Vikan


Vikan - 29.11.1990, Qupperneq 6

Vikan - 29.11.1990, Qupperneq 6
TEXTI: ÞORSTEINN EGGERTSSON Elsku pabbi og mamma. Mér þykir leiðinlegt að þið skylduð ekki leyfa mér að kaupa hvolpinn. Þess vegna ætla ég að fara. Mér þykir vænt um ykkur. Emil Strákurinn Emil á enga ósk heitari en að eignast hund. Hann er meira að segja búinn að ákveða að hann skuli heita Skundi eins og hundurinn sem afi hans átti. Foreldrar Emils vinna mikið en síðan þau byrj- uðu að byggja þetta hús í Breiðholtinu eru þau alltaf að rífast. Emil er því mikið einn. Foreldrar hans gefa honum leyfi til að kaupa hvolp ef hann geti unnið fyrir honum sjálfur. Eni... [ ár verður verðlaunasaga Guðmundar Ólafssonar, Emil og Skundi, jólaleikrit Stöðvar 2. Guðmundur samdi leik- Upptaka atriðis í Austurstræti undirbúið af kostgæfni. Leikstjóri og upptökustjóri ásamt „blaðsölu drengjunum" Flóka Guðmundssyni, Stefáni Inga Stefánssyni og Sverri Páli Guðnasyni. VERDLAUNASAGAN EMIL OG SKUNDI ÍSLENSKT JÓLALEIKRIT STÖÐVAR 2 handrit eftir sögunni og er jafn- framt leikstjóri. Verkið verður sýnt í tveim hlutum á milli jóla og nýárs. Svo skemmtilega vill til að framhald bókarinnar kemur einmitt út fyrir þessi jól. Sú bók heitir Emil, Skundi og Gústi. „Ég er ekki vanur að vinna við þennan rniðil," segir höf- undurinn. „Til aö byrja með vildi ég kannski fylgja söguþ- Brugðið á leik við töku sjónvarpsmyndarinnar. Sigurð- ur Freyr ásamt höfundi sögunn- ar, Guðmundi Ólafssyni, sem jafnframt ieikstýrði verkinu. Mættur á útihátíð — i tilheyrandi „hátíðarveðri". Emil, sem leikinn er af Sverri Páli Guðnasyni. ræðinum einum of bókstaflega og hafa allt með en formið er þess eðlis að maður þurfti að skera ansi mikið niður. Aðal- atriöið er aö halda sögu- þræðinum en sleppa útúrdúr- um sem ekki beinlínis þjóna sögunni. En þó þurfti tvo þætti til að koma þessu öllu fyrir." Það eru liðin um tvö og hálft ár síðan þær Guðrún Þórðar- dóttir og Maríanna Friðjóns- dóttir impruðu á því við Guð- mund að búa söguna fyrir sjónvarp en ýmissa hluta vegna var ekki hafist handa fyrr en á þessu ári. Mynda- tökurnar fóru fram í sumar undir stjórn Gunnlaugs Jónas- sonar og Bergsteinn Björgúlfs- son kvikmyndaði. Tími fyrir tökur var mjög naumur, aðeins tvær vikur, en veðrið lék við hópinn sem vann að myndinni. Sólin byrjaði að skína sama daginn og tökurnar hófust. Það var alltaf sól og ákjósan- leg birta nema að það rigndi í einn eða tvo daga. Það kom þó ekki að sök því að þá fóru fram tökur innan dyra. Og það var myndað víða um land á góðviðrisdögum þegar hitinn komst upp í ein 23 stig. Gunn- ar Þórðarson tók upp tónlistina við myndina en Olga Guðrún Árnadóttir samdi hana. Eins og margir vita eru þau Olga Guðrún og Guðmundur Ólafs- son hjón. „Ég notaði reyndar alla fjöl- skylduna," segir hann og glott- ir svolítið. „Börnin min þrjú leika smáhlutverk og sjálfur labbaði ég einu sinni fyrir myndavélina, svona til að fóðra eigingirnina. En það var mjög gaman að nota krakkana og ekki síður að geta fengið músíkina héðan að heiman.1' Sverrir Páll Guðnason fer með aðalhlutverkið, Emil, og það mæðir mikið á honum þar Frh. á næstu opnu 6 VIKAN 24. TBL. 1990
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.