Vikan


Vikan - 29.11.1990, Page 19

Vikan - 29.11.1990, Page 19
leiðinni að leita til hennar um fyrirgreiðslu. Til marks um það hve Sigurður E. er í ábyrgðar- miklu starfi má geta þess að velta stofnunar- innarvarásíðasta ári um það bil 18 milljarðar! Sigurði E. er ákaflega annt um Húsnæðis- stofnun og í öllum þeim umbrotum og gagnrýni sem stofnunin hefur mátt þola í gegnum tíðina hefur hann staðið sem klettur og ætíð haft hagsmuni hennar að leiðarljósi. Um það eru flestir sammála er Vikan leitaði álits hjá. Sjálfur segir Sigurður þennan tíma, er hann hefur starfað hjá stofnuninni, skemmtilegan en mikl- ar sviptingar gengið yfir öðru hverju. Sigurður bendir á að hér sé um að ræða næststærstu lánastofnun landsins með aðeins 50-60 manna starfslið - en líka mjög gott fólk. Ann- ars hefði þetta ekki gengið. Þá segir aðili, sem vel þekkir til, að fáir aðrir hefðu án þess að æðrast getað gengið í gegn- um þau hrikalegu umbrot fjölmiðla og stjórn- mála sem staðið hafa um margra ára skeið. Oft hafi Sigurður verið hafður fyrir rangri sök og nánast verið sá blóraböggull sem aðrir hafi þurft á að halda til að réttlæta gjörðir sínar. HEFÐI ÁTT AÐ VERÐA PRESTUR Björgvin Hjálmarsson, aðstoðar-tæknifram- kvæmdastjóri tæknideildar Húsnæðisstofnun- ar, hefur fylgt Sigurði allar götur frá því þeir hófu störf um svipað leyti við stofnunina. Hann tekur í sama streng og annað starfsfólk hvað viðvíkur Ijúfmennsku Sigurðar. Auk þess segir Björgvin: „Það er ekki aðeins að hann beri hag starfsfólksins fyrir brjósti og láti sig varða líðan þess - heldur líðan fjölskyldna þess líka. Ég hef átt mjög náið og gott samstarf við hann í gegn- um tíðina og þann kost met ég ekki hvað síst við hann hvað hann treystir sínu fólki vel - er ekki með nefið ofan í því sem maður er að gera.“ Hilmar Þórisson skrifstofustjóri hefur einnig unnið náið með Sigurði frá 1973. Hann tekur undir orð Björgvins Hjálmarssonar og bætir við: „Sigurður er hamhleypa til vinnu en hefur alltaf tíma til að ræða vandamál líðandi stundar. Hann er því mjög þægilegur og nota- legur í allri umgengni. Það fer ekki hjá því að ég hafi heyrt raddir sem telja hann ekki heiðar- legan og einlægan gagnvart viðkomandi fé- lagsmálaráðherra. Það get ég fullyrt að er rangt, þrátt fyrir að oft sé lítið, jafnvel ekkert, um samráð um breytingar á lögum stofnunar- innar." „Hann hefði átt að verða prestur- hefur ekk- ert að gera í þetta erilsama starf þar sem þarf virkilega hörku," er haft eftir aðila sem vel þekkir til Sigurðar og innviða stofnunarinnar. Annar segir hann alltof góðan mann til að standa í svo viðamiklu starfi sem fylgi því að þurfa að segja nei. Hann eigi til að segja já við alla - fyrst og síðast vegna þess að hann hefur svo stórt hjarta og vill hvers manns vanda leysa. Það vill því oft verða til þess að hann lofi upp í ermina sína. „Hann ætti að ganga í ermalausum bol,“ segir sá í góðlátlegu gríni. Sigurður er alinn upp í kreppunni og kominn af fátæku verkafólki. Hann fæddist árið 1932, elstur fjögurra systkina og segir það sig sjálft að oft hefur verið þröngt í búi. Faðir hans, Guðmundur Kristinsson, veiktist alvarlega þegar Sigurður var innan við