Vikan - 29.11.1990, Blaðsíða 13
fjárfesta í jörðinni. Óhætt er að slá því föstu aö
hann sjái aldrei eftir þeirri fjárfestingu sem bar
upp á mjög góðan tíma.
„Svo veiðir maður nú sjávarbleikju þarna í
sjávarlóni sem heitir Rekavatn. Þar er bara
malarrif á milli sem lokar stundum fyrir ósinn.
Þegar hækkar í vatninu opnast það aftur og
þetta gengur svona á víxl að það fer út og inn
og þá geta komið bleikjugöngur í vatnið. Svo
getur ósinn lokast á eftir þeim og þá verður
bleikjan eftir í vatninu.“ Þannig hefur Jón nóg í
soðið og miklu meira en það. Hann veiðir
bleikjuna í net sem hann geymir á vatnsbakk-
anum ásamt langri stöng. Öðrum enda netsins
tyllir hann á stöngina og skýtur út á vatnið.
Þegar stönginni er kippt snöggt til baka losnar
netið af og verður eftir í vatninu en stöngin er
dregin aftur upp á bakkann.
ENGIR KVENMENN í ÞEIM SKÓLA
Á yngri árum var Jón í íþróttaskólanum hjá
Sigurði Greipssyni í Haúkadal. Það segir hann
hafa verið góðan skóla bæði fyrir sál og líkama
og þar hafi ekki dugað að vera með neitt væl.
„Menn voru efldir bæði að anda og atgervi."
Óhætt er að segja að hann búi að því enn sem
hann kynntist hjá Sigurði Greipssyni því aö
kominn fast að sjötugu er hann enn kvikur í
hreyfingum og hikar ekki við að taka fangið fullt
af reka og vippa upp á pallbílinn. Síðan var
Jón tvo vetur og eitt sumar í bændaskólanum
á Hvanneyri.
„Þá voru engir kvenmenn í þeim skóla,“
segir hann og ég minnist á að nú séu þær
orðnar fleiri en þeir. „Já, það hefði verið vel
þegið þá,“ svarar Jón um hæl.
Kominn á skrifstofu sína í dúnhreinsun
Sambandsins í Reykjavík þar sem hann starfar 7
mánuði á ári.
HROSSIN TYGGJA SÖL OG
BRYÐJA ÞÖNGLA
„Svo er ég með nokkuð af hestum sem eru í
Höfnum allt árið. Bóndinn á næsta bæ hirðir
um þá á vetrum en hefur i staðinn afnot af tún-
inu og fjárhúsinu. Ég á tvo tamda hesta sem
ég nota afar lítið en að sjálfsögðu ríð ég í rétt-
irnar. Það er góð ganga fyrir hesta þarna. Þeir
nota sér fjörubeit mikið, tyggja söl og bryðja
þöngla. Hrossin ganga aðallega við sjóinn á
veturna en svo setur maður þau í heiðina á
vorin. Þarna er allt ógirt og hross og fé fara
þarna frjáls um Skagaheiðina á sumrin. Það
var töluvert af hrossum á Aðalbóli, þar sem ég
ólst upp, og ég á af þeim stofni enn. Ég á minn
stóðhest."
Jón er tvöfaldur ekkjumaöur, missti fyrri
konu sína, Elínborgu Björnsdóttur, árið 1971.
Hún hafði komið til hans sem ráðskona en þau
giftust 1946 og eignuðust tvö börn, Birnu og
Benedikt. Benedikt tók við búi af föður sínum
1969 en þaö stóð stutt þar sem hann kunni
betur við sig á sjónum. Því fór það svo að Jón
gerðist bóndi á ný en aðeins á sumrin. Seinni
konu sína, Kömmu Thordarson, missti hann
1986 og nú fer farfuglinn einsamall norður á
bóginn og virðist taka því hlutskipti vel.
ÖFUNDAR ENGAN - HEFUR
ALDREI ÞURFT ÞESS
Jón vinnur fimm daga vikunnar á Kirkjusandi
og hefur umsjón með dúnhreinsuninni. Húsa-
kynnin þar eru allhrörleg og ég spyr hvort hann
líti ekki öfundaraugum yfir á hina nýju höll.
„Nei, ég öfunda engan af neinu og hef aldrei
þurft þess. Mér hefur alltaf þótt það fremur
betra en verra ef mönnum gengur vel. Það hef-
ur enga þýðingu að vera ósáttur við neitt því
það eru til hlutir sem maður hefur ekki ráð á að
breyta og þá er ekki annað en að taka því.“
Eflaust er þetta lífsspeki Jóns í hnotskurn og
hann segir mér í framhaldi af þessu sögu af
basli sínu við rafveiturnar. Það endaði með því
að hann sætti sig bara við dísilvélina í kjallar-
anum, eflaust vegna þess að við hana þarf
ekki að deila um sjálfsagða hluti.
‘MINNSTA PÖNTUN
10 STK.
JOLAKORT
EFTIR ÞINUM
EIGIN
MYNDUM
Sendu vinum og vandamönnum skemmtilega
og persónulega jólakveðju með jólakorti,
eftir þínum eigin myndum.
Skipholti 31, sími 680450
!3ji|
KR. 60
PR. STK.*
10 KR. AF HVERRI SELDRI FUJI FILMU RENNUR TIL LANDGRÆÐSLUSKÓGA ÁTAK 1990