Vikan - 29.11.1990, Side 11
Hann er á tveimur stööum í síma-
skránni. Annars vegar undir svæö-
isnúmerinu níutíu og einum og þá
„bara“ sem Jón Benediktsson en
hins vegar undir níutíu og fimm og
þá sem Jón Benediktsson bóndi Höfnum. Á
báöum stööum svarar sami maðurinn en að
vísu aðeins á öðrum í einu. Hann er nefnilega
svokallaður „sumarbóndi", rekur bú sitt aðeins
að sumri en vinnur síðan sem verkstjóri hjá
dúnhreinsunardeild Sambandsins að vetri.
Eða eins og Jón sagði sjálfur: „Ég er ekta
farfugl." Sú samlíking er víst alls ekki ný af nál-
inni enda hefur Jón „flogið" norður á bóginn á
sumrin allt frá því hann hætti heilsársbúskap
árið 1969 og flutti á mölina.
Um býlið Hafnir, sem er svo til yst á Skaga,
nokkru norðar en Skagaströnd, segir að þar
hafi lengi verið hlunnindajörð. Nokkuð kemur
þar af rekaviði, þar liggja æðarkollur á eggjum
sínum meðtilheyrandi dúneinangrun og í sjón-
um sveimar selurinn. Þetta er það sem skapar
Jóni bónda atvinnu á sumrin. Jörðin, sem hann
keypti árið 1942 - þá aðeins 21 árs - og bjó á
í tuttugu og sjö ár, er það sem líf hans snýst nú
um fimm mánuöi hvers árs og hver dagur er
með þétt skipaðri dagskrá erfiðra starfa. Þótt
hlunnindin séu fyrir hendi eru þau sýnd veiði
en ekki gefin og mikið þarf fyrir þeim að hafa til
að þau gefi eitthvað af sér. Það vita fáir betur
en Jón Ben.
...OG SELKJÖT MEÐ SMJÖRI!
Á nýliðnu sumri lágu leiðir okkar Jóns saman
þegar ég heimsótti hann að Höfnum og tók
þátt í daglegu amstri hans með öllu tilheyrandi.
Þar klauf ég í fyrsta skipti niður rekavið í girð-
ingastaura með heljarstórri sleggju og fleygum,
fylgdist með verkun selskinna og smakkaði
selkjöt með smjöri. Ritstjórn Vikunnar fylgdist
af miklum áhuga með heimsóknum mínum,
sem reyndar urðu tvær, og úr varð að ég rabb-
aði við Jón Ben. sumarbónda, formann félags
selveiðabænda og verkstjóra hjá SÍS, þegar
hann hafði lokið sumarstarfinu og var kominn í
bæinn. Og ekki lét Jón tímann fara til spillis
frekar en annað því að hann fór úr Höfnum á
sunnudegi og hóf störf að nýju í dúnhreinsun-
inni á mánudagsmorgni. Slíkt er annríki „far-
fuglsins".
Eftir að hafa gengið upp fjórar hæðir í lyftu-
lausu fjölbýlishúsi við Háaleitisbraut [ Reykja-
vík knúði ég dyra hjá Jóni. Hann opnaði fyrir
mér rétt eins og ég væri þarna heimilisfastur
og ég fann strax aö ég var velkominn. Jón
bauð mér sæti fyrir framan sjónvarpið og þar
sátum við og fylgdumst með fréttum og Kast-
Ijósi. Jón lætur greinilega enga blaðasnápa
trufla sig við að fylgjast með umheiminum og
því sem er að gerast í kringum hann. Hann
tekur hlutina fyrir í þeirri röð sem hentugast
þykir og vill gjarnan hafa eitthvað með það að
gera sem hann snertir. Það hentar honum ör-
ugglega vel, hugsa ég meðan fréttaþættirnir
renna sitt skeið, að vera verkstjóri yfir sjálfum
sér á býli sínu á Skaga. En þar kemur að Jón
slekkur á tækinu, greinilega albúinn að mæta
spurningum mínum og ekki eftir neinu að bíða.
Ég spyr hann fyrst um jörðina Hafnir.
EKKERT BRUÐL
„Þessi jörð var lengi í eigu Þingeyraklausturs
en enginn veit hvenær fyrst var byggt þarna.