tvítugt og kom þá æ meir til kasta Sigurðar og móður hans, Guðrúnar Elimundardóttur, að halda fjölskyld- unni saman. En þrátt fyrir allt segir Sigurður I föður sinn hafa lagt á það ríka áherslu að börn- in gengju menntaveginn. „SELDUM SMURT AFGANGSKEX FRÁ BRETUNUM Á GÖTUNNI" Frændi Sigurðar, er umgekkst hann mikið á unglingsárunum, Kristinn Bjarnason, nú starf- andi sem leiðbeinandi hjá SÁÁ, tekur undir að Sigurður hafi snemma tekið að sér ábyrgð á heimilinu, verið höfuð fjölskyldunnar sem allir gátu leitað til. „Við skemmtum okkur saman og hann var hrókur alls fagnaðar án þess að vín kæmi þar endilega við sögu. Hann var litinn hýru auga af kvenfólkinu en alltaf heiðarlegur í þeim efnum. Ég man að stundum þegar við ætluðum að fara út að skemmta okkur átti hann ekki heim- angengt vegna þess að aðeins voru til einir spariskór á heimilinu sem þeir skiptust á að nota, bræðurnir. Ég nefni þetta nú aðeins vegna þess að það segir meira en nokkuð annað um hvað þessi ár voru erfið efnahags- lega - og líka svona til gamans. Við brölluðum margt saman, meðal annars urðum við okkur úti um afgangskex frá Bretun- um, smurðum það og seldum á götunni til að drýgja tekjurnar," segir Kristinn. Fyrir tilstilli foreldra sinna, en þó einkum föðurins, hóf Sigurður nám eftir landspróf við Menntaskólann í Reykjavík og lauk þaðan stúdentsprófi - fyrstur manna í sinni fjölskyldu. Strax á menntaskólaárunum var hann þekktur fyrir hve mikill krati hann var - sem var nokkuð sérstakt á þeim árum í skólapólitíkinni ( MR. Þar skiptust menn í Heimdellinga og kommún- ista. Skólabræður hans segja hann hafa verið krata af hugsjón - en ekki vegna þess að það hafi hentað honum nema síður væri. NÁÐI SÁTTUM MILLI REKTORS OG ÓLÁTABELGJA BEKKJARINS Ríkarður Pálsson tannlæknir var sam- stúdent Sigurðar og bekkjarbróðir allt frá því þeir voru í Miðbæjarskólanum. Þeir voru góðir vinir í skóla. Hann segir Sigurð hafa verið meðalmann í námi en þó hafi hann verið sér- staklega fær enskumaður. Ríkarður minnist þess hve mikill hugsjónamaður Sigurður var og aldrei hafi hann farið í launkofa með stjórn- málaskoðanir sínar. Á þeim árum var hann far- inn að vinna fyrir Alþýðuflokkinn og mikið af frítíma hans fór í starf fyrir flokkinn. Ríkarður nefnir sérstaklega að eftir menntaskólanám hafi Sigurður sest í læknadeild Háskóla l's- lands en ekki lokið þaðan prófi - einmitt vegna þess að allur hans tími fór í starf fyrir Alþýðu- flokkinn. „Það er mín skoðun að hann hafi fórnað námsframanum fyrir hugsjónina - enda ekki hægt að ætla „hvitum" manni að standa sig í svo erfiðu námni sem læknisfræðin er með þeirri miklu vinnu sem hann innti af hendi fyrir flokkinn," segir Ríkarður. „Sigurður var maður sátta og ég man sér- staklega eftir atviki sem einmitt lýsir honum vel. Það var rétt fyrir jól síðasta árið okkar í MR að Pálmi heitinn rektor rak okkur alla í bekkn- um úr skóla fyrir ólæti í kennslustundum. Við stóðum eins og fálkar og vissum ekkert hvað við áttum af okkur að gera. í ofanálag stóð fyrir dyrum árleg jólagleði í skólanum, sem við höfðum lagt heilmikla vinnu í að undirbúa. Allt útlit var fyrir að ekkert yrði af þessari skemmt- un svo okkur