Vikan - 29.11.1990, Page 16
TEXTI: ÞORSTEINN EGGERTSSON
ER TILGANGUR?
TVEGGJA TÍMA SÖNGLEIKUR 18 ÁRA STRÁKS
FRUMSÝNDUR HJÁ LEIKFÉLAGI KEFLAVÍKUR
Hópurinn sem að sýningunni stendur. Skúli er eina aðalhlutverkið og lendir sögupersónan í ýmsum ver-
öldum: eins og t.d. hippakommúnu, pönkhljómsveit svo eitthvað sé nefnt.
Einn af meölimum hljóm-
sveitarinnar Pandóru frá
Keflavík hefur heldur
betur haft mikið fyrir stafni
undanfarið. Þetta er trommu-
leikari hljómsveitarinnar, Júl-
íus Freyr Guðmundsson.
Hann stundar nám í píanóleik,
þverflautuleik, sellóleik og
slagverksleik við Tónlistaskóla
Keflavíkur, leikur með Rokk-
sveit Rúnars Júlíussonar um
helgar, hefur gefið út þrjár
plötur með Pandóru á einu ári,
16 VIKAN
vinnur við húsamálun og æfir
söngleik með Leikfélagi Kefla-
víkur.
Þennan söngleik, sem heitir
ER TILGANGUR?, skrifaði
hann reyndar sjálfur síðastlið-
inn vetur og vor þegar hann
var aðeins átján ára en auk
þess að spila undir í lögunum
æfir hann söngvarana sem
koma fram í verkinu. Það er að
vísu ekki meiningin að vera
með neina ættfræði í þessari
grein en á sínum tíma var sagt
um föður Júlíusar að hann
hefði verið svo önnum kafinn á
_ sjöunda áratugnum að hann
1 hefði eiginlega ekkert sofið í
s heilt ár.
o JúlíusFreyrernýorðinnnítj-
' án ára. ( bernsku fór fátt fram
hjá athugulum augum hans og
þessi athyglisgáfa virðist hafa
verið honum drjúgt veganesti
hingað til. Hann er maður hóg-
vær og eyðir ekki stuttu blaða-
Höfundurinn, Freyr
Júlíus Guðmunds-
son.
viðtali í mikið mas. Ég spurði
hann um kveikjuna að verkinu.
„Það var engin kveikja. Það
kom bara eitthvað svona allt (
einu.“
- Varstu búinn að undirbúa
þetta lengi?
„Nei. í rauninni byrjaði ég
bara að skrifa eitthvað. Svo fór
ég í að lappa upp á það. Þetta
fjallar um strák. Skúli heitir
hann og er eina stóra hlutverk-
ið í verkinu. Hann tekur þá
ákvörðun að hætta í skóla til
að athuga hvað lífið hefur upp
á að bjóða. Síðan byggist
þetta á því sem maður gæti
ímyndað sér að gæti gerst ef
maður hættir í skóla. Hann
lendir [ alls konar veröldum;
hippakommúnu, pönkhljóm-
sveit og ýmsu.“
( verkinu eru þrettán lög,
tuttugu leikarar koma fram í
því og um það bil tíu til viðbót-
ar á bak við tjöldin. Það tekur
um tvær stundir f sýningu og
Halldór Björnsson er leikstjóri.
Það tók Júlíus um það bil hálft
ár að semja verkið nema hvað
lögin voru samin á einni viku
eða svo en hann fékk aðstoð
tveggja félaga sinna við samn-
ingu laganna. Ég spurði
hvernig hann færi að því að
semja svona verk.
„Á Silver Reed ritvél," segir
hann og brosir kumpánlega.
„Ja, í rauninni var ég ekki bú-
inn að skapa mér neina heild-
armynd. Ég byrjaði bara að
skrifa eitt atriði einhvers staðar
inni í miðju leikritinu. Svo þró-
aöist þetta svona fram og
aftur."
Sjálfur leikur hann með
hljómsveit sinni, Pandóru, í
söngleiknum en rétt fyrir frum-
sýninguna kemur út plata með
öllum lögunum. Henni fylgir
textablað og það er meiningin
að selja hana líka í leikhúsinu.
En hvernig leggst frumsýning-
in f hann? Hann hlær við en
segir að þetta leggist ágæt-
lega í sig. Samstarfið við leik-
stjórann hefur gengið - svona
og svona - en meðan á æfing-
um stóð hafa orðið lítils háttar
breytingar á verkinu. Nú er
það hins vegar fullmótað og
þá er bara að sjá hvernig til
tekst.