held að þér skiljið mig. Það má ekki verða endurtekning á þessu. Ég held þér skiljið mig. - Ég skil yður mæta vel. Röddin var algjör- lega hljómlaus. Hann kinkaði kolli. Já, hún var mjög greind. Hún ætlaði ekki að láta dæma sig fyrir morð. - Skál fyrir langri sambúð ykkar hjóna, sagði hann með áherslu og lyfti skálinni að vörunum. En svipur hans tók skyndilegum breytingum, hann afmyndaðist í framan. Hann reyndi að hljóða, reyndi aö standa upp. En svo féll hann niður, helblár í framan. Það fóru kippir um lík- ama hans. Frú Merrowdene hallaði sér yfir hann og virti hann fyrir sér. Dauft bros lék um varir hennar. Hún sagði hljóðlega: - Yður skjátlaðist, herra Evans. - Þér héld- uð að ég ætlaði að myrða manninn minn. Það var heimskulegt, ótrúlega heimskulegt. Hún horfði stundarkorn á látna manninn, þennan þriðja mann sem hafði ætlað að skilja hana og manninn sem hún elskaði. Hún var nú líkari madonnumynd en nokkru sinni fyrr. Hún kallaði hátt: - George! George! Komdu! Flýttu þér! Það hefur nokkuð hræðilegt skeð! Slys... Vesl- ings herra Evans ... □ / SoJtFx LE-iTA KEtjM TEOÚ.i'Vá R.EÍÐ lJEiTTí ZöMÚ. I0/0! / Ofaj 'OTTiST HRESS mc O 1 X E-i/JS 2 'f\\JExTÍ EilCQJZ SÖEQuO t / 9 . 1 stefkh C*elt X f\R irffj FZOtf- SKEAIfMO f I Oiíifomi MjótXuÁ’- f\hUil£> 5 H úiubt T oSfí-K FuGL- i aJaj 3 > U ,/ þ\JOTT$ Pu ÍCÍ > S L. OþEKKT DR'óLK ÖAáA F6U>Ði S.EÍaIí' > V í l J y S F\$Kul( mifiR- JElÍSíA Lausnarorð 1-7: SÓLGINN 19. TBL 1990 VIKAN 37

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.