þótti súrt í broti. Þá er það Sig- urður sem gengur fram fyrir skjöldu og ræðir við Pálma fyrir okkar hönd. Hann kom á sáttum sem varð til þess að við gátum sest aftur á skólabekk og haldið jólagleðina. Þessu gleymi ég aldrei en við vissum ekkert hvað þeim fór á milli. Þetta atvik sýnir hvað allar málamiðlanir áttu vel við Sigurð,“ segir Ríkarður. Einnig segir Ríkarður Sigurð hafa verið þægilegan félaga og traustan. „Tryggur vinur vina sinna,“ segir hann. Þá segist Ríkarður minnast skemmtilegs atviks frá vorinu sem þeir fengu hvítu kollana. „Þá gekk sú saga eins og eldur í sinu um bæinn að mistök hefðu átt sér stað í bruggun pilsners hjá Agli Skallagrímssyni. Það er að segja pilsnerinn átti að vera sterkur eins og bjór. Við vissum varla hvað bjór var annað en það að við gátum drukkið okkur fulla af honum. Við ákváðum að þrófa, fórum á veit- ingastað og pöntuðum okkur pilsner sem við drukkum í ómældu magni. En það sem við höfðum upp úr því var að við urðum þungir í hausnum og þurftum látlaust að vera að pissa. Ekki urðum við fullir.“ Hvað pólitískan frama Sigurðar varðar seg- ist Ríkarður ekki telja Sigurð hafa verið nógu „vondan" mann til að ná frama á þeim vett- vangi - sem hann átti svo sannarlega skilið. „Sigurður hefur stórt hjarta og er einstaklega heiðarlegur maður. Það er svo annað mál hvort það samrýmist hans hugsjón að vera í pólitík eins og hún er nú á dögum," segir hann. HVER OG EINN VERÐUR RÍKARI AF AÐ EIGA SIGURÐ AÐ VINI Dyggur flokksbróðir Sigurðar segir að á sín- um tíma, þegar Sigurður féll fyrir Bjarna P. Magnússyni í prófkjöri fyrir borgarstjórnar- kosningar 1986, hafi flokksmaskínan farið í gang til að koma í veg fyrir að Sigurður næði kjöri í fyrsta sæti listans. Reyndar hafi Jón Baldvin leitað lengi að manni til að losna við Sigurð - en ekki gengið of vel. Þar til hann fann Bjarna. Þessi viðmælandi Vikunnar segir aö þegar til kom hafi Jón Baldvin séð eftir öllu saman. Það má því vera kaldhæðni örlaganna að Bjarni náði ekki kjöri í síðustu kosningum. Annar skólabróðir Sigurðar, Guðmundur Árnason tannlæknir, tekur í sama streng. Um Sigurð segist hann ekkert neikvætt geta sagt. Hann sé bónbesti maður sem hann þekki, sannur vinur vina sinna og svo sannarlega drengur góður. „Við hittumst alltaf reglulega, árgangurinn okkar úr Menntó, og þar er Sigurð- ur driffjöðrin í að skipuleggja og kalla okkur saman,“ segir Guðmundur. Hann bætir við að hver og einn verði ríkari af að eiga Sigurð að vini. SIGURÐUR EKKI BOSSI MEÐ HÖRKUNA AÐ LEIÐARUÓSI Virtur flokksbróðir Sigurðar, sem hefur haft af honum kynni frá því Sigurður upphaflega gekk í Alþýðuflokkinn og allar götur síðan, segir um Sigurð: „Megineinkenni Sigurðar er hve dyggur, samviskusamur og hreinskiptinn hann er. Á hinn bóginn er hann stundum of fljótur að mynda sér skoðun og ekki eins vand- virkur og hann er trúr, en sannur mannkosta- maður." Þá segir áhrifamaður í fjármálaheim- inum, sem vel þekkir til stjórnunarhátta innan Húsnæðisstofnunar ríkisins, stóran kost hve Sigurður hafi haldið vel á spöðunum hvað varðar stjórnun innan stofnunarinnar. Þar á 24. TBL 1990 VIKAN 1 9

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.