Vikan


Vikan - 29.11.1990, Qupperneq 12

Vikan - 29.11.1990, Qupperneq 12
og fleginn. Skinnin eru síöan skafin, þvegin og negld upp á þil. Síðan þarf aö taka þau niður og hugsa um þetta að öðru leyti þar til maöur getur komiö þeim í verð, sem í raun ekkert er nú. Selkjötið hefur farið í loðdýrafóður," segir Jón. Eitthvað boröar hann sjálfur af selkjötinu en ekki segir hann það mikið. Meðan ég dvaldi fyrir norðan fékk ég hjá honum selkjöt og sett- um við töluverða klípu af smjöri á hvern bita. „Fannst þér hann ekki góður?" spyr Jón mig og ég svara því til að ekki hafi mér þótt hann vondur, sem satt er, en betra kjöt hef ég þó bragðað. „Þú fékkst bara svo lítið af þv(,“ segir hann og hlær við. Skyldi ekki vera einmanalegt hjá sumar- bóndanum að hírast einn í koti sínu? „Það kemur nú stundum fólk en enginn fastamaður er þar nema ég. Svo kemur nú alltaf ágætur maður í selveiðarnar. Hann er búinn að vera um þrjátíu vertíðir í þessu. Baldvin heitir hann Leifsson og kemur héðan að sunnan en er af Skaga. Hann þekkir þetta náttúrlega mjög vel orðið en ég er alltaf með,“ segir Jón hógvær og ber það af sér að hafa umsjón með veiðun- um. „Það voru nú ekki nema fjörutíu og fimm selir núna, það var dálítið óhagstæð tíðin þeg- ar við byrjuðum. Við gátum ekki lagt á réttum tíma og selurinn var að dreifa sér þegar við gátum loksins lagt. Kópurinn er um það bil mánaðargamall þegar best er að veiða hann. Þá er kæpan búin að venja hann undan og hann verður dálítið ráðvilltur eftir.“ FÚAVARINN RÚSSNESKUR REKI Nokkuð er um reka á Skaga. „Það er nokkur reki, já, en maður veit nú aldrei hvað nóg er. Trén koma frá Rússlandi en kom áður fyrr miklu meirafrá Skandinavíu. Þeir eru farnir að passa þetta miklu betur. Mér skilst að nú ætli Rússarnir líka að reyna að passa upp á þetta hjá sér. Annars er þetta minna heldur en var hér á árum áöur.“ Það getur tekið rekann mörg ár að komast til Islands, segir Jón mér og bætir við að nokkuð af rekanum geti strandað í ís á leiðinni. Og sjórinn varðveitir timbrið. „Þetta er alveg fúavarið þegar það kemur úr sjónum enda eru girðingarstaurar úr rekaviði sterkari en aðrir." Jón segir suma vera komna með sögunarvélar og þeir sagi í húsavið og ýmis- legt annað. „Ég hef alltaf rifið staurana," segir hann og á þar við að fleygar eru reknir í staurana með sleggju þar til þeir klofna. Hann segist vera hættur því sjálfur en grípi til manna sem koma í heimsókn og fái þá til að rífa svolítið. Það get- ur undirritaður staðfest ásamt því að flokka þau vinnubrögð undir heilmikið puð og skal engan undra þó að Jón, kominn fast að sjö- tugu, skuli nýta þá sem til hans koma og tilbún- ir eru að hreyfa sig svolítið. „Þaö er voðalega misjafnt hve mörgum staurum maður nær. Það fer mikið eftir því hve mikið rekur og hvað koma margir duglegir menn.“ ÁTTI 3000 KRÓNUR Hafnir eru nokkuð stór jörð enda voru þar áður tvö býli. „Strandlengjan er á milli tíu og tuttugu kílómetrar. Ætli jörðin öll sé ekki svona um það bil sjötíu ferkílómetrar en þetta eru nú tvær jarðir. Kaldrani var eiginlega jafnlandstór jörð og Hafnir. Kaldrani fylgdi bara með í kaupun- um þegar ég keypti Hafnir.“ Á þessum árum segist Jón hafa átt um þrjú þúsund krónur en fengið hundrað og þrjátíu þúsund að láni til að Hér stendur Jón við gamlar útskurðarmyndir af æðarfugli og hilluskraut. Það er Guðmundur nokkur Pálsson sem á heiðurinn af þessu afbragðs handbragði, sem nú skipar heiðursess á heimili Jóns i Reykjavík. • Og sjórinn varðveit- ir timbrið. „Þetta er alveg fúavarið þegar það kemur úr sjónum enda eru girðingar- staurar úr rekaviði sterkari en aðrir.“ • Seinni konu sína, Kömmu Thordarson, missti hann 1986 og nú fer farfuglinn ein- samall norður á bóginn og virðist taka því hlutskipti vel. grænfriðungum og Brigitte Bardot svoleiðis að það hefur ekki verið neitt verð á skinnum í mörg ár.“ Hafði þá Brigitte Bardot mikil áhrif á selveiðibændur norður á íslandi? „Nei, ekki að öðru leyti en þessu, held ég. Okkur þótti verst að við hefðum lítið hugsað um hana öðruvísi!" Hagsmunasamtök selveiðibænda komu líka til af öðru. „Það var hafin herferð gegn selnum. Hringormanefnd vildi fækka honum sem allra mest, ef ekki útrýma honum alveg. Það hefði þýtt að þessi gömlu hlunnindi hefðu alveg gengið til þurrðar. Ég hef nú trú á því að þetta lagist með skinnamarkaðinn þegar fram líður. Þetta ber nú ekki allt upp á sama daginn. Stundum gengur vel og stundum illa.“ SELVEIÐAR (VÍSINDASKYNI Ekki vill Jón meina að hagur strympu sé neitt að vænkast núna. „Þetta hafa eiginlega verið veiðar í vísindaskyni - til að vita hvort það væri einhver markaður fyrir skinnin. Nú er búist við að verðið verði um 2000 krónur á skinnið. Ef skinnin væru á eðlilegu verði væri það ákaf- lega hliðstætt verði á meðaldilk. Það er nefni- lega mikil vinna við þetta. Selurinn er veiddur Þegar ég heimsótti Jón i Hafnir settist hann við gamalt fótstlgið orgel og lék af fingrum fram. I 2 VIKAN 24. TBL 1990
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.