Gamli bærinn var byggður 1868 og það var
Árni nokkur Sigurðsson sem byggði hann,“
segir Jón. Gamli bærinn, sem hann talar um,
Gamli bærinn á Höfnum sem, var byggður 1868 stendur enn, alla vega að mestu. I baksýn sést
íbúðarhúsið sem Jón byggði árið 1954.
er nú notaður sem geymsla og er núorðið lítt
fyrir augað. Árið 1954 byggði Jón nýtt íbúðar-
hús sem hann notar enn. Það er fullbúið hús-
gögnum og nauðsynlegum heimilistækjum en
laust við allt óhóf og íburð enda Jón þekktur
fyrir allt annað en bruðl. Svo aftur sé vikið að
búskapnum: Hvenær skyldi Jón halda norður?
„Ég fer nú svona fyrir miðjan maí, það er
engin viss dagsetning á því. Þá fer maður að
undirbúa varpið og byrjunin á því er að fjar-
lægja allan mink og annan varg. Á minkinn eru
vanalega notaðir hundar til að finna hann og
yfirleitt þarf að grafa eftir honum af því að
hundarnir komast ekki að honum. Svo er hann
oftast skotinn þegar hann skýst út.“ Hundana
fær Jón á næstu bæjum og ákveðnir menn sjá
um að eyða minknum. „Ágætir rnenn," segir
hann, „sem hafa náð góðum árangri í að
fækka honurn." Jón leynir því ekki að honum
er ekki vel við minkinn og telur hann hið mesta
óargadýr enda segir hann að minkurinn dreþi
fuglinn og dragi saman í hauga.
ALDREI ÆTLAÐ „Á HAUSINN“
Jón undirbýr varpið með því að setja hey í
hreiður. „Annars er fuglinn vel fær um að búa
sín hreiður sjálfur. Ég hjálpa honum með hey
þar sem hann nær ekki í það sjálfur. Sami fugl-
inn er ábyggilega í sama hreiðrinu ár eftir ár og
svo endurnýjar stofninn sig. Ég held að það sé
þannig með flest dýr að þau leita aftur þangað
sem þau urðu til. Svo vil ég nú meina að sé
með laxinn, að minnsta kosti koma laxarnir í
árnar sem þeir klekjast út í.“ Skyldi Jón ekki
hafa ætlað sér í laxeldið. „Nei,“ svarar hann
staðfastlega, „það eru nógu margir í því. Ég
hef aldrei haft það að sérstöku leiðarljósi að
fara á hausinn!" segir Jón og kímir enda svarið
mjög í anda nýtni hans á alla hluti.
Hvaö þarf að gera eftir að búiö er að setja
heyið í varpið? „Svo fer nú fuglinn að setjast
upp. Þeir koma ekki allir í einu, það er fullorpið
á svona hálfum mánuði. Síðan fer fuglinn að
sitja á og þá þarf fljótlega að fara að taka dún,
tvisvar meðan hann liggur á og síðan fer mað-
ur í eftirleit þegar fuglinn er farinn því það er
alltaf ein og ein kolla sem verpir seinna en
hinar. Fuglinn er þarna allt árið en á vetrum er
hann við grynningarnartil að þurfa ekki að kafa
djúpt eftir æti. Á vorin fer hann að draga sig
að.“
SEGIR ENGUM NEMA
HREPPSTJÓRANUM
Um fjölda hreiðra í eynni segist Jón ekki vita.
„Ég hef aldrei talið þau og maður veit aldrei
fyrr en búið er að hreinsa dúninn hvað mikið er
af hreinum dún.“ En veistu það ekki svona um
það bil, tugir, hundruð eða þúsund? sþyr ég.
Jón fer um sþurningar mínar um þetta efni eins
og köttur í kringum heitan graut. Að lokum
segir hann: „Maður segir það engum nema
hreppstjóranum." Þá rennur upp fyrir mér að
auðvitað er slíkt leyndarmál og ég hætti að
þjarma að æðarbóndanum, vitandi ég yrði
engu nær. Þá er eins gott að venda sínu kvæði
í kross og tala um selinn.
BARDOT OG SELVEIÐIN
„Selveiðin byrjar í lok varptimans. Ég veiði sel-
inn í net, hef aldrei skotið sel.“ Jón er formaður
félags selveiðibænda. „Já, það féll alveg nið-
ur verðið á skinnunum út af áróðri bæði frá
24. TBL. 1990 VIKAN 1 1