Vikan - 29.11.1990, Síða 14
TEXTI: ÞORSTEINN EGGERTSSON
Fyrir nokkrum árum slógu
nokkrir breskir krakkar,
sem kölluöust Mini-
Pops, rækilega í gegn. Vel-
gengni fyrstu plötunnar var
fylgt eftir meö annarri sem
seldist jafnvel ennþá betur en
sú fyrsta - en síðan ekki sög-
una meir. Bresku börnin uxu
úr grasi án þess að hafa skilið
eftir sig afgerandi spor í rokk-
sögunni.
FIMM HLJÓMPLÖTUR
Á ÞREM ÁRUM
Þótt Mini-Pops hafi gleymst sá
Birgir Gunnlaugsson hljóm-
sveitarstjóri að hugmyndin var
sniðug og fékk vel valinn hóp
barna, flest úr Seljaskóla, til að
syngja nokkur valin lög inn á
plötu árið 1987. Börnin stóðu
sig vel og nú hafa þau nýlega
lokið við að syngja inn á
fimmtu plötuna sína. Fyrsta
platan var Jólaballið, þá komu
Barnaleikir I út sumarið 1989,
Rokklingarnir fyrir siðustu jól
og Barnaleikir II í sumar. Síö-
asta jólaplata þeirra seldist f
ellefu þúsund eintökum sem
jafngildir ellefu milljónum f
Bandaríkjunum ef höfðatalan
er notuð. Á nýju plötunni, sem
heitir Rokklingarnir „Af lífi og
sál“ eru sjö syrpur vel þekktra
laga auk tveggja nýrra og þar
að auki kemur hljómsveitin
Josephine Baker, skipuð fjór-
um þrettán ára unglingum, við
sögu.
Um sex hundruð tfmarfóru í
upptökur, þar af hundrað og
tuttugu í söng. Blaðamaöur
Vikunnar hitti nokkra krakka úr
hóþnum - þegar Dóra Einars-
dóttir hafði til föt á þá og verið
var að farða þá fyrir mynd-
bandsupptöku um daginn - og
lagði fyrir þá örfáar sþurning-
ar. Fyrst vildi hann fá að vita
hvernig þeim fyndist að vera
orðin svona fræg.
Sigurborg Anna Hjálmars-
dóttir: Mér brá svolítið fyrst.
Þetta var svolítið skrýtið.
AÐDÁENDAKLÚBBUR AF
EINSKÆRRI NAUÐSYN
„Svolítið skrýtið" er kannski
vægt til orða tekið. [ fyrra voru
Rokklingarnir svo vinsælir
meðal krakka á aldrinum fimm
til tíu ára að engu var líkara en
nýtt Bítlaæði væri komið af
stað. Stelþur um allt land vildu
syngja eins og Ástrós og
hvaðeina. Þau kynntu og árit-
uðu plötu sína á Akureyri, í
Garðabæ og víða í stór-
mörkuðum. Afleiðingarnar
voru ótrúlegar. Það þurfti að
taka símann úr sambandi hjá
foreldrum að minnsta kosti
tveggja barnanna. Söngvar-
arnir Þorsteinn og Júlíus urðu
aðallega fyrir barðinu á þess-
ari aðdáun og kvað svo rammt
að þessu, þegar Þorsteinn var
farinn að fá tíu til fimmtán hring-
ingar á dag frá ókunnugum
krökkum, að hann hætti hrein-
lega að svara í símann. En nú
hefur verið ráðin bót á þessu.
Sérstakur aðdáendaklúþbur
hefur verið stofnaður til að
fyrirbyggja mikið álag á heimili
ungu stjarnanna. Utanáskrift
hans er:
Rokklingarnir,
Skeifunni 19,
108 Reykjavík.
Krakkar geta skrifað þangað
hvaða meðlim Rokklinganna
sem þeir vilja og fengið í stað-
inn bréf og áritaða Ijósmynd.
Næst lá beint við að spyrja
hvað hefði komið þeim mest á
óvart.
Sólveig Guðmundsdóttir:
Bara - að hafa komist í þetta.
FÁIR ÚTVALDIR
Það eru sannarlega orð í
tlma töluð. Áður en Rokkling-
arnir voru stofnaðir í fyrra aug-
lýsti Birgir eftir krökkum til
prufu. Milli hundrað og þrjátíu
og hundrað og fjörutíu komu til
leiks og af þeim voru sex valin.
í ár heltust átta úr lestinni og
aftur var auglýst. I þetta sinn
komu hundrað og áttatíu börn
til prufu en aðeins fimm voru
tekin inn. Af upprunanlega
kjarnanum, sem söng inn á
\
14 VIKAN 24.TBL. 1990